Nálgun Vals harðlega gagnrýnd: „Ekki bara eitthvað sem þú opnar í Cocoa-puffs pakka“ Aron Guðmundsson skrifar 21. apríl 2023 16:15 Brúnaþungur Snorri Steinn á hliðarlínunni þar sem Valsmenn voru niðurlægðir af Haukum. vísir/hulda margrét Ríkjandi Íslandsmeistarar Vals í handbolta voru á dögunum sendir í snemmbúið sumarfrí með hvelli þegar að liðið steinlá gegn Haukum í 8-liða úrslitum Olís deildar karla. Lokatölur í Hafnarfirði voru 33-14 Haukum í vil og í nýjasta þætti Handkastsins var staðan hjá Valsmönnum rædd. Valsmenn mættu særðir til leiks í einvígið gegn Haukum með lykilmenn fjarverandi vegna meiðsla en eitt og sér var ekki ástæðan fyrir því að liðið skoraði aðeins fjögur mörk í fyrri hálfleiknum í leiknum gegn Haukum.„Höfum það alveg á hreinu að frammistaða Vals var til skammar og Snorri Steinn viðurkenndi það og sagði það bara réttilega,“ sagði Arnar Daði Arnarsson, umsjónarmaður Handkastins. „Ástæðan fyrir því að ég talaði um að Valur ætti ekki séns í Haukana í þessum leik var ekki vegna meiðsla Benedikts, Magnúsar eða Róberts. Heldur út frá þeirri staðreynd hvernig Valur hefur verið að spila undanfarna tvo mánuði. Frammistaða liðsins er bara búin að vera til skammar síðustu vikur. Þeir hafa tapað átta leikjum í röð, sex af þessum leikjum hafa verið búnir í hálfleik.“ Ekki bara eitthvað sem þú opnar í Coco-puffs pakka Arnar Daði varpaði þá fram spurningum varðandi það hvernig spilað hefur verið á Valsliðinu á yfirstandandi tímabili en nóg hefur verið að gera hjá liðinu, bæði hér heima fyrir sem og í Evrópukeppni. Leikmenn á borð við Aron Dag Pálsson sitji á bekknum meira og minna fyrstu umferðir tímabilsins. „Agnar Smári er brjálaður og spilar lítið sem ekkert í upphafi tímabils, hann kemur ekki inn á í fyrstu Evrópuleikjunum. Tryggvi Garðar spilar ekki mínútu fram í miðjan nóvember og þá vegna þess að hann er tilneyddur vegna meiðsla annarra leikmanna. Þá hefur Sakai Motoki varla spilað. Agnar Smári í leik með Val á yfirstandandi tímabiliVísir/Pawel Cieslikiewicz Þarna sé búið að telja til þó nokkuð marga leikmenn.„Vignir Stefánsson spilaði lítið sem ekkert, Benedikt Gunnar Óskarsson bara spilaði og spilaði. Hann er bara lítill og léttur, gat alveg spilað en er það þjálffræðilega rétt að láta Benedikt spila svona ótrúlega mikið?“ bætti Arnar Daði við.Nú spyrji menn sig að því hvernig Valur, vitandi það í júlí að fram undan væru tíu Evrópuleikir og um er að ræða stórt félag innan handboltans á Íslandi, hvernig styrktarþjálfun liðsins sé háttað.„Þeir eru ekki einu sinni með styrktarþjálfara,“ sagði Arnar Daði í Handkastinu. „Leikmenn Vals hoppuðu yfir götuna og fóru í afrek, sem er einhver Crossfit stöð. Hvernig er endurhæfingu eftir leiki háttað hjá liðinu? Hvernig eru styrktaræfingar leikmanna á miðju tímabili? Þetta er ekki bara eitthvað sem þú opnar í Coco-puffs pakka og gerir bara einhvern vegin. Þetta er bara jafn mikilvægt og það hvernig þú stillir upp vörn, hvernig þú spilar sókn og hvernig þú rúllar liðinu.Það er með ólíkindum að félag eins og Valur, sem státar sig af því að hafa unnið einhverja sjö titla í röð og að vera með landsliðsmenn innan sinna raða, bjóði ekki upp á betra umhverfi. Af hverju eru leikmenn á leiðinni í Val þegar að umhverfið er ekki betra en þetta?“Umræðan um Val hefst á 29. mínútu þáttarins en hana sem og þátt Handkastsins í heild sinni má hlusta á hér fyrir neðan: Olís-deild karla Valur Handkastið Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 33-14 | Ótrúlegur leikur og Íslandsmeistararnir farnir í sumarfrí Haukar spörkuðu Valsmönnum í sumarfrí í hreint út sagt ótrúlegum leik á Ásvöllum í kvöld. Fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Olís deildar karla í handbolta lauk með óvæntum sigri Hauka. Laskað lið Vals átti aldrei möguleika í kvöld og steinlá 33-14. 19. apríl 2023 21:05 Tárvotur Björgvin Páll: „Held við séum bensínlausir andlega heldur en eitthvað annað“ „Frábært tímabil endar nánast eins og martröð,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Íslandsmeistara Vals, eftir hreint út sagt ótrúlegt tap Vals gegn Haukum á Ásvöllum í kvöld, lokatölur 33-14. Tapið þýðir að Íslandsmeistararnir eru á leið í sumarfrí. 19. apríl 2023 22:01 Mest lesið Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Körfubolti Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Orri hitaði upp en fór veikur inn í klefa Fótbolti Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Íslenski boltinn Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Enski boltinn Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Fleiri fréttir Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Bjarki Már öflugur Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Aldís með níu mörk í naumum sigri Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu Marta hetja Eyjakvenna Grótta vann gríðarmikilvægan sigur gegn Stjörnunni Sjá meira
Valsmenn mættu særðir til leiks í einvígið gegn Haukum með lykilmenn fjarverandi vegna meiðsla en eitt og sér var ekki ástæðan fyrir því að liðið skoraði aðeins fjögur mörk í fyrri hálfleiknum í leiknum gegn Haukum.„Höfum það alveg á hreinu að frammistaða Vals var til skammar og Snorri Steinn viðurkenndi það og sagði það bara réttilega,“ sagði Arnar Daði Arnarsson, umsjónarmaður Handkastins. „Ástæðan fyrir því að ég talaði um að Valur ætti ekki séns í Haukana í þessum leik var ekki vegna meiðsla Benedikts, Magnúsar eða Róberts. Heldur út frá þeirri staðreynd hvernig Valur hefur verið að spila undanfarna tvo mánuði. Frammistaða liðsins er bara búin að vera til skammar síðustu vikur. Þeir hafa tapað átta leikjum í röð, sex af þessum leikjum hafa verið búnir í hálfleik.“ Ekki bara eitthvað sem þú opnar í Coco-puffs pakka Arnar Daði varpaði þá fram spurningum varðandi það hvernig spilað hefur verið á Valsliðinu á yfirstandandi tímabili en nóg hefur verið að gera hjá liðinu, bæði hér heima fyrir sem og í Evrópukeppni. Leikmenn á borð við Aron Dag Pálsson sitji á bekknum meira og minna fyrstu umferðir tímabilsins. „Agnar Smári er brjálaður og spilar lítið sem ekkert í upphafi tímabils, hann kemur ekki inn á í fyrstu Evrópuleikjunum. Tryggvi Garðar spilar ekki mínútu fram í miðjan nóvember og þá vegna þess að hann er tilneyddur vegna meiðsla annarra leikmanna. Þá hefur Sakai Motoki varla spilað. Agnar Smári í leik með Val á yfirstandandi tímabiliVísir/Pawel Cieslikiewicz Þarna sé búið að telja til þó nokkuð marga leikmenn.„Vignir Stefánsson spilaði lítið sem ekkert, Benedikt Gunnar Óskarsson bara spilaði og spilaði. Hann er bara lítill og léttur, gat alveg spilað en er það þjálffræðilega rétt að láta Benedikt spila svona ótrúlega mikið?