Íslenski boltinn

Jón Þórir: Guðmundur Andri viðurkenndi að það var lítil sem engin snerting

Hjörvar Ólafsson skrifar
Jón Þórir Sveinsson var ekki sáttur í leikslok.
Jón Þórir Sveinsson var ekki sáttur í leikslok. Vísir/Diego

Jón Þórir Sveinsson, þjálfari Fram, fannst frammistaða lærisveina sinna verðskulda stig þegar lið hans laut í lægra haldi fyrir Val í þriðju umferð Bestu deildar karla í fótbolta í Úlfarsárdalnum í kvöld. 

„Mér fannst við hafa töluverða yfirburði heilt yfir í þessum og stýra þessum leik. Við komumst yfir en svo jafna þeir úr víti sem var aldri vítaspyrna. Ég ræddi við Guðmund Andra og hann staðfesti að það var lítil sem engin snerting,“ sagði Jón Þórir Sveinsson, þjálfari Fram að leik loknum. 

„Það er svekkjandi að hafa ekki náð í sti g í þessum leik og mér finnst við verðskulda að vera með meira en tvö stig eftir fyrstu þrjá leikina. Svona er hins vegar bara fótboltinn, hann er ekki alltaf sanngjarn. Það er hins vegar margt sem við getum byggt á fyrir framhaldið úr þessum leik,“ sagði reynsluboltinn. 

Jón Þórir hrósaði Benjamíni Jónssyni sem stóð á milli stanganna hjá Framliðinu í sínum fyrsta leik í efstu deild í fjarveru Ólafs Íshólms Ólafssonar sem var lítillega meiddur: „Benjamín stóða sig bara vel og gat ekkert gert í þessum mörkum. Hann var öruggur í sínum aðgerðum og varði nokkrum sinnum frábærlega," sagði Jón Þórir um hinn tvítuga markvörð. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×