Sterkasta vörumerki íslenska heilbrigðiskerfisins Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 27. apríl 2023 14:30 Ríkisstjórnin kynnti á dögunum það sem hún kallar heildstæða áætlun um uppbyggingu innviða í heilbrigðiskerfinu til 2030. Það er stórt og mikið nafn fyrir áætlun sem fjallar um að byggja nýtt hús. Nýjan spítala. Það er sannarlega mikilvægt því spítalinn er löngu kominn á tíma. Ríkisstjórnin hefur eftir sex ára valdatíð hins vegar enn ekki getað haldið blaðamannfund þar sem hún kynnir stefnu um hvernig lífið í þessu nýja húsi á að vera. Og eftir þessu er tekið. Starfsemin er auðvitað hjarta hússins. Viðbrögð þeirra sem til þekkja, þeirra sem starfa í innviðum heilbrigðiskerfisins segja alla söguna. Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélagsins segir þannig um þessa áætlun: „Þarna er ekki talað um neina aðra þætti en steinsteypuna við Hringbraut, að það eigi að klára þetta hús.“ Það á að byggja hús Enda þótt nafnið á áætluninni sé stórt, mikið og langt þá vantar þar flest þau svör sem skipta máli fyrir fólkið í landinu. Einu sinni sem oftar birtist það óþægilega skýrt að ríkisstjórnina skortir sýn og hana skortir svör. Það vantar svör um samstarf annarra anga heilbrigðiskerfisins við Landspítala. Það vantar svör um hjúkrunarheimili, um aðgengi að heilsugæslulæknum, um krabbameinsáætlun, sálfræðiþjónustu og geðheilbrigðismál, vímuefnaúrræði og svona mætti lengi telja. Eftir 6 ára samstarf ríkisstjórnarinnar er staðan í innviðum heilbrigðiskerfisins hins vegar þessi: Frekir, tengdir eða ríkir Fólk sem þarf á þjónustu heimilislæknis að halda hér á höfuðborgarsvæðinu má í einhverjum tilvikum bíða fram í september eftir tíma. Fólk sem hringir á heilsugæsluna er spurt hvort það sé nokkuð í brýnustu neyð. Heilsugæslan er þá orðin að bráðaþjónustu. Þessi staða er algjör viðsnúningur frá fyrri orðum ríkisstjórnarinnar um að heilsugæslan eigi að vera fyrsti viðkomustaður fólks í leit að heilbrigðisþjónustu. Víða á landsbyggðinni eru svæði heimislæknislaus og útlit fyrir að fleiri verði það líka. Börn bíða á biðlistum í mörg ár og þessir listar bara lengjast. Amma og afi liggja inni á spítala vegna þess að hjúkrunarrýmin eru ekki til. Álagið á spítalanum eykst og eykst vegna þess að aðrir angar kerfisins geta ekki tekið við fólki. Spítalinn tekur þess vegna við öllum. Hvert fer fólkið sem ekki kemst að hjá heimilislækni? Leitar það á bráðamóttöku? Eða fær þá kannski bara enga heilbrigðisþjónustu? Eða er það stefnan að bara þau sem eru tengd, frek eða rík komist að hjá lækni? Á meðan aðrir hlutar heilbrigðiskerfisins eru ekki styrktir verður staðan á spítalanum óbreytt, hvort sem húsið er nýtt eða gamalt. Hjartað í kerfinu Síðast en ekki síst vantar svörin og stefnuna hvað varðar sjálft hjartað í heilbrigðiskerfinu; fólkið sem þar starfar og veitir okkur heilbrigðisþjónustu. Formaður Læknafélagsins talaði einnig um þennan þátt málsins. Hún spurði réttilega hvar umfjöllunina um mannauðinn væri að finna. Staðan er sú að hvort sem við lítum á sjúkraliða, hjúkrunarfræðinga eða lækna þá blasir við engin stefna um hvernig eigi að tryggja að nýja húsið verði mannað af heilbrigðisstarfsfólki. Engin áætlun um hvernig eigi að koma í veg fyrir að hjúkrunarfræðingar hætti störfum vegna þess að vinnuaðstæður eru óboðlegar og ekkert sem tryggir að sérfræðilæknar velji að koma heim úr sérfræðinámi. Biðlistar eru í dag helsta einkenni íslenska heilbrigðiskerfisins. Biðlistar eftir bráðaaðgerðum, biðlistar barna, biðlistar aldraðra. Og hér eru sérfræðilæknar á biðlista um að fá samning við ríkið. Er ekki kominn tími á að snúa við þeirri stöðu að biðlistar séu eitt sterkasta vörumerki íslenska heilbrigðiskerfisins? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Heilbrigðismál Viðreisn Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Skoðun Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin kynnti á dögunum það sem hún kallar heildstæða áætlun um uppbyggingu innviða í heilbrigðiskerfinu til 2030. Það er stórt og mikið nafn fyrir áætlun sem fjallar um að byggja nýtt hús. Nýjan spítala. Það er sannarlega mikilvægt því spítalinn er löngu kominn á tíma. Ríkisstjórnin hefur eftir sex ára valdatíð hins vegar enn ekki getað haldið blaðamannfund þar sem hún kynnir stefnu um hvernig lífið í þessu nýja húsi á að vera. Og eftir þessu er tekið. Starfsemin er auðvitað hjarta hússins. Viðbrögð þeirra sem til þekkja, þeirra sem starfa í innviðum heilbrigðiskerfisins segja alla söguna. Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélagsins segir þannig um þessa áætlun: „Þarna er ekki talað um neina aðra þætti en steinsteypuna við Hringbraut, að það eigi að klára þetta hús.“ Það á að byggja hús Enda þótt nafnið á áætluninni sé stórt, mikið og langt þá vantar þar flest þau svör sem skipta máli fyrir fólkið í landinu. Einu sinni sem oftar birtist það óþægilega skýrt að ríkisstjórnina skortir sýn og hana skortir svör. Það vantar svör um samstarf annarra anga heilbrigðiskerfisins við Landspítala. Það vantar svör um hjúkrunarheimili, um aðgengi að heilsugæslulæknum, um krabbameinsáætlun, sálfræðiþjónustu og geðheilbrigðismál, vímuefnaúrræði og svona mætti lengi telja. Eftir 6 ára samstarf ríkisstjórnarinnar er staðan í innviðum heilbrigðiskerfisins hins vegar þessi: Frekir, tengdir eða ríkir Fólk sem þarf á þjónustu heimilislæknis að halda hér á höfuðborgarsvæðinu má í einhverjum tilvikum bíða fram í september eftir tíma. Fólk sem hringir á heilsugæsluna er spurt hvort það sé nokkuð í brýnustu neyð. Heilsugæslan er þá orðin að bráðaþjónustu. Þessi staða er algjör viðsnúningur frá fyrri orðum ríkisstjórnarinnar um að heilsugæslan eigi að vera fyrsti viðkomustaður fólks í leit að heilbrigðisþjónustu. Víða á landsbyggðinni eru svæði heimislæknislaus og útlit fyrir að fleiri verði það líka. Börn bíða á biðlistum í mörg ár og þessir listar bara lengjast. Amma og afi liggja inni á spítala vegna þess að hjúkrunarrýmin eru ekki til. Álagið á spítalanum eykst og eykst vegna þess að aðrir angar kerfisins geta ekki tekið við fólki. Spítalinn tekur þess vegna við öllum. Hvert fer fólkið sem ekki kemst að hjá heimilislækni? Leitar það á bráðamóttöku? Eða fær þá kannski bara enga heilbrigðisþjónustu? Eða er það stefnan að bara þau sem eru tengd, frek eða rík komist að hjá lækni? Á meðan aðrir hlutar heilbrigðiskerfisins eru ekki styrktir verður staðan á spítalanum óbreytt, hvort sem húsið er nýtt eða gamalt. Hjartað í kerfinu Síðast en ekki síst vantar svörin og stefnuna hvað varðar sjálft hjartað í heilbrigðiskerfinu; fólkið sem þar starfar og veitir okkur heilbrigðisþjónustu. Formaður Læknafélagsins talaði einnig um þennan þátt málsins. Hún spurði réttilega hvar umfjöllunina um mannauðinn væri að finna. Staðan er sú að hvort sem við lítum á sjúkraliða, hjúkrunarfræðinga eða lækna þá blasir við engin stefna um hvernig eigi að tryggja að nýja húsið verði mannað af heilbrigðisstarfsfólki. Engin áætlun um hvernig eigi að koma í veg fyrir að hjúkrunarfræðingar hætti störfum vegna þess að vinnuaðstæður eru óboðlegar og ekkert sem tryggir að sérfræðilæknar velji að koma heim úr sérfræðinámi. Biðlistar eru í dag helsta einkenni íslenska heilbrigðiskerfisins. Biðlistar eftir bráðaaðgerðum, biðlistar barna, biðlistar aldraðra. Og hér eru sérfræðilæknar á biðlista um að fá samning við ríkið. Er ekki kominn tími á að snúa við þeirri stöðu að biðlistar séu eitt sterkasta vörumerki íslenska heilbrigðiskerfisins?
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun