„Erfitt að vinna fótboltaleik þegar þú gerir svona mistök“ Arnar Geir Halldórsson skrifar 21. apríl 2023 07:01 Vont kvöld í Seville. vísir/Getty Erik ten Hag, stjóri Man Utd, segir sitt lið ekki geta kennt neinu öðru en sjálfum sér um hvernig leikurinn gegn Sevilla í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gærkvöldi spilaðist. „Það er augljóst að þegar þú gerir svona mistök er mjög erfitt að vinna fótboltaleik,“ sagði ten Hag eftir leik. Vísar hann þá til markanna sem Man Utd fékk á sig í leiknum en mistök Harry Maguire leiddu til fyrsta marksins og mistök David De Gea í þriðja marki Sevilla. Mistök af þessu tagi sjást sjaldan á þessu getustigi í fótboltanum. Sevilla voru vel studdir af áhangendum sínum og var ten Hag spurður að því hvort andrúmsloftið á vellinum hafi haft mikil áhrif á leikmenn Man Utd. Hann gaf lítið fyrir það. „Við ráðum vel við það svo það útskýrir ekki tapið. Við verðum að gera betur, það er krafa. Við vorum ekki þéttir og ekki nógu rólegir á boltann. Við tókum lélegar ákvarðanir, töpuðum návígjum og það var meiri kraftur, vilji og ástríða hjá þeim. Það gerir okkur erfitt fyrir og það er vandamál sem við þurfum að taka á.“ Man Utd lék án lykilmanna á borð við Raphael Varane, Lisandro Martinez og Bruno Fernandes og virtist liðið höndla það afar illa. Stjórinn segir ekkert þýða að hugsa um fjarveru þeirra. „Þetta snýst ekki um þá. Þetta snýst um leikmennina sem voru inn á vellinum, þeir verða að standa sig. Ég trúi á þá og treysti þeim og þeir verða svo að sýna það inn á vellinum en í dag var þetta ekki nógu gott,“ segir ten Hag og setti stórt spurningamerki við hugarfar leikmanna liðsins. „Við mættum ekki tilbúnir í leikinn og það er ekki boðlegt. Þegar þú spilar fyrir Manchester United áttu alltaf að vera tilbúinn, fyrir hvern einasta leik og sérstaklega þegar þú spilar stórleik, leik í 8-liða úrslitum í Evrópu. Við getum bara kennt okkur sjálfum um,“ sagði ten Hag. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Man Utd úr leik eftir martraðar frammistöðu á Spáni Manchester United er úr leik í Evrópudeildinni eftir stórtap gegn Sevilla á Spáni í kvöld. 20. apríl 2023 21:00 Mest lesið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Hannes í leyfi Körfubolti Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sport Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sverrir fékk uppáhalds úrslit miðvarðarins AGF bar sigur úr býtum í Íslendingaslag og fór upp í annað sæti Orri kom inn á í sigri í Andalúsíu Rosengård aftur á beinu brautinni eftir misstig í síðustu umferð Elías fékk fimm mörk á sig í enn einu tapinu gegn Brøndby Olmo mættur aftur með látum Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Mourinho hjálpaði lærisveinum Damiens Duff að verða Írlandsmeistarar Emilía Kiær komst ekki á blað í toppslagnum Sjá meira
„Það er augljóst að þegar þú gerir svona mistök er mjög erfitt að vinna fótboltaleik,“ sagði ten Hag eftir leik. Vísar hann þá til markanna sem Man Utd fékk á sig í leiknum en mistök Harry Maguire leiddu til fyrsta marksins og mistök David De Gea í þriðja marki Sevilla. Mistök af þessu tagi sjást sjaldan á þessu getustigi í fótboltanum. Sevilla voru vel studdir af áhangendum sínum og var ten Hag spurður að því hvort andrúmsloftið á vellinum hafi haft mikil áhrif á leikmenn Man Utd. Hann gaf lítið fyrir það. „Við ráðum vel við það svo það útskýrir ekki tapið. Við verðum að gera betur, það er krafa. Við vorum ekki þéttir og ekki nógu rólegir á boltann. Við tókum lélegar ákvarðanir, töpuðum návígjum og það var meiri kraftur, vilji og ástríða hjá þeim. Það gerir okkur erfitt fyrir og það er vandamál sem við þurfum að taka á.“ Man Utd lék án lykilmanna á borð við Raphael Varane, Lisandro Martinez og Bruno Fernandes og virtist liðið höndla það afar illa. Stjórinn segir ekkert þýða að hugsa um fjarveru þeirra. „Þetta snýst ekki um þá. Þetta snýst um leikmennina sem voru inn á vellinum, þeir verða að standa sig. Ég trúi á þá og treysti þeim og þeir verða svo að sýna það inn á vellinum en í dag var þetta ekki nógu gott,“ segir ten Hag og setti stórt spurningamerki við hugarfar leikmanna liðsins. „Við mættum ekki tilbúnir í leikinn og það er ekki boðlegt. Þegar þú spilar fyrir Manchester United áttu alltaf að vera tilbúinn, fyrir hvern einasta leik og sérstaklega þegar þú spilar stórleik, leik í 8-liða úrslitum í Evrópu. Við getum bara kennt okkur sjálfum um,“ sagði ten Hag.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Man Utd úr leik eftir martraðar frammistöðu á Spáni Manchester United er úr leik í Evrópudeildinni eftir stórtap gegn Sevilla á Spáni í kvöld. 20. apríl 2023 21:00 Mest lesið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Hannes í leyfi Körfubolti Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sport Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sverrir fékk uppáhalds úrslit miðvarðarins AGF bar sigur úr býtum í Íslendingaslag og fór upp í annað sæti Orri kom inn á í sigri í Andalúsíu Rosengård aftur á beinu brautinni eftir misstig í síðustu umferð Elías fékk fimm mörk á sig í enn einu tapinu gegn Brøndby Olmo mættur aftur með látum Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Mourinho hjálpaði lærisveinum Damiens Duff að verða Írlandsmeistarar Emilía Kiær komst ekki á blað í toppslagnum Sjá meira
Man Utd úr leik eftir martraðar frammistöðu á Spáni Manchester United er úr leik í Evrópudeildinni eftir stórtap gegn Sevilla á Spáni í kvöld. 20. apríl 2023 21:00