Erlent

Lést af sárum sínum eftir árás hunds

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Nágranni fórnarlambsins segir hundinn hafa verið óðan.
Nágranni fórnarlambsins segir hundinn hafa verið óðan. Getty Images

Karlmaður lést í Derby á Englandi í gær eftir árás hunds. Lögregla aflífaði hundinn á vettvangi.

Hundurinn réðst á manninn í heimahúsi á Cameron Road, nálægt miðbæ Derby. 53 ára gamall karlmaður er í haldi lögreglu, grunaður um brot á reglugerð um dýrahald vegna hundsins.

Nágranni fórnarlambsins segir við Sun að hundurinn hafi verið mjög hættulegur. Hinn látni hafi reglulega farið með hundinn í göngutúr en enga stjórn haft á honum.

Eins og fyrr segir aflífaði lögregla hundinn á vettvangi, þar sem hann var talinn ógna lífi og heilbrigði lögreglumanna. Independent greinir frá því að aðeins vika sé síðan sex voru fluttir á spítala eftir árás tveggja hunda nálægt leikskóla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×