„Það þarf ekki nema eina hnífstungu“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. apríl 2023 21:00 Helgi Gunnlaugsson er prófessor í afbrotafræði við Háskóla Íslands. Vísir/Arnar Afbrotafræðingur segir hugmyndafræði um að vopnaburður og beiting vopna séu eðlileg hafa náð fótfestu hjá hópum ungmenna hér á landi. Ungmenni virðist oft og tíðum ekki átta sig á þeim hættum og afleiðingum sem fylgi beitingu vopna. Þörf sé á samstilltu átaki til að bregðast við vandanum. Á fimmtudag lést pólskur karlmaður á þrítugsaldri eftir að hafa verið stunginn. Fjórir einstaklingar eru í haldi vegna málsins, þar af þrír undir 18 ára aldri. Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræði við Háskóla Íslands telur að gera þurfi ungu fólki grein fyrir þeim hættum og afleiðingum sem fylgja burði og beitingu vopna. „Þetta er ekki bara grín. Það er mikil alvara á ferðum og það þarf í raun og veru ekki nema eina hnífstungu og þá getu bani hlotist af, eins og því miður gerðist hjá okkur í síðustu viku,“ segir Helgi. Aukin harka mætir minna ofbeldisþoli Helgi telur ákveðna skautun vera að eiga sér stað, þar sem í samfélaginu sem heild sé sífellt minni þolinmæði fyrir beitingu ofbeldis af hvaða tagi sem er. „Á sama tíma virðist vera að gerast á meðal ungmenna, einkum karla, oft á jaðrinum, þar kemur upp þessi hugmynd að það sé bara eðlilegt og réttlætanlegt að bera vopn af ýmsu tagi. Og ekki bara bera þessi vopn, heldur líka jafnvel beita þeim ef upp kemur ágreiningur af einhverju tagi eða átök.“ Þessa hugmyndafræði þurfi að uppræta með auknu eftirliti en einnig fræðslu. „Það þurfa margir að taka þátt í þessu, að uppræta þennan vopnaburð og þessa hugmyndafræði sem hvílir að baki. Það er í sjálfu sér ekki bara einn aðili, löggæslan, sem getur gert þetta. Heldur verða líka að koma til skólayfirvöld, fjölskyldan, afþreyingarmiðstöðvar og fleira af því tagi, til að gera okkur öllum, og sérstaklega ungmennum, grein fyrir því hvað þarna er í húfi.“ Hafnarfjörður Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Börn og uppeldi Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Fleiri fréttir Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Sjá meira
Á fimmtudag lést pólskur karlmaður á þrítugsaldri eftir að hafa verið stunginn. Fjórir einstaklingar eru í haldi vegna málsins, þar af þrír undir 18 ára aldri. Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræði við Háskóla Íslands telur að gera þurfi ungu fólki grein fyrir þeim hættum og afleiðingum sem fylgja burði og beitingu vopna. „Þetta er ekki bara grín. Það er mikil alvara á ferðum og það þarf í raun og veru ekki nema eina hnífstungu og þá getu bani hlotist af, eins og því miður gerðist hjá okkur í síðustu viku,“ segir Helgi. Aukin harka mætir minna ofbeldisþoli Helgi telur ákveðna skautun vera að eiga sér stað, þar sem í samfélaginu sem heild sé sífellt minni þolinmæði fyrir beitingu ofbeldis af hvaða tagi sem er. „Á sama tíma virðist vera að gerast á meðal ungmenna, einkum karla, oft á jaðrinum, þar kemur upp þessi hugmynd að það sé bara eðlilegt og réttlætanlegt að bera vopn af ýmsu tagi. Og ekki bara bera þessi vopn, heldur líka jafnvel beita þeim ef upp kemur ágreiningur af einhverju tagi eða átök.“ Þessa hugmyndafræði þurfi að uppræta með auknu eftirliti en einnig fræðslu. „Það þurfa margir að taka þátt í þessu, að uppræta þennan vopnaburð og þessa hugmyndafræði sem hvílir að baki. Það er í sjálfu sér ekki bara einn aðili, löggæslan, sem getur gert þetta. Heldur verða líka að koma til skólayfirvöld, fjölskyldan, afþreyingarmiðstöðvar og fleira af því tagi, til að gera okkur öllum, og sérstaklega ungmennum, grein fyrir því hvað þarna er í húfi.“
Hafnarfjörður Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Börn og uppeldi Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Fleiri fréttir Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Sjá meira