Íslenski boltinn

Sjáðu mar­ka­flóðið í Garða­bæ, öruggan sigur Víkinga og fyrsta sigur Fylkis

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Logi skoraði glæsilegt mark gegn KR.
Logi skoraði glæsilegt mark gegn KR. Vísir/Hulda Margrét

Segja má að sóknarleikur Bestu deildar karla í knattspyrnu hafi staðið undir nafni deildarinnar í gær, mánudag. Alls voru 18 mörk skoruð í aðeins þremur leikjum.

Þriðju umferð Bestu deildar karla lauk í gær með frábærum leikjum. Stjörnumenn voru stigalausir fyrir leik sinn gegn nýliðum HK en segja má að sá leikur hafi haft allt. Stjarnan vann ótrúlegan 5-4 sigur í leik þar sem mark var dæmt af, víti fór forgörðum og rauða spjaldið fór á loft.

Klippa: Besta deild karla: Stjarnan 5-4 HK

Í Víkinni unnu bikarmeistarar Víkings frábæran 3-0 sigur á KR. Var þetta fyrsti deildarsigur Víkinga á heimavelli gegn KR síðan árið 2016. Lærisveinar Arnars Gunnlaugssonar hafa byrjað mótið frábærlega og eru eina  liðið með fullt hús stiga.

Klippa: Besta deild karla: Víkingur 3-0 KR

Í Lautinni í Árbænum var FH í heimsókn. Nýliðar Fylkis höfðu ekki farið vel af stað en sýndu klærarnar í gær og unnu 4-2 sigur í kaflaskiptum leik.

Klippa: Besta deild karla: Fylkir 4-2 FH

Hér má sjá mörkin úr 2-1 sigri ÍBV á Íslandsmeisturum Breiðabliks og úr 3-1 sigri Vals á Fram.


Tengdar fréttir

Ísak Andri: Erum með öflugt vopnabúr í sóknarleiknum

Ísak Andri Sigurgeirsson skilaði svo sannarlega góðu kvöldverki þegar lið hans, Stjarnan, bar sigurorð af HK, 5-4, í þriðju umferð Bestu deildar karla í fótbolta á Samsung-vellinum í kvöld. Ísak Andri lagði upp þrjú mörk og skoraði eitt sjálfur. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×