Velja kviðdómendur í nauðgunarmáli Trump Kjartan Kjartansson skrifar 25. apríl 2023 08:56 Carroll (t.h.) sakar Trump (t.v.) um að hafa ráðist á síg í stórverslun og nauðgað sér árið 1995 eða 1996. AP/samsett Byrjað verður að velja kviðdómendur í máli E. Jean Carroll, fyrrverandi pistlahöfundar, gegn Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í New York í dag. Carroll sakar Trump um að hafa nauðgað sér í stórverslun í borginni á 10. áratugnum. Ekki er búist við því að Trump verði viðstaddur réttarhöldin og honum er það ekki skylt. Lögmenn hans óskuðu eftir að kviðdómendum yrði sagt að hann hafi viljað hlífa New York-borg við röskunum sem viðvera hans og tilheyrandi öryggisgæsla hefði skapað. Dómarinn hafnaði þeirri ósk. Auk Carroll munu tvær aðrar konur sem segjast hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu Trump bera vitni. Jessica Leeds sakar Trump um að hafa reynt að stinga hönd sinni upp undir pilsið sitt þegar þau sátu hlið við hlið í flugvél árið 1979. Natasha Stoynoff, fyrrvearndi blaðamaður hjá tímaritinu People, segir Trump hafa þrýst sér upp að vegg og kisst hana með valdi heima hjá honum í Flórída þegar hún ætlaði að taka viðtal við hann árið 2005. 'Í fjarveru Trump er líklegt að kviðdómendum verði sýnd upptaka af skýrslu sem hann gaf í aðdraganda réttarhaldanna. Einnig verður alræmd upptaka af Trump tala fjálglega um hvernig hann gæti beitt konur kynferðisofbeldi án afleiðinga spiluð. Upptakan verð við tökur á þáttunum „Access Hollywood“ árið 2005 og varð opinber skömmu fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Segir hann hafa nauðgað sér í skiptiklefa stórverslunar Ásakanirnar sem málið snýst um setti Carroll fyrst fram í endurminningum sínum sem komu út árið 2019. Hún hafi rekist á Trump, sem þá var þekktur kaupsýslumaður, í stórversluninni Bergdorf Goodman á Manhattan. Trump hafi boðið henni að hjálpa sér við að versla kvenmannsnærföt sem gjöf. Þau hafi endað ein saman í skiptiklefa sem Trump hafi þrýst henni upp að vegg og nauðgað henni. Trump hefur neitað þessu og jafnvel fullyrt að hann hafi ekki þekkt Carroll sem var pistlahöfundur fyrir tímaritið Elle. Hann hefur gengið enn lengra og kallað Carroll „klikkhaus“ sem hafi logið upp á hann til að selja fleiri eintök af bókinni sinni. Svo gamalt brot væri alla jafna fyrnt en New York-ríki samþykkti ný lög í nóvember sem gera fórnarlömbum kynferðisofbeldis kleift að höfða einkamál vegna gamalla mála. Í málinu verður einnig tekin fyrir meiðyrðakrafa Carroll gegn Trump vegna ummæla sem hann viðhafði um hana eftir að hún sakaði hann um nauðgun. Donald Trump Kynferðisofbeldi MeToo Bandaríkin Tengdar fréttir Trump formlega kærður fyrir nauðgun í New York Bandarísk blaðakonan E Jean Carroll hefur nú formlega lögsótt Donald Trump fyrrverandi forseta Bandaríkjanna fyrir dómstól í New York ríki. 25. nóvember 2022 07:25 Trump bar vitni í nauðgunarmáli í dag Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, bar í dag vitni vegna málaferla rithöfundarins E. Jean Carroll, sem hefur sakað hann um nauðgun. Þetta var í fyrsta sinn sem lögmenn hennar gátu spurt forsetann fyrrverandi spurninga þar sem hann er eiðsvarinn. 19. október 2022 23:31 Hefur fengið fjölda líflátshótana eftir að hún sakaði Trump um nauðgun Pistlahöfundurinn E Jean Carroll segist sofa með hlaðna byssu í seilingarfjarlægð vegna hótana sem henni hafa borist eftir að hún steig fram og sakaði Donald Trump Bandaríkjaforseta um nauðgun. 12. júlí 2019 23:04 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki Sjá meira
