Súdanski herinn sagður hafa rofið vopnahlé Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. apríl 2023 14:43 Þó svo að vopnahléi hafi verið komið á í Súdan í gærkvöldi hafa átök geisað í dag. AP Photo/Marwan Ali Vígasveitir RSF segja súdanska stjórnarherinn hafa rofið vopnahlé sem samþykkt var seint í gærkvöldi. Skothvellir hafa heyrst í höfuðborginni Khartoum og í Omdurman í dag. Bresk stjórnvöld hafa biðlað til ríkisborgara sinna að halda þegar í stað á flugvöll norður af höfuðborginni þaðan sem þeim verður flogið beinustu leið til Kýpur og svo Bretlands. Undanfarna tíu daga hafa hörð átök geisað milli vígasveita RSF og súdanska stjórnarhersins. Deilurnar snúast að valdtöku hersins fyrir um einu og hálfu ári síðan. Herinn hefur frá valdtöku heitið því að láta af völdum og koma á þjóðstjórn en ekki staðið við þau loforð. Hundruð hafa fallið og þúsundir særst í átökum síðustu daga auk þess sem fjöldi fólks hefur flúið heimili sín og til nágrannaríkja. Um helgina réðust ýmis ríki í drastískar aðgerðir til að koma erindrekum sínum frá landinu. Bandaríkin sendu sérsveitir sjó- og flughersins á herþyrlum til að sækja sendiráðsstarfsmenn og fjölskyldur þeirra og Bretland og Grikkland auk annarra ríkja fylgdu fast á hæla. Stríðandi fylkingar samþykktu í gær að leggja niður vopn í 72 klukkustundir í það minnsta en svo virðist sem þau skilaboð hafi ekki borist til allra. Leiðtogar RSF segja í yfirlýsingu að súdanski stjórnarherinn hafi ekki staðið við orð sín. „Súdanski stjórnarherinn hefur rofið vopnahléð með því að halda áfram loftárásum á Khartoum. Það er skýrt brot á vopnahlé. Þetta er skýrt merki um að það er engin miðstjórn í stjórnarhernum og ákvarðanir eru teknar í hverju horni,“ segir Mohamed Hamdan Dagalo, leiðtogi RSF, í yfirlýsingu. Japanski herinn flaug í nótt með japanska ríkisborgara frá Súdan til Djíbútí. AP/Kyodo News „Við hvetjum súdanska stjórnarherinn til að virða vopnahléð og stöðvi kvalir almennra borgara. Við köllum einnig eftir því að alþjóðsamfélagið grípi inní og beiti súdanska herinn þrýstingi til að fara eftir skilyrðum vopnahlésins. Rof á vopnahlénu er skýrt merki um að súdanska herinn þyrsti í stríð og blóðbað. Þetta verður að stöðva. Við hvetjum til friðasamra leiða að friði.“ Þó svo að vopnahléð hafi verið rofið eru átökin í dag alls ekki jafn mikil eða slæm og þau hafa verið undanfarna rúma viku. Bresk stjórnvöld hafa vegna þessa hvatt ríkisborgara sína í Súdan til að grípa tækifærið til að komast úr landi. Bresk herflugvél bíður nú Breta á flugvelli norður af höfuðborginni. Þaðan verður flogið til Kýpur og svo til Bretlands. Hingað til hefur verið nærri ómögulegt að fara loftleiðina úr landinu vegna árása á flugvelli. Eins og áður segir hafa erlend ríki gripið til þess að fá herþyrlur til að sækja erindreka beinustu leið í sendiráðin en þá hafa einhverjir flúið sjóleiðina. Sádar fóru til að mynda sjóleiðina til Jedda í liðinni viku. Súdan Tengdar fréttir Vopnahlé í Súdan Stríðandi fylkingar í Súdan féllust í dag á málamiðlun Bandaríkjanna um 72 tíma vopnahlé til að hægt sé að koma almennum borgurum í Súdan til aðstoðar. Vopnahléð hófst á miðnætti að staðartíma. 24. apríl 2023 23:40 Flytja bandaríska erindreka frá Khartoum í skugga átaka Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur skipað nokkrum tugum bandarískra erindreka og fjölskyldum þeirra að yfirgefa Khartoum, höfuðborg Súdan, þar sem blóðug átök geisa á milli stríðandi fylkinga. Bandarískir hermenn sóttu fólkið á þremur herþyrlum við sendiráðið snemma í morgun. 23. apríl 2023 07:38 Átökin í Khartoum breiðast út um allt Súdan Hörð átök geysa nú um allt Afríkuríkið Súdan þar sem stríðandi hópar takast nú á um völdin. 17. apríl 2023 07:33 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Sjá meira
Undanfarna tíu daga hafa hörð átök geisað milli vígasveita RSF og súdanska stjórnarhersins. Deilurnar snúast að valdtöku hersins fyrir um einu og hálfu ári síðan. Herinn hefur frá valdtöku heitið því að láta af völdum og koma á þjóðstjórn en ekki staðið við þau loforð. Hundruð hafa fallið og þúsundir særst í átökum síðustu daga auk þess sem fjöldi fólks hefur flúið heimili sín og til nágrannaríkja. Um helgina réðust ýmis ríki í drastískar aðgerðir til að koma erindrekum sínum frá landinu. Bandaríkin sendu sérsveitir sjó- og flughersins á herþyrlum til að sækja sendiráðsstarfsmenn og fjölskyldur þeirra og Bretland og Grikkland auk annarra ríkja fylgdu fast á hæla. Stríðandi fylkingar samþykktu í gær að leggja niður vopn í 72 klukkustundir í það minnsta en svo virðist sem þau skilaboð hafi ekki borist til allra. Leiðtogar RSF segja í yfirlýsingu að súdanski stjórnarherinn hafi ekki staðið við orð sín. „Súdanski stjórnarherinn hefur rofið vopnahléð með því að halda áfram loftárásum á Khartoum. Það er skýrt brot á vopnahlé. Þetta er skýrt merki um að það er engin miðstjórn í stjórnarhernum og ákvarðanir eru teknar í hverju horni,“ segir Mohamed Hamdan Dagalo, leiðtogi RSF, í yfirlýsingu. Japanski herinn flaug í nótt með japanska ríkisborgara frá Súdan til Djíbútí. AP/Kyodo News „Við hvetjum súdanska stjórnarherinn til að virða vopnahléð og stöðvi kvalir almennra borgara. Við köllum einnig eftir því að alþjóðsamfélagið grípi inní og beiti súdanska herinn þrýstingi til að fara eftir skilyrðum vopnahlésins. Rof á vopnahlénu er skýrt merki um að súdanska herinn þyrsti í stríð og blóðbað. Þetta verður að stöðva. Við hvetjum til friðasamra leiða að friði.“ Þó svo að vopnahléð hafi verið rofið eru átökin í dag alls ekki jafn mikil eða slæm og þau hafa verið undanfarna rúma viku. Bresk stjórnvöld hafa vegna þessa hvatt ríkisborgara sína í Súdan til að grípa tækifærið til að komast úr landi. Bresk herflugvél bíður nú Breta á flugvelli norður af höfuðborginni. Þaðan verður flogið til Kýpur og svo til Bretlands. Hingað til hefur verið nærri ómögulegt að fara loftleiðina úr landinu vegna árása á flugvelli. Eins og áður segir hafa erlend ríki gripið til þess að fá herþyrlur til að sækja erindreka beinustu leið í sendiráðin en þá hafa einhverjir flúið sjóleiðina. Sádar fóru til að mynda sjóleiðina til Jedda í liðinni viku.
Súdan Tengdar fréttir Vopnahlé í Súdan Stríðandi fylkingar í Súdan féllust í dag á málamiðlun Bandaríkjanna um 72 tíma vopnahlé til að hægt sé að koma almennum borgurum í Súdan til aðstoðar. Vopnahléð hófst á miðnætti að staðartíma. 24. apríl 2023 23:40 Flytja bandaríska erindreka frá Khartoum í skugga átaka Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur skipað nokkrum tugum bandarískra erindreka og fjölskyldum þeirra að yfirgefa Khartoum, höfuðborg Súdan, þar sem blóðug átök geisa á milli stríðandi fylkinga. Bandarískir hermenn sóttu fólkið á þremur herþyrlum við sendiráðið snemma í morgun. 23. apríl 2023 07:38 Átökin í Khartoum breiðast út um allt Súdan Hörð átök geysa nú um allt Afríkuríkið Súdan þar sem stríðandi hópar takast nú á um völdin. 17. apríl 2023 07:33 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Sjá meira
Vopnahlé í Súdan Stríðandi fylkingar í Súdan féllust í dag á málamiðlun Bandaríkjanna um 72 tíma vopnahlé til að hægt sé að koma almennum borgurum í Súdan til aðstoðar. Vopnahléð hófst á miðnætti að staðartíma. 24. apríl 2023 23:40
Flytja bandaríska erindreka frá Khartoum í skugga átaka Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur skipað nokkrum tugum bandarískra erindreka og fjölskyldum þeirra að yfirgefa Khartoum, höfuðborg Súdan, þar sem blóðug átök geisa á milli stríðandi fylkinga. Bandarískir hermenn sóttu fólkið á þremur herþyrlum við sendiráðið snemma í morgun. 23. apríl 2023 07:38
Átökin í Khartoum breiðast út um allt Súdan Hörð átök geysa nú um allt Afríkuríkið Súdan þar sem stríðandi hópar takast nú á um völdin. 17. apríl 2023 07:33