Verðlækkun matvæla á mörkuðum skilar sér ekki á diskana Samúel Karl Ólason skrifar 27. apríl 2023 16:58 Verðlækkun landbúnaðarvara mun líklega ekki skila sér í lækkun matvælaverðs á næstunni. AP/Muhammad Sajjad Verð á korni, grænmetisolíu, mjólkurvörum og öðrum landbúnaðarvörum hefur lækkað töluvert á mörkuðum á undanförnum mánuðum. Sú lækkun hefur þó lítið skilað sér á matardiska fólks um heiminn allan. Matvælaverð á heimsvísu var hátt fyrir innrás Rússa í Úkraínu, og hækkaði það enn meira í kjölfarið. Tiltölulega langt er þó síðan það náði aftur jafnvægi. Sameinuðu þjóðirnar segja verð matvæla hafa lækkað tólf mánuði í röð, samkvæmt AP fréttaveitunni, og það sé nú lægra en það var þegar innrásin hófst. Þrátt fyrir það heldur verð áfram að hækka í verslunum með tilheyrandi verðbólgu og vandræðum, sérstaklega í þróunarríkjum. Fyrrverandi aðalhagfræðingur landbúnaðarráðuneytis Bandaríkjanna segir AP að mest verðhækkunin bætist á matvæli eftir þau yfirgefi sveitabæi og sláturhús. Hækkunina megi að miklu leyti rekja til aukins kostnaðar við flutninga og vinnslu og hærri launa, svo eitthvað sé nefnt. Þó grunnverð á landbúnaðarvörum hafi lækkað muni það skila sér hægt á diska fólks þar sem annar kostnaður sé enn mikill. Sá kostnaður er víða tengdur verðbólguvísitölum, sem geri ástandið enn verra. Í frétt AP segir að til að mynda hafi matvælaverð í Evrópusambandinu hafi í mars verið 19.5 prósentum hærra en það var í mars í fyrra. Í Bretlandi var sama hækkun 19,2 prósent og hafði hún ekki verið hærri í nærri því 46 ár. Hækkunin í Bandaríkjunum var 8,5 prósent. Ráðamenn í Bandaríkjunum, eins og Joe Biden, forseti, hafa kvartað yfir aukinni fákeppni á matvælamarkaði í Bandaríkjunum og segja henni að einhverju leyti um að kenna. Starfsmenn Hvíta hússins bentu á það í fyrra að einungis fjögur fyrirtæki stjórna um 85 prósentum af nautakjötsmarkaði Bandaríkjanna. Önnur fjögur fyrirtæki eru með sjötíu prósent af kökunni á svínakjötsmarkaði Bandaríkjanna og 54 prósent af kjúklingamarkaðnum. Þessi fyrirtæki eru sökuð um að beita markaðsstöðu þeirra til að hækka matvælaverð. Matvælaframleiðsla Neytendur Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Matvælaverð á heimsvísu var hátt fyrir innrás Rússa í Úkraínu, og hækkaði það enn meira í kjölfarið. Tiltölulega langt er þó síðan það náði aftur jafnvægi. Sameinuðu þjóðirnar segja verð matvæla hafa lækkað tólf mánuði í röð, samkvæmt AP fréttaveitunni, og það sé nú lægra en það var þegar innrásin hófst. Þrátt fyrir það heldur verð áfram að hækka í verslunum með tilheyrandi verðbólgu og vandræðum, sérstaklega í þróunarríkjum. Fyrrverandi aðalhagfræðingur landbúnaðarráðuneytis Bandaríkjanna segir AP að mest verðhækkunin bætist á matvæli eftir þau yfirgefi sveitabæi og sláturhús. Hækkunina megi að miklu leyti rekja til aukins kostnaðar við flutninga og vinnslu og hærri launa, svo eitthvað sé nefnt. Þó grunnverð á landbúnaðarvörum hafi lækkað muni það skila sér hægt á diska fólks þar sem annar kostnaður sé enn mikill. Sá kostnaður er víða tengdur verðbólguvísitölum, sem geri ástandið enn verra. Í frétt AP segir að til að mynda hafi matvælaverð í Evrópusambandinu hafi í mars verið 19.5 prósentum hærra en það var í mars í fyrra. Í Bretlandi var sama hækkun 19,2 prósent og hafði hún ekki verið hærri í nærri því 46 ár. Hækkunin í Bandaríkjunum var 8,5 prósent. Ráðamenn í Bandaríkjunum, eins og Joe Biden, forseti, hafa kvartað yfir aukinni fákeppni á matvælamarkaði í Bandaríkjunum og segja henni að einhverju leyti um að kenna. Starfsmenn Hvíta hússins bentu á það í fyrra að einungis fjögur fyrirtæki stjórna um 85 prósentum af nautakjötsmarkaði Bandaríkjanna. Önnur fjögur fyrirtæki eru með sjötíu prósent af kökunni á svínakjötsmarkaði Bandaríkjanna og 54 prósent af kjúklingamarkaðnum. Þessi fyrirtæki eru sökuð um að beita markaðsstöðu þeirra til að hækka matvælaverð.
Matvælaframleiðsla Neytendur Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira