Bretar hafna stærsta samruna leikjaiðnaðarins Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. apríl 2023 11:50 Microsoft yrði langsamlegasta stærsta fyrirtækið á markaðnum ef af yfirtökunni yrði. Stjórnvöld víða hafa áhyggjur. Jakub Porzycki/NurPhoto/Getty Samkeppniseftirlit Bretlands hefur ákveðið að meina bandaríska tæknifyritækinu Microsoft að festa kaup á leikjarisanum Activision Blizzard fyrir 69 milljarða Bandaríkjadollara. Ákvörðunin er áfall fyrir forsvarsmenn fyrirtækisins sem hyggjast áfrýja. Í umfjöllun New York Times kemur fram að fyrirhugaður samruni fyrirtækjanna hafi verið hugsaður sem sá stærsti í sögunni. Activision Blizzard framleiðir nokkrar arðbærustu tölvuleikjaseríur veraldar líkt og Call of Duty, Diablo, World of Warcraft og Overwatch. Þar segir ennfremur að forsvarsmenn Microsoft hafi ekki náð að lægja áhyggjur breska samkeppniseftirlitsins af áhrifum yfirtökunnar á samkeppnismarkað í tölvuleikjaframleiðslu þar í landi. Áður hafði bandaríska fjármálaeftirlitið ákveðið að höfða mál gegn fyrirtækinu vegna samrunans og forsvarsmenn Evrópusambandsins einnig lýst sig mótfallna honum. „Microsoft nýtur nú þegar mikils forskots fram yfir aðra samkeppnisaðila og þessi samningur myndi auka það forskot til muna og grafa undan nýjum aðilum á markaðnum,“ hefur New York Times eftir Martin Coleman, formanni nefndar á vegum breskra samkeppnisyfirvalda sem skoðaði samrunann. Vísar hann sérstaklega til samkeppnis á streymismarkaði tölvuleikja en æ algengara er að tölvuleikjum sé streymt beint í tölvur, í stað þess að notendur niðurhali leikjum, líkt og um sjónvarpsefni væri að ræða. Framkvæmdastjóri Microsoft, Brad Smith, segist vonsvikinn vegna ákvörðunarinnar. „Sérstaklega eftir langar viðræður við yfirvöld. Þessi ákvörðun byggir á grundvallarmisskilningi um þennan markað og hvernig samkeppni virkar á streymismarkaði.“ Leikjavísir Microsoft Bretland Tengdar fréttir Vilja stöðva stærsta samruna leikjaiðnaðarins Fjármálaeftirlit Bandaríkjanna (FTC) höfðaði í gær mál gegn Microsoft til að stöðva 69 milljarða dala kaup fyrirtækisins á leikjarisanum Activision Blizzard. Það er gert á grundvelli þess að verði af samrunanum yrði, myndi stærð þess koma niður á samkeppni í tölvuleikja- og leikjatölvuiðnaðinum. 9. desember 2022 10:01 Segja ESB á móti stærsta samruna leikjaiðnaðarins Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins er mótfallin kaupum Microsoft á leikjafyrirtækinu Activision Blizzard. Þetta hefur Reuters fréttaveitan eftir heimildarmönnum sínum en yfirvöld í Bandaríkjunum hafa þegar höfðað mál til að stöðva kaupin. 16. janúar 2023 14:58 Xbox Game Pass kemur til Íslands Tölvuleikjaáskriftarþjónusta Microsoft, PC Game Pass, er orðin aðgengileg Íslendingum í gegnum prufuáskrift. Svo stendur til að opna þjónustuna að fullu á næstu mánuðum. 28. febrúar 2023 11:47 Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Viðskipti innlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira
Í umfjöllun New York Times kemur fram að fyrirhugaður samruni fyrirtækjanna hafi verið hugsaður sem sá stærsti í sögunni. Activision Blizzard framleiðir nokkrar arðbærustu tölvuleikjaseríur veraldar líkt og Call of Duty, Diablo, World of Warcraft og Overwatch. Þar segir ennfremur að forsvarsmenn Microsoft hafi ekki náð að lægja áhyggjur breska samkeppniseftirlitsins af áhrifum yfirtökunnar á samkeppnismarkað í tölvuleikjaframleiðslu þar í landi. Áður hafði bandaríska fjármálaeftirlitið ákveðið að höfða mál gegn fyrirtækinu vegna samrunans og forsvarsmenn Evrópusambandsins einnig lýst sig mótfallna honum. „Microsoft nýtur nú þegar mikils forskots fram yfir aðra samkeppnisaðila og þessi samningur myndi auka það forskot til muna og grafa undan nýjum aðilum á markaðnum,“ hefur New York Times eftir Martin Coleman, formanni nefndar á vegum breskra samkeppnisyfirvalda sem skoðaði samrunann. Vísar hann sérstaklega til samkeppnis á streymismarkaði tölvuleikja en æ algengara er að tölvuleikjum sé streymt beint í tölvur, í stað þess að notendur niðurhali leikjum, líkt og um sjónvarpsefni væri að ræða. Framkvæmdastjóri Microsoft, Brad Smith, segist vonsvikinn vegna ákvörðunarinnar. „Sérstaklega eftir langar viðræður við yfirvöld. Þessi ákvörðun byggir á grundvallarmisskilningi um þennan markað og hvernig samkeppni virkar á streymismarkaði.“
Leikjavísir Microsoft Bretland Tengdar fréttir Vilja stöðva stærsta samruna leikjaiðnaðarins Fjármálaeftirlit Bandaríkjanna (FTC) höfðaði í gær mál gegn Microsoft til að stöðva 69 milljarða dala kaup fyrirtækisins á leikjarisanum Activision Blizzard. Það er gert á grundvelli þess að verði af samrunanum yrði, myndi stærð þess koma niður á samkeppni í tölvuleikja- og leikjatölvuiðnaðinum. 9. desember 2022 10:01 Segja ESB á móti stærsta samruna leikjaiðnaðarins Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins er mótfallin kaupum Microsoft á leikjafyrirtækinu Activision Blizzard. Þetta hefur Reuters fréttaveitan eftir heimildarmönnum sínum en yfirvöld í Bandaríkjunum hafa þegar höfðað mál til að stöðva kaupin. 16. janúar 2023 14:58 Xbox Game Pass kemur til Íslands Tölvuleikjaáskriftarþjónusta Microsoft, PC Game Pass, er orðin aðgengileg Íslendingum í gegnum prufuáskrift. Svo stendur til að opna þjónustuna að fullu á næstu mánuðum. 28. febrúar 2023 11:47 Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Viðskipti innlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira
Vilja stöðva stærsta samruna leikjaiðnaðarins Fjármálaeftirlit Bandaríkjanna (FTC) höfðaði í gær mál gegn Microsoft til að stöðva 69 milljarða dala kaup fyrirtækisins á leikjarisanum Activision Blizzard. Það er gert á grundvelli þess að verði af samrunanum yrði, myndi stærð þess koma niður á samkeppni í tölvuleikja- og leikjatölvuiðnaðinum. 9. desember 2022 10:01
Segja ESB á móti stærsta samruna leikjaiðnaðarins Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins er mótfallin kaupum Microsoft á leikjafyrirtækinu Activision Blizzard. Þetta hefur Reuters fréttaveitan eftir heimildarmönnum sínum en yfirvöld í Bandaríkjunum hafa þegar höfðað mál til að stöðva kaupin. 16. janúar 2023 14:58
Xbox Game Pass kemur til Íslands Tölvuleikjaáskriftarþjónusta Microsoft, PC Game Pass, er orðin aðgengileg Íslendingum í gegnum prufuáskrift. Svo stendur til að opna þjónustuna að fullu á næstu mánuðum. 28. febrúar 2023 11:47