Innlent

LungA skólinn á Seyðisfirði fagnar 10 ára afmæli í ár

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Björt Sigurfinnsdóttir, skólastjóri LungA skólans.
Björt Sigurfinnsdóttir, skólastjóri LungA skólans. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Mikill áhugi er á námi í LungA skólanum á Seyðisfirði, sem er eini lista lýðskóli landsins og fagnar tíu ára afmæli sínu í ár. 

Seyðisfjörður er fallegt þorp á Austurlandi þar sem íbúarnir eru um 700. Regnbogagatansem liggur að Seyðisfjarðarkirkju, sem einnig er kölluð Bláa kirkjan er líklega mest myndaða gata landsins. Þá siglir ferjan Norræna til Seyðisfjarðar og farþegar hennar eru duglegir að ganga um þorpið og skoða það sem fyrir augum ber. Seyðisfjörður er líka þekktur fyrir litskrúðug hús og menning og listir blómstra þar eins og svo víða í þorpum á Austurlandi.

LungA skólinn, sem fagnar 10 ára afmælinu sínu í ár er líka á Seyðisfirði en það er eini lista lýðskólinn á íslandi og lengi vel eini lýðskólinn.

„Þetta er skóli, sem fókusar á listnám. Það kemur mikið af erlendum nemendum til okkar og töluvert meiri áhugi en pláss er fyrir,” segir Björt Sigurfinnsdóttir, skólastjóri skólans.

Seyðisfjörður er fallegt þorp á Austurlandi þar sem íbúarnir eru um 700Magnús Hlynur Hreiðarsson

Og eina bíóið á Austurlandi er á Seyðisfirði í Herðubreið.

„Það eru bíósýningar allar helgar en á föstudögum erum við með nýjustu myndirnar fyrir fjölskyldur á sunnudögum erum við með barnasýningar,” segir Sesselja Hlín Jónsdóttir, bíóstjóri.

Og er góð aðsókn í bíóið?

„Já, mjög góð, það eru alltaf teiknimyndirnar, sem ná okkur. Við lentum í því þegar Minions var sýnt að það komu 250 manns og við erum bara með sæti fyrir 120, þannig að við þurftum að stóla allan salinn og sýningin var 50 mínútum of sein, ég var sveitt í gegnum öll fötin mín, þetta var rosalegt augnablik”, bætir Sesselja Hlín við hlægjandi.

Sesselja Hlín Jónsdóttir, bíóstjóri í Herðubreið, eina bíóinu á Austurlandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson

Hægt er að nálgast þáttinn í heild sinn á Stöð 2+




Fleiri fréttir

Sjá meira


×