„Það þarf ekki nema eina hnífstungu“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. apríl 2023 21:00 Helgi Gunnlaugsson er prófessor í afbrotafræði við Háskóla Íslands. Vísir/Arnar Afbrotafræðingur segir hugmyndafræði um að vopnaburður og beiting vopna séu eðlileg hafa náð fótfestu hjá hópum ungmenna hér á landi. Ungmenni virðist oft og tíðum ekki átta sig á þeim hættum og afleiðingum sem fylgi beitingu vopna. Þörf sé á samstilltu átaki til að bregðast við vandanum. Á fimmtudag lést pólskur karlmaður á þrítugsaldri eftir að hafa verið stunginn. Fjórir einstaklingar eru í haldi vegna málsins, þar af þrír undir 18 ára aldri. Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræði við Háskóla Íslands telur að gera þurfi ungu fólki grein fyrir þeim hættum og afleiðingum sem fylgja burði og beitingu vopna. „Þetta er ekki bara grín. Það er mikil alvara á ferðum og það þarf í raun og veru ekki nema eina hnífstungu og þá getu bani hlotist af, eins og því miður gerðist hjá okkur í síðustu viku,“ segir Helgi. Aukin harka mætir minna ofbeldisþoli Helgi telur ákveðna skautun vera að eiga sér stað, þar sem í samfélaginu sem heild sé sífellt minni þolinmæði fyrir beitingu ofbeldis af hvaða tagi sem er. „Á sama tíma virðist vera að gerast á meðal ungmenna, einkum karla, oft á jaðrinum, þar kemur upp þessi hugmynd að það sé bara eðlilegt og réttlætanlegt að bera vopn af ýmsu tagi. Og ekki bara bera þessi vopn, heldur líka jafnvel beita þeim ef upp kemur ágreiningur af einhverju tagi eða átök.“ Þessa hugmyndafræði þurfi að uppræta með auknu eftirliti en einnig fræðslu. „Það þurfa margir að taka þátt í þessu, að uppræta þennan vopnaburð og þessa hugmyndafræði sem hvílir að baki. Það er í sjálfu sér ekki bara einn aðili, löggæslan, sem getur gert þetta. Heldur verða líka að koma til skólayfirvöld, fjölskyldan, afþreyingarmiðstöðvar og fleira af því tagi, til að gera okkur öllum, og sérstaklega ungmennum, grein fyrir því hvað þarna er í húfi.“ Hafnarfjörður Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Börn og uppeldi Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Á fimmtudag lést pólskur karlmaður á þrítugsaldri eftir að hafa verið stunginn. Fjórir einstaklingar eru í haldi vegna málsins, þar af þrír undir 18 ára aldri. Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræði við Háskóla Íslands telur að gera þurfi ungu fólki grein fyrir þeim hættum og afleiðingum sem fylgja burði og beitingu vopna. „Þetta er ekki bara grín. Það er mikil alvara á ferðum og það þarf í raun og veru ekki nema eina hnífstungu og þá getu bani hlotist af, eins og því miður gerðist hjá okkur í síðustu viku,“ segir Helgi. Aukin harka mætir minna ofbeldisþoli Helgi telur ákveðna skautun vera að eiga sér stað, þar sem í samfélaginu sem heild sé sífellt minni þolinmæði fyrir beitingu ofbeldis af hvaða tagi sem er. „Á sama tíma virðist vera að gerast á meðal ungmenna, einkum karla, oft á jaðrinum, þar kemur upp þessi hugmynd að það sé bara eðlilegt og réttlætanlegt að bera vopn af ýmsu tagi. Og ekki bara bera þessi vopn, heldur líka jafnvel beita þeim ef upp kemur ágreiningur af einhverju tagi eða átök.“ Þessa hugmyndafræði þurfi að uppræta með auknu eftirliti en einnig fræðslu. „Það þurfa margir að taka þátt í þessu, að uppræta þennan vopnaburð og þessa hugmyndafræði sem hvílir að baki. Það er í sjálfu sér ekki bara einn aðili, löggæslan, sem getur gert þetta. Heldur verða líka að koma til skólayfirvöld, fjölskyldan, afþreyingarmiðstöðvar og fleira af því tagi, til að gera okkur öllum, og sérstaklega ungmennum, grein fyrir því hvað þarna er í húfi.“
Hafnarfjörður Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Börn og uppeldi Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent