Bjórkastarar settir í bann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2023 15:31 Starfsmenn á leik Bayern München og Manchester City í Meistaradeildinni á dögunum fjarlægja bjórdósir af vellinum en myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty/Chris Brunskil Stuðningsmenn danska fótboltafélagsins Vejle fá bæði bann og sekt frá félaginu sínu eftir hegðun þeirra í bikarleik á dögunum. Stuðningsmennirnir eru 29 að tölu og gerðust uppvísir að því að kasta bjórglösum og fleiru lauslegu inn á völlinn í bikarleik á móti Íslendingaliðinu FC Kaupmannahöfn en leikurinn fór fram 6. apríl. Vejle sætter foden ned efter FCK-kamp: 29 straffes med bøde og karantæne https://t.co/4jm8Cbmeis— bold.dk (@bolddk) April 25, 2023 Þetta var seinni leikur liðanna og endaði hann með markalausu jafntefli. Það dugði FCK til að komast áfram því liðið vann heimaleikinn 2-0. Vejle stuðningsmennirnir köstuðu öllu lauslegu í átt að FCK-leikmanninum Roony Bardghji þegar hann var að taka hornspyrnu. Velje sagði frá því á heimasíðu sinni að félagið hafi nafngreint 29 ólátabelgi og sett þá í bann auk þess að sekta þá um fimm þúsund danskar krónur sem er um hundrað þúsund krónur íslenskar. Velja notaði myndbandsupptökur og ljósmyndir til að finna þá aðila sem var refsað fyrir óásættanlega hegðun sína. Félagið segir nú að málið sé komið í hendur lögfræðinga. „Það verður að vera góð upplifun að mæta á fótboltaleik á Vejle Stadium og við sættum okkur við bjórkast, hótanir eða aðra hegðun sem ógnar því,“ sagði í tilkynningunni á heiamsíðu Velje. Velje fékk 25 þúsund danskar krónur í sekt frá danska knattspyrnusambandinu fyrir hegðun stuðningsmannanna eða um hálfa milljón í íslenskum krónum. Vejles besked: 29 personer stängs av - efter attacken mot Bardghji.https://t.co/uXr9toNzEp pic.twitter.com/MGQgwqHEiV— Fotbollskanalen (@fotbollskanal) April 25, 2023 Danski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Fleiri fréttir Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira
Stuðningsmennirnir eru 29 að tölu og gerðust uppvísir að því að kasta bjórglösum og fleiru lauslegu inn á völlinn í bikarleik á móti Íslendingaliðinu FC Kaupmannahöfn en leikurinn fór fram 6. apríl. Vejle sætter foden ned efter FCK-kamp: 29 straffes med bøde og karantæne https://t.co/4jm8Cbmeis— bold.dk (@bolddk) April 25, 2023 Þetta var seinni leikur liðanna og endaði hann með markalausu jafntefli. Það dugði FCK til að komast áfram því liðið vann heimaleikinn 2-0. Vejle stuðningsmennirnir köstuðu öllu lauslegu í átt að FCK-leikmanninum Roony Bardghji þegar hann var að taka hornspyrnu. Velje sagði frá því á heimasíðu sinni að félagið hafi nafngreint 29 ólátabelgi og sett þá í bann auk þess að sekta þá um fimm þúsund danskar krónur sem er um hundrað þúsund krónur íslenskar. Velja notaði myndbandsupptökur og ljósmyndir til að finna þá aðila sem var refsað fyrir óásættanlega hegðun sína. Félagið segir nú að málið sé komið í hendur lögfræðinga. „Það verður að vera góð upplifun að mæta á fótboltaleik á Vejle Stadium og við sættum okkur við bjórkast, hótanir eða aðra hegðun sem ógnar því,“ sagði í tilkynningunni á heiamsíðu Velje. Velje fékk 25 þúsund danskar krónur í sekt frá danska knattspyrnusambandinu fyrir hegðun stuðningsmannanna eða um hálfa milljón í íslenskum krónum. Vejles besked: 29 personer stängs av - efter attacken mot Bardghji.https://t.co/uXr9toNzEp pic.twitter.com/MGQgwqHEiV— Fotbollskanalen (@fotbollskanal) April 25, 2023
Danski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Fleiri fréttir Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira