Þetta staðfestir Sigurður Skarphéðinsson, varaslökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja, í samtali við fréttastofu. Hann segir að útkallið hafi borist tíu mínútur yfir tvö í nótt og að mikill eldur hafi verið í bátnum.
„Slökkvistarf stendur enn yfir. Báturinn var færður, hann var farinn að halla mikið og var dreginn lengra inn í höfnina, eiginlega bara upp í fjöru. Hafnsögubáturinn var notaður í það, að ýta honum þangað. Þegar því er lokið verður vettvangurinn afhentur lögreglu til rannsóknar,“ segir Sigurður.
Uppfært klukkan 10:50: Upphaflega kom fram að mennirnir hefðu verið þrír um borð. Skipstjórinn staðfestir í samtali við fréttastofu að þeir hafi verið sjö talsins.