Ekki er búist við því að Trump verði viðstaddur réttarhöldin og honum er það ekki skylt. Lögmenn hans óskuðu eftir að kviðdómendum yrði sagt að hann hafi viljað hlífa New York-borg við röskunum sem viðvera hans og tilheyrandi öryggisgæsla hefði skapað. Dómarinn hafnaði þeirri ósk. Auk Carroll munu tvær aðrar konur sem segjast hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu Trump bera vitni. Jessica Leeds sakar Trump um að hafa reynt að stinga hönd sinni upp undir pilsið sitt þegar þau sátu hlið við hlið í flugvél árið 1979. Natasha Stoynoff, fyrrvearndi blaðamaður hjá tímaritinu People, segir Trump hafa þrýst sér upp að vegg og kisst hana með valdi heima hjá honum í Flórída þegar hún ætlaði að taka viðtal við hann árið 2005. 'Í fjarveru Trump er líklegt að kviðdómendum verði sýnd upptaka af skýrslu sem hann gaf í aðdraganda réttarhaldanna. Einnig verður alræmd upptaka af Trump tala fjálglega um hvernig hann gæti beitt konur kynferðisofbeldi án afleiðinga spiluð. Upptakan verð við tökur á þáttunum „Access Hollywood“ árið 2005 og varð opinber skömmu fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Segir hann hafa nauðgað sér í skiptiklefa stórverslunar Ásakanirnar sem málið snýst um setti Carroll fyrst fram í endurminningum sínum sem komu út árið 2019. Hún hafi rekist á Trump, sem þá var þekktur kaupsýslumaður, í stórversluninni Bergdorf Goodman á Manhattan. Trump hafi boðið henni að hjálpa sér við að versla kvenmannsnærföt sem gjöf. Þau hafi endað ein saman í skiptiklefa sem Trump hafi þrýst henni upp að vegg og nauðgað henni. Trump hefur neitað þessu og jafnvel fullyrt að hann hafi ekki þekkt Carroll sem var pistlahöfundur fyrir tímaritið Elle. Hann hefur gengið enn lengra og kallað Carroll „klikkhaus“ sem hafi logið upp á hann til að selja fleiri eintök af bókinni sinni. Svo gamalt brot væri alla jafna fyrnt en New York-ríki samþykkti ný lög í nóvember sem gera fórnarlömbum kynferðisofbeldis kleift að höfða einkamál vegna gamalla mála. Í málinu verður einnig tekin fyrir meiðyrðakrafa Carroll gegn Trump vegna ummæla sem hann viðhafði um hana eftir að hún sakaði hann um nauðgun.
Donald Trump Kynferðisofbeldi MeToo Bandaríkin Tengdar fréttir Trump formlega kærður fyrir nauðgun í New York Bandarísk blaðakonan E Jean Carroll hefur nú formlega lögsótt Donald Trump fyrrverandi forseta Bandaríkjanna fyrir dómstól í New York ríki. 25. nóvember 2022 07:25 Trump bar vitni í nauðgunarmáli í dag Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, bar í dag vitni vegna málaferla rithöfundarins E. Jean Carroll, sem hefur sakað hann um nauðgun. Þetta var í fyrsta sinn sem lögmenn hennar gátu spurt forsetann fyrrverandi spurninga þar sem hann er eiðsvarinn. 19. október 2022 23:31 Hefur fengið fjölda líflátshótana eftir að hún sakaði Trump um nauðgun Pistlahöfundurinn E Jean Carroll segist sofa með hlaðna byssu í seilingarfjarlægð vegna hótana sem henni hafa borist eftir að hún steig fram og sakaði Donald Trump Bandaríkjaforseta um nauðgun. 12. júlí 2019 23:04 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki Sjá meira
Trump formlega kærður fyrir nauðgun í New York Bandarísk blaðakonan E Jean Carroll hefur nú formlega lögsótt Donald Trump fyrrverandi forseta Bandaríkjanna fyrir dómstól í New York ríki. 25. nóvember 2022 07:25
Trump bar vitni í nauðgunarmáli í dag Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, bar í dag vitni vegna málaferla rithöfundarins E. Jean Carroll, sem hefur sakað hann um nauðgun. Þetta var í fyrsta sinn sem lögmenn hennar gátu spurt forsetann fyrrverandi spurninga þar sem hann er eiðsvarinn. 19. október 2022 23:31
Hefur fengið fjölda líflátshótana eftir að hún sakaði Trump um nauðgun Pistlahöfundurinn E Jean Carroll segist sofa með hlaðna byssu í seilingarfjarlægð vegna hótana sem henni hafa borist eftir að hún steig fram og sakaði Donald Trump Bandaríkjaforseta um nauðgun. 12. júlí 2019 23:04