Bjórkastarar settir í bann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2023 15:31 Starfsmenn á leik Bayern München og Manchester City í Meistaradeildinni á dögunum fjarlægja bjórdósir af vellinum en myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty/Chris Brunskil Stuðningsmenn danska fótboltafélagsins Vejle fá bæði bann og sekt frá félaginu sínu eftir hegðun þeirra í bikarleik á dögunum. Stuðningsmennirnir eru 29 að tölu og gerðust uppvísir að því að kasta bjórglösum og fleiru lauslegu inn á völlinn í bikarleik á móti Íslendingaliðinu FC Kaupmannahöfn en leikurinn fór fram 6. apríl. Vejle sætter foden ned efter FCK-kamp: 29 straffes med bøde og karantæne https://t.co/4jm8Cbmeis— bold.dk (@bolddk) April 25, 2023 Þetta var seinni leikur liðanna og endaði hann með markalausu jafntefli. Það dugði FCK til að komast áfram því liðið vann heimaleikinn 2-0. Vejle stuðningsmennirnir köstuðu öllu lauslegu í átt að FCK-leikmanninum Roony Bardghji þegar hann var að taka hornspyrnu. Velje sagði frá því á heimasíðu sinni að félagið hafi nafngreint 29 ólátabelgi og sett þá í bann auk þess að sekta þá um fimm þúsund danskar krónur sem er um hundrað þúsund krónur íslenskar. Velja notaði myndbandsupptökur og ljósmyndir til að finna þá aðila sem var refsað fyrir óásættanlega hegðun sína. Félagið segir nú að málið sé komið í hendur lögfræðinga. „Það verður að vera góð upplifun að mæta á fótboltaleik á Vejle Stadium og við sættum okkur við bjórkast, hótanir eða aðra hegðun sem ógnar því,“ sagði í tilkynningunni á heiamsíðu Velje. Velje fékk 25 þúsund danskar krónur í sekt frá danska knattspyrnusambandinu fyrir hegðun stuðningsmannanna eða um hálfa milljón í íslenskum krónum. Vejles besked: 29 personer stängs av - efter attacken mot Bardghji.https://t.co/uXr9toNzEp pic.twitter.com/MGQgwqHEiV— Fotbollskanalen (@fotbollskanal) April 25, 2023 Danski boltinn Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira
Stuðningsmennirnir eru 29 að tölu og gerðust uppvísir að því að kasta bjórglösum og fleiru lauslegu inn á völlinn í bikarleik á móti Íslendingaliðinu FC Kaupmannahöfn en leikurinn fór fram 6. apríl. Vejle sætter foden ned efter FCK-kamp: 29 straffes med bøde og karantæne https://t.co/4jm8Cbmeis— bold.dk (@bolddk) April 25, 2023 Þetta var seinni leikur liðanna og endaði hann með markalausu jafntefli. Það dugði FCK til að komast áfram því liðið vann heimaleikinn 2-0. Vejle stuðningsmennirnir köstuðu öllu lauslegu í átt að FCK-leikmanninum Roony Bardghji þegar hann var að taka hornspyrnu. Velje sagði frá því á heimasíðu sinni að félagið hafi nafngreint 29 ólátabelgi og sett þá í bann auk þess að sekta þá um fimm þúsund danskar krónur sem er um hundrað þúsund krónur íslenskar. Velja notaði myndbandsupptökur og ljósmyndir til að finna þá aðila sem var refsað fyrir óásættanlega hegðun sína. Félagið segir nú að málið sé komið í hendur lögfræðinga. „Það verður að vera góð upplifun að mæta á fótboltaleik á Vejle Stadium og við sættum okkur við bjórkast, hótanir eða aðra hegðun sem ógnar því,“ sagði í tilkynningunni á heiamsíðu Velje. Velje fékk 25 þúsund danskar krónur í sekt frá danska knattspyrnusambandinu fyrir hegðun stuðningsmannanna eða um hálfa milljón í íslenskum krónum. Vejles besked: 29 personer stängs av - efter attacken mot Bardghji.https://t.co/uXr9toNzEp pic.twitter.com/MGQgwqHEiV— Fotbollskanalen (@fotbollskanal) April 25, 2023
Danski boltinn Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira