Léttir að þessum kafla sé lokið Fanndís Birna Logadóttir skrifar 20. apríl 2023 19:16 Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitastjóri segir að leggja þurfi aukinn þunga í verndandi argerð. Aðsend Riðusmitað fé sem var aflífað á bænum Syðri-Urriðaá á þriðjudag var loks urðað í dag eftir miklar deilur um staðsetningu. Sveitarstjóri segir það létti að þessum kafla sé lokið, þó að enginn sé sáttur við urðun. Nú þurfi að safna kröftum fyrir næsta fasa. Rúmlega 700 kindur voru aflífaðar á bænum á þriðjudag en ljóst var um helgina að urða þyrfti hræin þar sem brennsluofn sorpeyðingarfyrirtækisins Kölku var ekki tiltækur. Upprunalega stóð til að urða hræin á jörð Lækjamóts, sem er í öðru sóttvarnarhólfi, en bændur þar hættu við eftir aðkast frá sveitungum. Sjötíu tonn urðuð Í gærkvöldi lá annar staður fyrir en sá er í Miðfjarðarhólfi, þar sem riðan kom upp, á stað þar sem sauðfjárrækt er ekki til staðar. Matvælastofnun vill ekki gefa nákvæma staðsetningu upp að svo stöddu en búið var að urða hræin, alls um 70 tonn, síðdegis í dag. Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitastjóri í Húnaþingi vestra, segir það létti að málið hafi verið leyst. „Það lögðust allir á eitt þessa síðustu klukkutíma við að leysa þetta mál og ég verð öllu því fólki sem kom að því ævinlega þakklát. Það verður að segjast að það er enginn ánægður með að féð hafi verið urðað en þetta var bara það eina í stöðunni því miður,“ segir Unnur. „Þetta á ekki að koma fyrir aftur“ Enn á eftir að aflífa og taka sýni úr um 20 öðrum gripum sem komu frá bænum en það verður gert á næstunni. Verkefnið er því ekki búið, margir bændur eru í óvissu og uggandi um framhaldið. „Við söfnum kröftum núna í einhverja daga og höldum áfram að hlúa að okkar fólki sem að varð fyrir þessu áfalli. Svo förum við bara í það að leggjast á árar með öðrum til að knýja á um nauðsynlegar breytingar á reglugerðinni þannig það þurfi ekkert samfélag að standa í því sem við höfum verið að standa í undanfarna daga og vikur,“ segir Unnur. Einnig þurfi að leggja aukinn þunga í verndandi argerð, svo hægt sé að rækta upp stofn án riðu, og skoða hvernig úrgangsmálum er háttað, í ljósi reynslunnar. „Þetta á ekki að þurfa að koma fyrir aftur. Við munum leggja okkur öll fram við að það verði ekki á landinu öllu og ég veit að það eru margir til í að taka það samtal með okkur,“ segir Unnur. Riða í Miðfirði Dýraheilbrigði Húnaþing vestra Tengdar fréttir Urðunarstaður fundinn en verður haldið leyndum í bili Búið er að finna urðunarstað fyrir féð sem var aflífað á Syðri-Urriðaá í vikunni vegna riðu og stendur til að ljúka aðgerðum í dag að sögn yfirdýralæknis Matvælastofnunar. Íbúar og bændur í Miðfirði hafa sagst mjög óánægðir með málið en yfirdýralæknir segir það skiljanlegt þar sem miklar tilfinningar ráða för. 20. apríl 2023 11:31 Urðun kinda örþrifaráð og förgunarkerfið alltof veikt Urðun riðusmitaðra kinda er alger neyðarrástöfum, segir forstjóri Umhverfisstofnunar. Engar aðrar lausnir séu í sjónmáli. Kerfið sem eigi að halda utan um förgun úrgangs sé alltof veikt, það hafi undanfarnir dagar sýnt. 19. apríl 2023 20:25 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Rúmlega 700 kindur voru aflífaðar á bænum á þriðjudag en ljóst var um helgina að urða þyrfti hræin þar sem brennsluofn sorpeyðingarfyrirtækisins Kölku var ekki tiltækur. Upprunalega stóð til að urða hræin á jörð Lækjamóts, sem er í öðru sóttvarnarhólfi, en bændur þar hættu við eftir aðkast frá sveitungum. Sjötíu tonn urðuð Í gærkvöldi lá annar staður fyrir en sá er í Miðfjarðarhólfi, þar sem riðan kom upp, á stað þar sem sauðfjárrækt er ekki til staðar. Matvælastofnun vill ekki gefa nákvæma staðsetningu upp að svo stöddu en búið var að urða hræin, alls um 70 tonn, síðdegis í dag. Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitastjóri í Húnaþingi vestra, segir það létti að málið hafi verið leyst. „Það lögðust allir á eitt þessa síðustu klukkutíma við að leysa þetta mál og ég verð öllu því fólki sem kom að því ævinlega þakklát. Það verður að segjast að það er enginn ánægður með að féð hafi verið urðað en þetta var bara það eina í stöðunni því miður,“ segir Unnur. „Þetta á ekki að koma fyrir aftur“ Enn á eftir að aflífa og taka sýni úr um 20 öðrum gripum sem komu frá bænum en það verður gert á næstunni. Verkefnið er því ekki búið, margir bændur eru í óvissu og uggandi um framhaldið. „Við söfnum kröftum núna í einhverja daga og höldum áfram að hlúa að okkar fólki sem að varð fyrir þessu áfalli. Svo förum við bara í það að leggjast á árar með öðrum til að knýja á um nauðsynlegar breytingar á reglugerðinni þannig það þurfi ekkert samfélag að standa í því sem við höfum verið að standa í undanfarna daga og vikur,“ segir Unnur. Einnig þurfi að leggja aukinn þunga í verndandi argerð, svo hægt sé að rækta upp stofn án riðu, og skoða hvernig úrgangsmálum er háttað, í ljósi reynslunnar. „Þetta á ekki að þurfa að koma fyrir aftur. Við munum leggja okkur öll fram við að það verði ekki á landinu öllu og ég veit að það eru margir til í að taka það samtal með okkur,“ segir Unnur.
Riða í Miðfirði Dýraheilbrigði Húnaþing vestra Tengdar fréttir Urðunarstaður fundinn en verður haldið leyndum í bili Búið er að finna urðunarstað fyrir féð sem var aflífað á Syðri-Urriðaá í vikunni vegna riðu og stendur til að ljúka aðgerðum í dag að sögn yfirdýralæknis Matvælastofnunar. Íbúar og bændur í Miðfirði hafa sagst mjög óánægðir með málið en yfirdýralæknir segir það skiljanlegt þar sem miklar tilfinningar ráða för. 20. apríl 2023 11:31 Urðun kinda örþrifaráð og förgunarkerfið alltof veikt Urðun riðusmitaðra kinda er alger neyðarrástöfum, segir forstjóri Umhverfisstofnunar. Engar aðrar lausnir séu í sjónmáli. Kerfið sem eigi að halda utan um förgun úrgangs sé alltof veikt, það hafi undanfarnir dagar sýnt. 19. apríl 2023 20:25 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Urðunarstaður fundinn en verður haldið leyndum í bili Búið er að finna urðunarstað fyrir féð sem var aflífað á Syðri-Urriðaá í vikunni vegna riðu og stendur til að ljúka aðgerðum í dag að sögn yfirdýralæknis Matvælastofnunar. Íbúar og bændur í Miðfirði hafa sagst mjög óánægðir með málið en yfirdýralæknir segir það skiljanlegt þar sem miklar tilfinningar ráða för. 20. apríl 2023 11:31
Urðun kinda örþrifaráð og förgunarkerfið alltof veikt Urðun riðusmitaðra kinda er alger neyðarrástöfum, segir forstjóri Umhverfisstofnunar. Engar aðrar lausnir séu í sjónmáli. Kerfið sem eigi að halda utan um förgun úrgangs sé alltof veikt, það hafi undanfarnir dagar sýnt. 19. apríl 2023 20:25