„Hann nauðgaði mér, hvort sem ég öskraði eða ekki“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. apríl 2023 08:59 Carroll mætir í dómshúsið í gær. Getty/Michael M. Santiago E Jean Carroll tókst á við Joe Tacopina, lögmann Donald Trump, í réttarsal í New York í gær og neitaði því ítrekað að hafa skáldað að hafa verið nauðgað af forsetanum fyrrverandi í verslun í borginni. „Ég er að segja þér það að hann nauðgaði mér, hvort sem ég öskraði eða ekki,“ sagði Carroll á einum tímapunkti þegar Tacopina gekk á hana. Carroll var meðal annars spurð að því hvers vegna hún hefði ekki stigið fyrr fram en hún svaraði á þann veg að hún hefði fundið hvata til þess í kjölfar uppljóstrana um kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein og upphafs #MeToo hreyfingarinnar. Hún sagði það aldrei hafa hvarflað að sér að greina frá nauðguninni þegar Trump bauð sig fram til forseta árið 2016. „Ég ætlaði aldrei að tala um það sem Trump gerði, Aldrei,“ svaraði hún aðspurð. Carroll, sem var dálkahöfundur, sagðist hafa farið inn í búningsklefa verslunarinnar með Trump í gamni, þar sem hann hafði beðið hana um að máta undirfatnað en hún skorað á hann til baka að máta sjálfur. Þegar hann réðist á hana hefði hún ósjálfrátt brugðist við með því að hlæja og haldið að það myndi róa Trump. Tacopina spurði Carroll ítrekað hvers vegna hún hefði ekki öskrað en hún sagðist hafa fundið fyrir of miklum sársauka til að öskra og það væri ekki hægt að álasa henni fyrir að öskra ekki. Þá benti hún á að þolendur væru oftsinnis spurðir að þessu, sem fældi þá frá því að leita til lögreglu. Þegar Tacopina gekk á hana lét hún þau orð falla sem getið er hér að ofan... öskur eða ekki öskur; Trump hefði nauðgað henni. Carroll hefur sjálf greint frá því að hafa fyrst brugðist við árásinni með því að fara að hlæja og einnig að hafa hlegið þegar hún sagði vinkonu sinni frá árásinni í síma. Hún sagðist hins vegar aðeins hafa gert það í geðshræringu, eins og til að sannfæra sjálfa sig um að þetta hefði ekki verið eins slæmt og hún upplifði. Þá hefðu vinir hennar gefið henni misvísandi ráð um hvort hún ætti að leita til lögreglu eða ekki. Réttarhöldin halda áfram á mánudag en ekki er gert ráð fyrir að Trump muni bera vitni í málinu. Umfjöllun Guardian. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 MeToo Donald Trump Kynferðisofbeldi Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Sjá meira
„Ég er að segja þér það að hann nauðgaði mér, hvort sem ég öskraði eða ekki,“ sagði Carroll á einum tímapunkti þegar Tacopina gekk á hana. Carroll var meðal annars spurð að því hvers vegna hún hefði ekki stigið fyrr fram en hún svaraði á þann veg að hún hefði fundið hvata til þess í kjölfar uppljóstrana um kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein og upphafs #MeToo hreyfingarinnar. Hún sagði það aldrei hafa hvarflað að sér að greina frá nauðguninni þegar Trump bauð sig fram til forseta árið 2016. „Ég ætlaði aldrei að tala um það sem Trump gerði, Aldrei,“ svaraði hún aðspurð. Carroll, sem var dálkahöfundur, sagðist hafa farið inn í búningsklefa verslunarinnar með Trump í gamni, þar sem hann hafði beðið hana um að máta undirfatnað en hún skorað á hann til baka að máta sjálfur. Þegar hann réðist á hana hefði hún ósjálfrátt brugðist við með því að hlæja og haldið að það myndi róa Trump. Tacopina spurði Carroll ítrekað hvers vegna hún hefði ekki öskrað en hún sagðist hafa fundið fyrir of miklum sársauka til að öskra og það væri ekki hægt að álasa henni fyrir að öskra ekki. Þá benti hún á að þolendur væru oftsinnis spurðir að þessu, sem fældi þá frá því að leita til lögreglu. Þegar Tacopina gekk á hana lét hún þau orð falla sem getið er hér að ofan... öskur eða ekki öskur; Trump hefði nauðgað henni. Carroll hefur sjálf greint frá því að hafa fyrst brugðist við árásinni með því að fara að hlæja og einnig að hafa hlegið þegar hún sagði vinkonu sinni frá árásinni í síma. Hún sagðist hins vegar aðeins hafa gert það í geðshræringu, eins og til að sannfæra sjálfa sig um að þetta hefði ekki verið eins slæmt og hún upplifði. Þá hefðu vinir hennar gefið henni misvísandi ráð um hvort hún ætti að leita til lögreglu eða ekki. Réttarhöldin halda áfram á mánudag en ekki er gert ráð fyrir að Trump muni bera vitni í málinu. Umfjöllun Guardian.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 MeToo Donald Trump Kynferðisofbeldi Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Sjá meira