Íslenski boltinn

ÍBV fær tvöfaldan liðsstyrk frá Jamaíku

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Eyjamenn komust á blað í Bestu deild karla um helgina.
Eyjamenn komust á blað í Bestu deild karla um helgina. vísir/hulda margrét

ÍBV hefur fengið tvo jamaíska leikmenn til sín. Þeir hafa báðir leikið fyrir landslið Jamaíku sem Eyjamaðurinn Heimir Hallgrímsson þjálfar.

Leikmennirnir heita Dwayne Atkinson og Richard King. Þeir koma frá Cavalier í heimalandinu. 

Atkinson, sem verður 21 árs í byrjun næsta mánaðar, er framherji sem hefur leikið einn landsleik. King er 21 árs varnarmaður sem á sjö landsleiki á ferilskránni.

Atkinson og King eru báðir komnir með leikheimild og gætu leikið sinn fyrsta leik fyrir ÍBV þegar liðið sækir Keflavík heim á laugardaginn. Eyjamenn eru í ellefta og næstneðsta sæti Bestu deildarinnar með þrjú stig. Þau fengu þeir fyrir að vinna Íslandsmeistara Blika á sunnudaginn, 2-1.

Félagaskiptaglugganum verður lokað í dag, 26. apríl. Hann verður opnaður aftur 18. júlí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×