Mátti ekki reka rafvirkja fyrir að drekka í vinnunni Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 23. apríl 2023 20:47 Myndin er ekki af umræddum manni, rafvirkjanum sem vinnuveitandinn vildi meina að væri helst til drykkfelldur. Getty Images Dómstóll á Spáni hefur dæmt vinnuveitanda rafvirkja til að bjóða honum fyrra starf sitt, ella greiða honum rúmar sjö milljónir króna. Maðurinn var rekinn fyrir að drekka ítrekað í vinnunni. Rafvirkinn hafði unnið fyrir fyrirtæki, rafvirkjaþjónustu, í 27 ár. Af einhverri ástæðu sá vinnuveitandinn tilefni til að ráða einkaspæjara til að fylgjast með manninum á vinnutíma. Samkvæmt uppsagnarbréfi átti maðurinn að hafa drukkið margoft í vinnunni. Það skapaði töluverða hættu og þá var einnig talið óforsvaranlegt að rafvirkinn æki fyrirtækjabílnum undir áhrifum. Skýrsla einkaspæjarans var höfð að leiðarljósi við uppsögnina, sem fylgdist með rafvirkjanum í nokkra daga í júlí árið 2021. Brauðhleifur, fjórar dósir af San Miguel og eins lítra flaska af bjórnum Estrella. Þetta átti maðurinn að hafa keypt um hádegisbil á vinnutíma hinn 5. júlí. Rúmum tveimur vikum síðar sagðist einkaspæjarinn hafa séð rafvirkjann drekka lítinn bjór fyrir hádegismat, og svo þrjú rauðvínsglös og eitt skot af brandí með matnum. Nokkur sambærileg atvik voru tiltekin í skýrslunni. Dómstóll í Murcia taldi uppsögnina ólögmæta. Hvergi hafi komið fram í skýrslu einkaspæjarans að rafvirkinn hagað sér klaufalega eða í raun virst undir áhrifum. Hann hafi nánast alltaf drukkið áfengi á matartíma í vinnunni, og þá oft ásamt öðrum vinnufélögum, og það eitt og sér teldist ekki athugavert. Hafa bæri í huga að þetta hafi verið í miðjum júlímánuði á Spáni, þar sem hitinn setti gjarnan strik í reikninginn. Þá væri heldur ekki sýnt fram á að hann hafi ekið fyrirtækjabílnum yfir leyfilegum áfengismörkum. Eins og fyrr segir ber fyrirtækinu að setja rafvirkjann aftur í sitt gamla starf - eða greiða honum rúmar sjö milljónir króna, að því er fram kemur hjá Guardian. Spánn Áfengi og tóbak Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Rafvirkinn hafði unnið fyrir fyrirtæki, rafvirkjaþjónustu, í 27 ár. Af einhverri ástæðu sá vinnuveitandinn tilefni til að ráða einkaspæjara til að fylgjast með manninum á vinnutíma. Samkvæmt uppsagnarbréfi átti maðurinn að hafa drukkið margoft í vinnunni. Það skapaði töluverða hættu og þá var einnig talið óforsvaranlegt að rafvirkinn æki fyrirtækjabílnum undir áhrifum. Skýrsla einkaspæjarans var höfð að leiðarljósi við uppsögnina, sem fylgdist með rafvirkjanum í nokkra daga í júlí árið 2021. Brauðhleifur, fjórar dósir af San Miguel og eins lítra flaska af bjórnum Estrella. Þetta átti maðurinn að hafa keypt um hádegisbil á vinnutíma hinn 5. júlí. Rúmum tveimur vikum síðar sagðist einkaspæjarinn hafa séð rafvirkjann drekka lítinn bjór fyrir hádegismat, og svo þrjú rauðvínsglös og eitt skot af brandí með matnum. Nokkur sambærileg atvik voru tiltekin í skýrslunni. Dómstóll í Murcia taldi uppsögnina ólögmæta. Hvergi hafi komið fram í skýrslu einkaspæjarans að rafvirkinn hagað sér klaufalega eða í raun virst undir áhrifum. Hann hafi nánast alltaf drukkið áfengi á matartíma í vinnunni, og þá oft ásamt öðrum vinnufélögum, og það eitt og sér teldist ekki athugavert. Hafa bæri í huga að þetta hafi verið í miðjum júlímánuði á Spáni, þar sem hitinn setti gjarnan strik í reikninginn. Þá væri heldur ekki sýnt fram á að hann hafi ekið fyrirtækjabílnum yfir leyfilegum áfengismörkum. Eins og fyrr segir ber fyrirtækinu að setja rafvirkjann aftur í sitt gamla starf - eða greiða honum rúmar sjö milljónir króna, að því er fram kemur hjá Guardian.
Spánn Áfengi og tóbak Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira