Viðskipti erlent

Fræga fólkið ekki lengur auðkennt á Twitter

Bjarki Sigurðsson skrifar
Það eru ekki margir Íslendingar enn „verified“, þó hafa einhverjir eins og Katrín Jakobsdóttir og Guðni Th. Jóhannesson haldið sínu.
Það eru ekki margir Íslendingar enn „verified“, þó hafa einhverjir eins og Katrín Jakobsdóttir og Guðni Th. Jóhannesson haldið sínu. Getty/Avishek Das

Einungis þeir sem eru áskrifendur að Twitter Blue eru nú með bláa staðfestingarmerkið merkið á samfélagsmiðlinum. Í gær misstu stærstu stjörnur heims, til að mynda Cristiano Ronaldo, Justin Bieber og Kim Kardashian merkið sitt.

Í gegnum árin hefur það verið þannig að frægt fólk hefur verið með staðfestingarmerki (e. verified) á Twitter til að fólk geti verið fullvisst um að aðgangurinn sé í raun og veru í eigu stjörnunnar. Elon Musk hefur þó aðrar hugmyndir um merkið og ákvað að það skyldi merkja þá sem eru áskrifendur af áskriftarleið Twitter, Twitter Blue. 

Musk hefur lengi talað um að fjarlægja merkið hjá fólki en í byrjun þessa mánaðar virtist sem svo að hann hafi hætt við það. Nú hefur það hins vegar gengið í gegn og segir BBC það vera þar sem fyrirtækið þarf virkilega á fjármagninu úr Twitter Blue að halda en áskrifendur greiða átta dollara á mánuði, rúmlega þúsund krónur, fyrir áskriftina. 

Áskrifendur af Twitter Blue verða mun sýnilegri á Twitter en þeir sem ekki eru áskrifendur. Svör frá þeim koma til að mynda fyrst upp undir færslum. 

Fjölmargar stjörnur hafa sagst ekki ætla að greiða fyrir merkið, til að mynda körfuboltakappinn Lebron James. Merkið hans er þó enn til staðar, hvort það sé vegna þess að það á eftir að taka það eða að Musk sé að stríða honum er ekki vitað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×