Þróttur sparkaði fyrrum nágrönnum sínum úr leik | Hádramatík hjá Stjörnunni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. apríl 2023 23:01 Stjarnan er komin áfram í Mjólkurbikarnum. Vísir/Hulda Margrét Öllum leikjum kvöldsins í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í knattspyrnu er nú lokið. Þróttur Reykjavík lagði Fram í Úlfarsárdal, Valur „marði“ neðri deildarlið RB, Stjarnan og Keflavík fóru áfram eftir framlengda leiki. Þróttur R. leikur í Lengjudeildinni eftir að hafa komið upp úr 2. deildinni á síðustu leiktíð. Það var ekki að sjá í kvöld þegar liðið þrammaði upp í Úlfarsárdal og lagði fyrrum nágranna sína fram, lokatölur 2-3. Hinn ungi Emil Skúli Einarsson kom Þrótti yfir snemma leiks en Akureyringurinn Orri Sigurjónsson jafnaði fyrir Fram. Emil Skúli kom Þrótti aftur yfir eftir hálftíma leik og Izaro Abella Sanchez kom gestunum 3-1 yfir áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks. Tiago Fernandes minnkaði muninn fyrir Fram í síðari hálfleik en þar við sat, lokatölur 2-3 og Þróttur R. komið áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins. Arnar Grétarsson gerði fjölda breytinga á Valsliðinu sem vann 5. deildarlið RB aðeins 4-1 á Hlíðarenda. Tvö síðustu mörkin komu þegar fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Hilmir Starri Hilmarsson, Þorsteinn Emil Jónsson, Haukur Páll Sigurðsson og Lúkas Logi Heimisson skoruðu mörk Vals. Í Garðabænum var ÍBV í heimsókn. Hvorki gestunum frá Eyjum né heimamönnum í Stjörnunni tókst að skora í venjulegum leiktíma, því var framlengt. Bjarki Björn Gunnarsson fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt í liði ÍBV. Gestirnir kláruðu leikinn því manni færri og treystu á að komast alla leið í vítaspyrnukeppni. Sindri Þór Ingimarsson með mark fyrir Stjörnumenn á lokasekúndum leiksins. Stjarnan er á leið í 16 liða úrslit! pic.twitter.com/3dt1sYlBRK— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 19, 2023 Það var svo ekki fyrr en tvær mínútur voru komnar fram yfir þær 30 mínútur sem framlengingin er þegar Stjarnan skoraði loks það sem reyndist sigurmarkið. Það gerði miðvörðurinn Sindri Þór Ingimarsson og tryggði heimamönnum sæti í 16-liða úrslitum. Að lokum skoraði Stefan Ljubicic eina markið í leik Keflavíkur og ÍA en þar þurfti einnig að framlengja. Keflavík komið áfram. Keflvíkingar leiða eftir mark Stefáns Ljubicic! pic.twitter.com/slEqscMl0W— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 19, 2023 Markarskorarar af Fótbolti.net. Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikar karla Tengdar fréttir Breiðablik, KA, KR og Leiknir Reykjavík í sextán liða úrslit Breiðablik, KR og KA fóru nokkuð örugglega áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla í knattspyrnu. Þá vann Leiknir Reykjavík dramatískan sigur. 19. apríl 2023 20:02 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Fleiri fréttir „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Sjá meira
Þróttur R. leikur í Lengjudeildinni eftir að hafa komið upp úr 2. deildinni á síðustu leiktíð. Það var ekki að sjá í kvöld þegar liðið þrammaði upp í Úlfarsárdal og lagði fyrrum nágranna sína fram, lokatölur 2-3. Hinn ungi Emil Skúli Einarsson kom Þrótti yfir snemma leiks en Akureyringurinn Orri Sigurjónsson jafnaði fyrir Fram. Emil Skúli kom Þrótti aftur yfir eftir hálftíma leik og Izaro Abella Sanchez kom gestunum 3-1 yfir áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks. Tiago Fernandes minnkaði muninn fyrir Fram í síðari hálfleik en þar við sat, lokatölur 2-3 og Þróttur R. komið áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins. Arnar Grétarsson gerði fjölda breytinga á Valsliðinu sem vann 5. deildarlið RB aðeins 4-1 á Hlíðarenda. Tvö síðustu mörkin komu þegar fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Hilmir Starri Hilmarsson, Þorsteinn Emil Jónsson, Haukur Páll Sigurðsson og Lúkas Logi Heimisson skoruðu mörk Vals. Í Garðabænum var ÍBV í heimsókn. Hvorki gestunum frá Eyjum né heimamönnum í Stjörnunni tókst að skora í venjulegum leiktíma, því var framlengt. Bjarki Björn Gunnarsson fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt í liði ÍBV. Gestirnir kláruðu leikinn því manni færri og treystu á að komast alla leið í vítaspyrnukeppni. Sindri Þór Ingimarsson með mark fyrir Stjörnumenn á lokasekúndum leiksins. Stjarnan er á leið í 16 liða úrslit! pic.twitter.com/3dt1sYlBRK— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 19, 2023 Það var svo ekki fyrr en tvær mínútur voru komnar fram yfir þær 30 mínútur sem framlengingin er þegar Stjarnan skoraði loks það sem reyndist sigurmarkið. Það gerði miðvörðurinn Sindri Þór Ingimarsson og tryggði heimamönnum sæti í 16-liða úrslitum. Að lokum skoraði Stefan Ljubicic eina markið í leik Keflavíkur og ÍA en þar þurfti einnig að framlengja. Keflavík komið áfram. Keflvíkingar leiða eftir mark Stefáns Ljubicic! pic.twitter.com/slEqscMl0W— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 19, 2023 Markarskorarar af Fótbolti.net.
Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikar karla Tengdar fréttir Breiðablik, KA, KR og Leiknir Reykjavík í sextán liða úrslit Breiðablik, KR og KA fóru nokkuð örugglega áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla í knattspyrnu. Þá vann Leiknir Reykjavík dramatískan sigur. 19. apríl 2023 20:02 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Fleiri fréttir „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Sjá meira
Breiðablik, KA, KR og Leiknir Reykjavík í sextán liða úrslit Breiðablik, KR og KA fóru nokkuð örugglega áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla í knattspyrnu. Þá vann Leiknir Reykjavík dramatískan sigur. 19. apríl 2023 20:02