Karlakór Rangæinga fagnar 30 ára afmæli með fallegum söng Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. apríl 2023 19:31 Kórinn er skipaður flottum körlum á öllum aldri úr Rangárvallasýslu Magnús Hlynur Hreiðarsson Karlakór Rangæinga fagnar nú þrjátíu ára starfsafmæli og blæs af því tilefni til afmælis- og vortónleika á nokkrum stöðum. Kórinn er skipaður um fjörutíu körlum, aðallega bændum úr sýslunni. Ein kona er þó í karlakórnum, þó hún syngi ekki en hún sér um undirleikinn og heitir Glódís Margrét Guðmundsdóttir. Þá spilar Grétar Geirsson á harmonikku með kórnum. Um 40 karlar syngja með kórnum, góður og þéttur hópur, sem mætir vel á æfingar og tónleika eins og vera ber. „Nú erum við að halda upp á 30 ára afmæli. Við gátum ekki haldið upp á það 2020 almennilega, nú er komið að því. Við gerum það með fernum veglegum tónleikum, afmælistónleikum. Lagavalið er sérlega gott og glæsilegt og við reynum bara að gera okkar allra besta,“ segir Hermann Árnason, formaður kórsins. Glódís Margrét Guðmundsdóttir er undirleikari kórsins og Grétar Geirsson spilar á harmonikku með kórnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig gengur Guðjón Halldóri Óskarssyni, stjórnandi kórsins að stjórna öllum þessum körlum? „Það er bara mjög skemmtilegt, þeir láta oftast ágætlega að stjórn,“ segir Guðjón hlægjandi. Guðjón sem hefur stjórnað kórnum í að verða 27 ár ætlar að láta þetta gott heita og hættir með kórinn í vor. „Já, ég ákvað núna að segja þetta gott og aðeins að minnka við mig. Kórinn er líka í góðum málum núna, það fjölgar í honum því ungir strákar eru að koma, þannig að framtíðin er björt,“ segir Guðjón. Afmælis- og vortónleikar Karlakórs Rangæinga 2023 verða haldnir á eftirfarandi stöðum: Í Selfosskirkju. þriðjudaginn 18. apríl klukkan 20.00 Í Fella- og Hólakirkju, miðvikudaginn 19. apríl klukkan 20.00 Í Félagsheimilinu Hvolnum, Hvolsvelli, föstudaginn 21. apríl klukkan 20.00 Í Félagsheimilinu Leikskálum Vík í Mýrdal laugardaginn 22. apríl klukkan 17.00 Miðaverð er 4.000 krónur Hermann Árnason, formaður kórsins (t.h.) og Guðjón Halldór Óskarsson, stjórnandi kórsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing ytra Rangárþing eystra Ásahreppur Kórar Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Fleiri fréttir Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Sjá meira
Ein kona er þó í karlakórnum, þó hún syngi ekki en hún sér um undirleikinn og heitir Glódís Margrét Guðmundsdóttir. Þá spilar Grétar Geirsson á harmonikku með kórnum. Um 40 karlar syngja með kórnum, góður og þéttur hópur, sem mætir vel á æfingar og tónleika eins og vera ber. „Nú erum við að halda upp á 30 ára afmæli. Við gátum ekki haldið upp á það 2020 almennilega, nú er komið að því. Við gerum það með fernum veglegum tónleikum, afmælistónleikum. Lagavalið er sérlega gott og glæsilegt og við reynum bara að gera okkar allra besta,“ segir Hermann Árnason, formaður kórsins. Glódís Margrét Guðmundsdóttir er undirleikari kórsins og Grétar Geirsson spilar á harmonikku með kórnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig gengur Guðjón Halldóri Óskarssyni, stjórnandi kórsins að stjórna öllum þessum körlum? „Það er bara mjög skemmtilegt, þeir láta oftast ágætlega að stjórn,“ segir Guðjón hlægjandi. Guðjón sem hefur stjórnað kórnum í að verða 27 ár ætlar að láta þetta gott heita og hættir með kórinn í vor. „Já, ég ákvað núna að segja þetta gott og aðeins að minnka við mig. Kórinn er líka í góðum málum núna, það fjölgar í honum því ungir strákar eru að koma, þannig að framtíðin er björt,“ segir Guðjón. Afmælis- og vortónleikar Karlakórs Rangæinga 2023 verða haldnir á eftirfarandi stöðum: Í Selfosskirkju. þriðjudaginn 18. apríl klukkan 20.00 Í Fella- og Hólakirkju, miðvikudaginn 19. apríl klukkan 20.00 Í Félagsheimilinu Hvolnum, Hvolsvelli, föstudaginn 21. apríl klukkan 20.00 Í Félagsheimilinu Leikskálum Vík í Mýrdal laugardaginn 22. apríl klukkan 17.00 Miðaverð er 4.000 krónur Hermann Árnason, formaður kórsins (t.h.) og Guðjón Halldór Óskarsson, stjórnandi kórsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing ytra Rangárþing eystra Ásahreppur Kórar Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Fleiri fréttir Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Sjá meira