“ bætti Arnar Daði við.Nú spyrji menn sig að því hvernig Valur, vitandi það í júlí að fram undan væru tíu Evrópuleikir og um er að ræða stórt félag innan handboltans á Íslandi, hvernig styrktarþjálfun liðsins sé háttað.„Þeir eru ekki einu sinni með styrktarþjálfara,“ sagði Arnar Daði í Handkastinu. „Leikmenn Vals hoppuðu yfir götuna og fóru í afrek, sem er einhver Crossfit stöð. Hvernig er endurhæfingu eftir leiki háttað hjá liðinu? Hvernig eru styrktaræfingar leikmanna á miðju tímabili? Þetta er ekki bara eitthvað sem þú opnar í Coco-puffs pakka og gerir bara einhvern vegin. Þetta er bara jafn mikilvægt og það hvernig þú stillir upp vörn, hvernig þú spilar sókn og hvernig þú rúllar liðinu.Það er með ólíkindum að félag eins og Valur, sem státar sig af því að hafa unnið einhverja sjö titla í röð og að vera með landsliðsmenn innan sinna raða, bjóði ekki upp á betra umhverfi. Af hverju eru leikmenn á leiðinni í Val þegar að umhverfið er ekki betra en þetta?“Umræðan um Val hefst á 29. mínútu þáttarins en hana sem og þátt Handkastsins í heild sinni má hlusta á hér fyrir neðan:
Olís-deild karla Valur Handkastið Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 33-14 | Ótrúlegur leikur og Íslandsmeistararnir farnir í sumarfrí Haukar spörkuðu Valsmönnum í sumarfrí í hreint út sagt ótrúlegum leik á Ásvöllum í kvöld. Fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Olís deildar karla í handbolta lauk með óvæntum sigri Hauka. Laskað lið Vals átti aldrei möguleika í kvöld og steinlá 33-14. 19. apríl 2023 21:05 Tárvotur Björgvin Páll: „Held við séum bensínlausir andlega heldur en eitthvað annað“ „Frábært tímabil endar nánast eins og martröð,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Íslandsmeistara Vals, eftir hreint út sagt ótrúlegt tap Vals gegn Haukum á Ásvöllum í kvöld, lokatölur 33-14. Tapið þýðir að Íslandsmeistararnir eru á leið í sumarfrí. 19. apríl 2023 22:01 Mest lesið Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Körfubolti Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Orri hitaði upp en fór veikur inn í klefa Fótbolti Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Íslenski boltinn Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Enski boltinn Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Fleiri fréttir Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Bjarki Már öflugur Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Aldís með níu mörk í naumum sigri Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu Marta hetja Eyjakvenna Grótta vann gríðarmikilvægan sigur gegn Stjörnunni Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 33-14 | Ótrúlegur leikur og Íslandsmeistararnir farnir í sumarfrí Haukar spörkuðu Valsmönnum í sumarfrí í hreint út sagt ótrúlegum leik á Ásvöllum í kvöld. Fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Olís deildar karla í handbolta lauk með óvæntum sigri Hauka. Laskað lið Vals átti aldrei möguleika í kvöld og steinlá 33-14. 19. apríl 2023 21:05
Tárvotur Björgvin Páll: „Held við séum bensínlausir andlega heldur en eitthvað annað“ „Frábært tímabil endar nánast eins og martröð,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Íslandsmeistara Vals, eftir hreint út sagt ótrúlegt tap Vals gegn Haukum á Ásvöllum í kvöld, lokatölur 33-14. Tapið þýðir að Íslandsmeistararnir eru á leið í sumarfrí. 19. apríl 2023 22:01