Búið er að skipta dönsku úrvalsdeildinni í tvennt þar sem efri sex liðin berjast um meistaratitilinn sem og sæti sem gefa þátttökurétt í Evrópukeppnum á næsta tímabili og stendur FC Kaupmannahöfn vel að vígi í þeirri baráttu.
Eins og staðan er núna er aðal baráttan um danska meistaratitilinn á milli FC Kaupmannahafnar, sem er í efsta sæti, og Nordsjælland.
Nordsjælland fór illa að ráði sínu fyrr í dag og tapaði leik sínum gegn Viborg.
FC Kaupmannahöfn fékk því kjörið tækifæri til þess að breikka bilið milli sín og Nordsjælland og jú tókst að auka það um eitt stig en hefðu alltaf kosið að geta aukið það um þrjú stig.
Eftir leiki dagsins er staðan sú að FC Kaupmannahöfn situr í efsta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með 49 stig, tveimur stigum meira en Nordsjælland og hafa liðin leikið jafn marga leiki.
Hákon Arnar Haraldsson var í byrjunarliði FC Kaupmannahafnar í dag, Ísak Bergmann Jóhannesson kom inn sem varamaður í seinni hálfleik og þá var Mikael Neville Anderson í byrjunarliði AGF.