Skipstjórinn um brunann í Njarðvík: Hinn látni pólskur og hefði orðið fimmtugur á árinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. apríl 2023 10:07 Einn lést í brunanum í nótt. Báturinn, Grímsnes GK-555, liggur nú við bryggju. Vísir/Egill Karlmaður sem lést í skipsbruna í Njarðvíkurhöfn í nótt var pólskur og hefði orðið fimmtugur á þessu ári. Hann lætur eftir sig eiginkonu og unglingsson í Póllandi. Þetta segir Sigvaldi Hólmgrímsson, skipstjóri bátsins, í samtali við fréttastofu. Tilkynning barst um brunann tíu mínútur yfir tvö í nótt og var þá mikill eldur í bátnum, Grímsnesi GK-555, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði. Skipstjórinn, Sigvaldi, segir í samtali við fréttastofu að sjö hafi verið um borð, en ekki þrír eins og kom fram hjá Brunavörnum Suðurnesja. „Við vorum að fara að sigla út í morgun þannig að áhöfnin var eiginlega öll um borð sofandi,“ segir Sigvaldi í samtali við fréttastofu. Fjórir hafi komist út af sjálfsdáðum og ómeiddir. Tveir voru fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þar sem öðrum er haldið sofandi. Sigvaldi telur að honum verði haldið sofandi í það minnsta til morguns. Þá hafi annar mannanna hlotið brunasár á baki. Töluverður eldur var um borð í bátnum.Vísir/Egill Einn karlmaður lést um borð, sem Sigvaldi segir kokkinn á bátnum. Hann hefði orðið fimmtugur á þessu ári, er pólskur en hafði starfað um borð í Grímsnesi í um áratug og lætur eftir sig konu og unglingsson í Póllandi. „Hann hefur búið á Íslandi í að verða tvo áratugi örugglega. Hann flutti með fjölskylduna heim til Póllands þegar konan hans veiktist en hefur starfað hérna þrátt fyrir það, fyrir utan eitt ár í Covid. Hann er örugglega búinn að vera hjá mér í tíu ár,“ segir Sigvaldi. Mikil sorg ríki meðal áhafnarinnar. Að neðan má sjá myndefni frá vettvangi í morgun. Enn sé óljóst hvað gerðist í nótt. Þá hafi hvorki lögregla né slökkvilið rætt við hann. „Ég er búinn að heyra mismunandi sögur frá öllum mínum mönnum. Þegar svona gerist þá ertu ekki að hugsa um neitt annað en að koma þér út. Það var svo mikill eldur um borð að mér skilst að þeir hafi varla séð út úr augum,“ segir Sigvaldi. Stutt er síðan Grímsnes komst síðast í fréttir en þá var það vegna skipverjans Guðmundar Elís Sigurvinssonar, sem var handtekinn eftir að hafa smyglað fimmtán ára gamalli stúlku um borð í bátinn í Vestmannaeyjum. Í kjölfarið rak Sigvaldi Guðmund. Reykjanesbær Lögreglumál Slökkvilið Eldsvoði í Grímsnesi GK555 Tengdar fréttir Einn lést þegar bátur brann í Njarðvíkurhöfn í nótt Einn lést þegar bátur brann í Njarðvíkurhöfn í nótt. Sjö voru um borð þegar eldurinn kom upp og þurfti að flytja tvo þeirra á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Endurlífgunartilraunir á þeim þriðja báru ekki árangur. 25. apríl 2023 06:45 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fleiri fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Sjá meira
Tilkynning barst um brunann tíu mínútur yfir tvö í nótt og var þá mikill eldur í bátnum, Grímsnesi GK-555, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði. Skipstjórinn, Sigvaldi, segir í samtali við fréttastofu að sjö hafi verið um borð, en ekki þrír eins og kom fram hjá Brunavörnum Suðurnesja. „Við vorum að fara að sigla út í morgun þannig að áhöfnin var eiginlega öll um borð sofandi,“ segir Sigvaldi í samtali við fréttastofu. Fjórir hafi komist út af sjálfsdáðum og ómeiddir. Tveir voru fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þar sem öðrum er haldið sofandi. Sigvaldi telur að honum verði haldið sofandi í það minnsta til morguns. Þá hafi annar mannanna hlotið brunasár á baki. Töluverður eldur var um borð í bátnum.Vísir/Egill Einn karlmaður lést um borð, sem Sigvaldi segir kokkinn á bátnum. Hann hefði orðið fimmtugur á þessu ári, er pólskur en hafði starfað um borð í Grímsnesi í um áratug og lætur eftir sig konu og unglingsson í Póllandi. „Hann hefur búið á Íslandi í að verða tvo áratugi örugglega. Hann flutti með fjölskylduna heim til Póllands þegar konan hans veiktist en hefur starfað hérna þrátt fyrir það, fyrir utan eitt ár í Covid. Hann er örugglega búinn að vera hjá mér í tíu ár,“ segir Sigvaldi. Mikil sorg ríki meðal áhafnarinnar. Að neðan má sjá myndefni frá vettvangi í morgun. Enn sé óljóst hvað gerðist í nótt. Þá hafi hvorki lögregla né slökkvilið rætt við hann. „Ég er búinn að heyra mismunandi sögur frá öllum mínum mönnum. Þegar svona gerist þá ertu ekki að hugsa um neitt annað en að koma þér út. Það var svo mikill eldur um borð að mér skilst að þeir hafi varla séð út úr augum,“ segir Sigvaldi. Stutt er síðan Grímsnes komst síðast í fréttir en þá var það vegna skipverjans Guðmundar Elís Sigurvinssonar, sem var handtekinn eftir að hafa smyglað fimmtán ára gamalli stúlku um borð í bátinn í Vestmannaeyjum. Í kjölfarið rak Sigvaldi Guðmund.
Reykjanesbær Lögreglumál Slökkvilið Eldsvoði í Grímsnesi GK555 Tengdar fréttir Einn lést þegar bátur brann í Njarðvíkurhöfn í nótt Einn lést þegar bátur brann í Njarðvíkurhöfn í nótt. Sjö voru um borð þegar eldurinn kom upp og þurfti að flytja tvo þeirra á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Endurlífgunartilraunir á þeim þriðja báru ekki árangur. 25. apríl 2023 06:45 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fleiri fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Sjá meira
Einn lést þegar bátur brann í Njarðvíkurhöfn í nótt Einn lést þegar bátur brann í Njarðvíkurhöfn í nótt. Sjö voru um borð þegar eldurinn kom upp og þurfti að flytja tvo þeirra á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Endurlífgunartilraunir á þeim þriðja báru ekki árangur. 25. apríl 2023 06:45