Fíkn, geðheilbrigði og ráðherrar sem tala ekki saman Helga Vala Helgadóttir skrifar 27. apríl 2023 11:30 Þegar okkur mistekst ætlunarverk okkar þurfum við að setjast niður og finna nýtt leikskipulag, hvort sem er í einkalífi okkar, við leik og störf eða rekstur samfélags. Nú þurfum við saman að finna nýtt leikskipulag því okkur hefur mistekist að byggja hér upp velferðarsamfélag sem heldur utan um alla íbúa landsins. Fréttir af dauðsföllum vegna lyfjaeitrana og sjálfsvíga eru daglegar og eftir standa fjölskyldur og vinir gjörsamlega lömuð af sorg. Því áfalli sem samfélagið verður fyrir við hvert andlát má líkja við blæðandi sár. Það þýðir ekki að smella á litlum plástri og vona að það dugi til heldur þarf að skoða hvað veldur þessu blæðandi sári? Gerum við það með aukinni einstaklingshyggju þar sem hver hugsar um sig og sitt, aukinni hörku með refsingum og vopnaburði, með orðræðu um þau og okkur, eða munum við búa yfir því hugrekki að ráðast að rótum vandans og hefja alvöru sjálfskoðun á samfélagsgerðinni okkar? Ríkisstjórnin verður að axla sína ábyrgð og þar er lykilatriði að ráðherrar tali saman. Að ráðherrar séu ekki að senda gjörólík skilaboð út í samfélagið, að einn ráðherra boði mildi á sama tíma og annar boðar meiri hörku. Að einn ráðherra auki skautun í samfélaginu með fordæmingu og refsistefnu á meðan annar talar um skaðaminnkun og þjónustu við fólk í vanda. Samfélagið horfir upp á þessa forystumenn tala út og suður um þau verkefni sem samfélagið stendur frammi fyrir og eftir stendur fólk í vanda og fjölskyldur í sárum. Við hljótum að geta gert þá kröfu að á ríkisstjórnarfundum sé lögð einhver lína um hvernig takast skal á við aðsteðjandi vanda. Að mínu áliti þurfum að auka hér samkennd og minnka einstaklingshyggju. Samkennd er hægt að þjálfa frá fyrsta andardrætti lítils barns, meðal annars með því að hægja á kapphlaupinu í samfélaginu, fjölga samverustundum fjölskyldunnar, taka betur utan um þá hópa sem eiga á hættu að einangrast og sýna þeim mildi en ekki fordæmingu og útskúfun sem fara út af beinu brautinni. Við þurfum að græða hið blæðandi sár samfélagsins og það gerum við með þjóðarátaki sem stjórnvöld þurfa að leiða með mildi og kærleika að leiðarljósi en ekki með því að auka á aðskilnaðarstefnu með orðum sínum og gjörðum. Viðbragð okkar þarf að snúa að rót samfélagsvandans ekki plástrun á blæðandi sár. Við getum þetta saman, við skulum gera þetta saman með kröftugri sókn að umvefjandi samfélagi. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Vala Helgadóttir Samfylkingin Geðheilbrigði Fíkn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þegar okkur mistekst ætlunarverk okkar þurfum við að setjast niður og finna nýtt leikskipulag, hvort sem er í einkalífi okkar, við leik og störf eða rekstur samfélags. Nú þurfum við saman að finna nýtt leikskipulag því okkur hefur mistekist að byggja hér upp velferðarsamfélag sem heldur utan um alla íbúa landsins. Fréttir af dauðsföllum vegna lyfjaeitrana og sjálfsvíga eru daglegar og eftir standa fjölskyldur og vinir gjörsamlega lömuð af sorg. Því áfalli sem samfélagið verður fyrir við hvert andlát má líkja við blæðandi sár. Það þýðir ekki að smella á litlum plástri og vona að það dugi til heldur þarf að skoða hvað veldur þessu blæðandi sári? Gerum við það með aukinni einstaklingshyggju þar sem hver hugsar um sig og sitt, aukinni hörku með refsingum og vopnaburði, með orðræðu um þau og okkur, eða munum við búa yfir því hugrekki að ráðast að rótum vandans og hefja alvöru sjálfskoðun á samfélagsgerðinni okkar? Ríkisstjórnin verður að axla sína ábyrgð og þar er lykilatriði að ráðherrar tali saman. Að ráðherrar séu ekki að senda gjörólík skilaboð út í samfélagið, að einn ráðherra boði mildi á sama tíma og annar boðar meiri hörku. Að einn ráðherra auki skautun í samfélaginu með fordæmingu og refsistefnu á meðan annar talar um skaðaminnkun og þjónustu við fólk í vanda. Samfélagið horfir upp á þessa forystumenn tala út og suður um þau verkefni sem samfélagið stendur frammi fyrir og eftir stendur fólk í vanda og fjölskyldur í sárum. Við hljótum að geta gert þá kröfu að á ríkisstjórnarfundum sé lögð einhver lína um hvernig takast skal á við aðsteðjandi vanda. Að mínu áliti þurfum að auka hér samkennd og minnka einstaklingshyggju. Samkennd er hægt að þjálfa frá fyrsta andardrætti lítils barns, meðal annars með því að hægja á kapphlaupinu í samfélaginu, fjölga samverustundum fjölskyldunnar, taka betur utan um þá hópa sem eiga á hættu að einangrast og sýna þeim mildi en ekki fordæmingu og útskúfun sem fara út af beinu brautinni. Við þurfum að græða hið blæðandi sár samfélagsins og það gerum við með þjóðarátaki sem stjórnvöld þurfa að leiða með mildi og kærleika að leiðarljósi en ekki með því að auka á aðskilnaðarstefnu með orðum sínum og gjörðum. Viðbragð okkar þarf að snúa að rót samfélagsvandans ekki plástrun á blæðandi sár. Við getum þetta saman, við skulum gera þetta saman með kröftugri sókn að umvefjandi samfélagi. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun