Ellefsen á Skipagötu næsta stórstjarna handboltans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. apríl 2023 09:30 Elias Ellefsen á Skipagötu skoraði þrettán mörk í sigrinum á Úkraínu. Hondbóltssamband Føroya Færeyingar hafa aldrei verið eins nálægt því að komast á stórmót og þeir eru núna í undankeppni næstu EM í handbolta sem fer fram í Þýskalandi í janúar 2024. Færeyska landsliðið vann sjö marka sigur á Úkraínu, 33-26, í næstsíðasta leiknum í riðlinum í undankeppninni. Færeyingar höfðu áður unnið Rúmena á heimavelli sínum. Liðið er því með fjögur stig og situr það í þriðja sæti riðilsins fyrir lokaumferðina. Lokaleikurinn er á útivelli á móti Austurríki en á meðan Færeyingar eru að berjast fyrir sæti á Evrópumótinu þá hefur austurríska landsliðið þegar tryggt sér sigur í riðlinum. Þriðja sætið gæti gefið sæti á EM en tvö efstu sætin eru örugg. Þetta gæti allt endað á innbyrðis viðureignum milli Færeyja, Rúmeníu og Úkraínu. Þessi fimmtíu þúsund manna þjóð myndi skrifa söguna með því að komast inn á Evrópumótið en aldrei hefur svo fámenn þjóð komist í úrslit stórmóts í liðsíþrótt. Frændurnir öflugu Frændurnir Elias Ellefsen á Skipagötu og Óli Mittún hafa mikla athygli með yngri landsliðum Færeyja sem hafa verið að komast inn á stórmótin. Nú eru þeir komnir í stór hlutverk með landsliðinu og þá sérstaklega inn tvítugi Elias Ellefsen á Skipagötu sem stýrir leik liðsins. Elias er leikmaður sænska liðsins IK Sävehof og var meðal annars valinn besti leikmaður sænsku deildarinnar á síðustu leiktíð. Það er þegar ljóst að hann er að yfirgefa sænska liðið því strákur er á leiðinni til þýska stórliðsins Kiel. Óli Mittun kom til Sävehof síðasta sumar og þeir frændur eru því bæði liðsfélagar hjá félagsliði og landsliði. Í sigrinum á Úkraínu þá skoruðu þeir saman 20 af 33 mörkum færeyska landsliðsins. Þrettán mörk og átta stoðsendingar Elias Ellefsen á Skipagötu skoraði 13 mörk í leiknum (úr 23 skotum) og var að auki með átta stoðsendingar. Hann kom því með beinum hætti að meiria en 63 prósent marka liðsins. Aðeins tvö af mörkum Ellefsen komu af vítalínunni. Óli Mittun var sjálfur með sjö mörk og þrjár stoðsendingar í þessum flotta sigri. Þessi frammistaða hjá hinum tvítuga Elias Ellefsen á Skipagötu sýnir hins vegar af hverju Kiel vildi fá hann og af hverju hann gæti orðið næsta stórstjarna handboltans. Það sem vekur sérstaka athygli er að hann getur skotið bæði með hægri og vinstri hendi. Elias á Skipagötu í sjónvarpsviðtali eftir leikinn.kvf.fo Nafnið vekur vissulega athygli enda sérstakt en hann tekur þarna upp eftirnafn föður síns. Ellefsen er eftirnafn móður hans en á Skipagötu kemur frá föður hans. Hann grínaðist með það í viðtali Í Lokalpressen að hafa verið kallaður Skippen fyrst eftir að hann kom til Sävehof. Spilar í númer 71 til heiðurs æskufélaginu Heimili hans var í aðeins fimm hundruð metra fjarlægð frá Höllinni á Hálsi þar sem landsliðið spilar heimaleiki sína og þar sem Elias fór á kostum á miðvikudagskvöldið. Faðir hans lék á sínum tíma með aðalliði H71 og yngri bróðir hans er líka í handboltanum. Félagið er í Hoyvik sem er úthverfi Þórshafnar. Til heiðurs æskufélagsins þá spilar Ellefsen með númerið 71 á bakinu með sænska liðinu. Leikurinn mikilvægi á móti Austurríki fer fram um helgina og þar þurfa Færeyingar aðra svona frábæra frammistöðu frá sínum besta manni ætli þeir að keppa á EM í byrjun næsta árs. View this post on Instagram A post shared by Faroe Islands Handball (@handball_faroe_islands) EM 2024 í handbolta Færeyjar Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Sjá meira
Færeyska landsliðið vann sjö marka sigur á Úkraínu, 33-26, í næstsíðasta leiknum í riðlinum í undankeppninni. Færeyingar höfðu áður unnið Rúmena á heimavelli sínum. Liðið er því með fjögur stig og situr það í þriðja sæti riðilsins fyrir lokaumferðina. Lokaleikurinn er á útivelli á móti Austurríki en á meðan Færeyingar eru að berjast fyrir sæti á Evrópumótinu þá hefur austurríska landsliðið þegar tryggt sér sigur í riðlinum. Þriðja sætið gæti gefið sæti á EM en tvö efstu sætin eru örugg. Þetta gæti allt endað á innbyrðis viðureignum milli Færeyja, Rúmeníu og Úkraínu. Þessi fimmtíu þúsund manna þjóð myndi skrifa söguna með því að komast inn á Evrópumótið en aldrei hefur svo fámenn þjóð komist í úrslit stórmóts í liðsíþrótt. Frændurnir öflugu Frændurnir Elias Ellefsen á Skipagötu og Óli Mittún hafa mikla athygli með yngri landsliðum Færeyja sem hafa verið að komast inn á stórmótin. Nú eru þeir komnir í stór hlutverk með landsliðinu og þá sérstaklega inn tvítugi Elias Ellefsen á Skipagötu sem stýrir leik liðsins. Elias er leikmaður sænska liðsins IK Sävehof og var meðal annars valinn besti leikmaður sænsku deildarinnar á síðustu leiktíð. Það er þegar ljóst að hann er að yfirgefa sænska liðið því strákur er á leiðinni til þýska stórliðsins Kiel. Óli Mittun kom til Sävehof síðasta sumar og þeir frændur eru því bæði liðsfélagar hjá félagsliði og landsliði. Í sigrinum á Úkraínu þá skoruðu þeir saman 20 af 33 mörkum færeyska landsliðsins. Þrettán mörk og átta stoðsendingar Elias Ellefsen á Skipagötu skoraði 13 mörk í leiknum (úr 23 skotum) og var að auki með átta stoðsendingar. Hann kom því með beinum hætti að meiria en 63 prósent marka liðsins. Aðeins tvö af mörkum Ellefsen komu af vítalínunni. Óli Mittun var sjálfur með sjö mörk og þrjár stoðsendingar í þessum flotta sigri. Þessi frammistaða hjá hinum tvítuga Elias Ellefsen á Skipagötu sýnir hins vegar af hverju Kiel vildi fá hann og af hverju hann gæti orðið næsta stórstjarna handboltans. Það sem vekur sérstaka athygli er að hann getur skotið bæði með hægri og vinstri hendi. Elias á Skipagötu í sjónvarpsviðtali eftir leikinn.kvf.fo Nafnið vekur vissulega athygli enda sérstakt en hann tekur þarna upp eftirnafn föður síns. Ellefsen er eftirnafn móður hans en á Skipagötu kemur frá föður hans. Hann grínaðist með það í viðtali Í Lokalpressen að hafa verið kallaður Skippen fyrst eftir að hann kom til Sävehof. Spilar í númer 71 til heiðurs æskufélaginu Heimili hans var í aðeins fimm hundruð metra fjarlægð frá Höllinni á Hálsi þar sem landsliðið spilar heimaleiki sína og þar sem Elias fór á kostum á miðvikudagskvöldið. Faðir hans lék á sínum tíma með aðalliði H71 og yngri bróðir hans er líka í handboltanum. Félagið er í Hoyvik sem er úthverfi Þórshafnar. Til heiðurs æskufélagsins þá spilar Ellefsen með númerið 71 á bakinu með sænska liðinu. Leikurinn mikilvægi á móti Austurríki fer fram um helgina og þar þurfa Færeyingar aðra svona frábæra frammistöðu frá sínum besta manni ætli þeir að keppa á EM í byrjun næsta árs. View this post on Instagram A post shared by Faroe Islands Handball (@handball_faroe_islands)
EM 2024 í handbolta Færeyjar Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Sjá meira