Bindur vonir við nýja forystu ASÍ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. apríl 2023 10:32 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segist sammála fjármálaráði að ríkisstjórnin þurfi að draga úr útgjöldum sínum. Vísir/Arnar Ásgeir Jónsson segist binda miklar vonir við að ný forysta ASÍ komi sambandinu á þann stað að það verði aftur leiðandi á vinnumarkaði. Vinnumarkaðurinn þurfi að taka ábyrgð á sínum þætti í verðbólgunni og fara að grípa til aðgerða til að árangur náist í baráttu gegn henni. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri peningastefnu sitja fyrir svörum á opnum fundi Efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Efni fundarins er ný skýrsla peningastefnunefndar Seðlabankans til Alþingis. Verðbólga mælist nú 9,9 prósent sem Ásgeir segir vonbrigði. „Það olli mér miklum vonbrigðum og sérstaklega olli vonbrigðum að fasteignaverð sé enn að leggja til verðbólgunnar. Það stafar að einhverju leiti af því að framboð hefur aldrei haldið í við eftirspurn frá Hruni, byggingargeirinn fór illa og það komu mörg ár þar sem fólkinu fjölgaði í landinu en ekki var byggt í neinu mæli. Við erum að súpa seyðið af því,“ sagði Ásgeir í upphafi fundarins. Enn meira aðhald þurfi í ríkisfjármálum Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2024 til 2028 var kynnt í lok mars og eru þar ýmis gjöld og skattar hækkaðir til að vinna á verðbólgunni. Fjármálaráð gagnrýndi hins vegar ríkisstjórnina fyrir að minnka ekki útgjöld ríkissjóðs enn meira og áætlar ríkisstjórn að ríkissjóður verði rekinn með halla til 2027. Ásgeir tekur undir með fjármálaráði. „Við viljum sjá meira aðhald í ríkisfjármálum. En á móti kemur líka að það er erfiðara að reka ríkissjóð.Það er erfitt að ætla að vera með snöggar breytingar því á sama tíma liggur við að það er þörf á töluverðum fjárfestingum. Við getum ekki rekið þessa ferðaþjónustu áfram með þetta vegakerfi en við höfum viljað sjá meira og meira aðhald,“ segir Ásgeir. Bindur vonir við að vinnumarkaðurinn taki ábyrgð Fjármálaáætlunin sé þó skýrt merki um að ríkisstjórnin sé meðvituð um vandann og byrjuð að vinda ofan af honum. „Ég vona að þau herði á þessu í næstu fjárlögum. Núna bíðum við eftir vinnumarkaðnum. Ég bind miklar vonir við næsta þing ASÍ að það samband verði aftur leiðandi og vinnumarkaðurinn taki ábyrgð líka þannig að við getum unnið þetta saman,“ segir Ásgeir en síðasti dagur 45. þings ASÍ fer fram í dag og verður kjörin ný forysta á fundi dagsins. Alþingi Seðlabankinn Efnahagsmál ASÍ Tengdar fréttir Ekki ljós punktur í verðbólgutölum og Seðlabankinn mun bregðast hart við Líklegt er að Seðlabankinn bregðist hart við tíðindum um hærri verðbólgu – sem var langt yfir opinberum spám greinenda - og hækkandi verðbólguálagi. Sjóðstjóri telur að Seðlabankinn muni hækka stýrivexti um eitt prósent við næstu vaxtaákvörðun. Gangi það eftir yrðu þeir 8,5 prósent. Annar sjóðstjóri segir erfitt að sjá „ljósan punkt“ í nýjustu verðbólgumælingu því „hann er líklega ekki til staðar.“ 28. apríl 2023 07:00 Bankarnir bíða með óþreyju eftir sjálfbærri útgáfu ríkissjóðs Íslensku viðskiptabankanir bíða óþreyjufullir eftir því að ríkissjóður gefi út sitt fyrsta sjálfbæra skuldabréf sem myndi gagnast sem viðmið fyrir verðlagningu á sjálfbærum íslenskum skuldabréfum á erlendum mörkuðum. Engin ákvörðun hefur verið tekin um tímasetningu enda er ríkissjóður, sem uppfyllir alla lánsfjárþörf sína með útgáfu á innlendum markaði, ekki í neinum flýti. 24. apríl 2023 13:52 Bein útsending: Ræða skýrslu peningastefnunefndar til þingsins Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis heldur opinn fund um skýrslu peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands til Alþingis klukkan 9:15 í dag. 28. apríl 2023 08:46 Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Sjá meira
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri peningastefnu sitja fyrir svörum á opnum fundi Efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Efni fundarins er ný skýrsla peningastefnunefndar Seðlabankans til Alþingis. Verðbólga mælist nú 9,9 prósent sem Ásgeir segir vonbrigði. „Það olli mér miklum vonbrigðum og sérstaklega olli vonbrigðum að fasteignaverð sé enn að leggja til verðbólgunnar. Það stafar að einhverju leiti af því að framboð hefur aldrei haldið í við eftirspurn frá Hruni, byggingargeirinn fór illa og það komu mörg ár þar sem fólkinu fjölgaði í landinu en ekki var byggt í neinu mæli. Við erum að súpa seyðið af því,“ sagði Ásgeir í upphafi fundarins. Enn meira aðhald þurfi í ríkisfjármálum Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2024 til 2028 var kynnt í lok mars og eru þar ýmis gjöld og skattar hækkaðir til að vinna á verðbólgunni. Fjármálaráð gagnrýndi hins vegar ríkisstjórnina fyrir að minnka ekki útgjöld ríkissjóðs enn meira og áætlar ríkisstjórn að ríkissjóður verði rekinn með halla til 2027. Ásgeir tekur undir með fjármálaráði. „Við viljum sjá meira aðhald í ríkisfjármálum. En á móti kemur líka að það er erfiðara að reka ríkissjóð.Það er erfitt að ætla að vera með snöggar breytingar því á sama tíma liggur við að það er þörf á töluverðum fjárfestingum. Við getum ekki rekið þessa ferðaþjónustu áfram með þetta vegakerfi en við höfum viljað sjá meira og meira aðhald,“ segir Ásgeir. Bindur vonir við að vinnumarkaðurinn taki ábyrgð Fjármálaáætlunin sé þó skýrt merki um að ríkisstjórnin sé meðvituð um vandann og byrjuð að vinda ofan af honum. „Ég vona að þau herði á þessu í næstu fjárlögum. Núna bíðum við eftir vinnumarkaðnum. Ég bind miklar vonir við næsta þing ASÍ að það samband verði aftur leiðandi og vinnumarkaðurinn taki ábyrgð líka þannig að við getum unnið þetta saman,“ segir Ásgeir en síðasti dagur 45. þings ASÍ fer fram í dag og verður kjörin ný forysta á fundi dagsins.
Alþingi Seðlabankinn Efnahagsmál ASÍ Tengdar fréttir Ekki ljós punktur í verðbólgutölum og Seðlabankinn mun bregðast hart við Líklegt er að Seðlabankinn bregðist hart við tíðindum um hærri verðbólgu – sem var langt yfir opinberum spám greinenda - og hækkandi verðbólguálagi. Sjóðstjóri telur að Seðlabankinn muni hækka stýrivexti um eitt prósent við næstu vaxtaákvörðun. Gangi það eftir yrðu þeir 8,5 prósent. Annar sjóðstjóri segir erfitt að sjá „ljósan punkt“ í nýjustu verðbólgumælingu því „hann er líklega ekki til staðar.“ 28. apríl 2023 07:00 Bankarnir bíða með óþreyju eftir sjálfbærri útgáfu ríkissjóðs Íslensku viðskiptabankanir bíða óþreyjufullir eftir því að ríkissjóður gefi út sitt fyrsta sjálfbæra skuldabréf sem myndi gagnast sem viðmið fyrir verðlagningu á sjálfbærum íslenskum skuldabréfum á erlendum mörkuðum. Engin ákvörðun hefur verið tekin um tímasetningu enda er ríkissjóður, sem uppfyllir alla lánsfjárþörf sína með útgáfu á innlendum markaði, ekki í neinum flýti. 24. apríl 2023 13:52 Bein útsending: Ræða skýrslu peningastefnunefndar til þingsins Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis heldur opinn fund um skýrslu peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands til Alþingis klukkan 9:15 í dag. 28. apríl 2023 08:46 Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Sjá meira
Ekki ljós punktur í verðbólgutölum og Seðlabankinn mun bregðast hart við Líklegt er að Seðlabankinn bregðist hart við tíðindum um hærri verðbólgu – sem var langt yfir opinberum spám greinenda - og hækkandi verðbólguálagi. Sjóðstjóri telur að Seðlabankinn muni hækka stýrivexti um eitt prósent við næstu vaxtaákvörðun. Gangi það eftir yrðu þeir 8,5 prósent. Annar sjóðstjóri segir erfitt að sjá „ljósan punkt“ í nýjustu verðbólgumælingu því „hann er líklega ekki til staðar.“ 28. apríl 2023 07:00
Bankarnir bíða með óþreyju eftir sjálfbærri útgáfu ríkissjóðs Íslensku viðskiptabankanir bíða óþreyjufullir eftir því að ríkissjóður gefi út sitt fyrsta sjálfbæra skuldabréf sem myndi gagnast sem viðmið fyrir verðlagningu á sjálfbærum íslenskum skuldabréfum á erlendum mörkuðum. Engin ákvörðun hefur verið tekin um tímasetningu enda er ríkissjóður, sem uppfyllir alla lánsfjárþörf sína með útgáfu á innlendum markaði, ekki í neinum flýti. 24. apríl 2023 13:52
Bein útsending: Ræða skýrslu peningastefnunefndar til þingsins Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis heldur opinn fund um skýrslu peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands til Alþingis klukkan 9:15 í dag. 28. apríl 2023 08:46