Bindur vonir við nýja forystu ASÍ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. apríl 2023 10:32 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segist sammála fjármálaráði að ríkisstjórnin þurfi að draga úr útgjöldum sínum. Vísir/Arnar Ásgeir Jónsson segist binda miklar vonir við að ný forysta ASÍ komi sambandinu á þann stað að það verði aftur leiðandi á vinnumarkaði. Vinnumarkaðurinn þurfi að taka ábyrgð á sínum þætti í verðbólgunni og fara að grípa til aðgerða til að árangur náist í baráttu gegn henni. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri peningastefnu sitja fyrir svörum á opnum fundi Efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Efni fundarins er ný skýrsla peningastefnunefndar Seðlabankans til Alþingis. Verðbólga mælist nú 9,9 prósent sem Ásgeir segir vonbrigði. „Það olli mér miklum vonbrigðum og sérstaklega olli vonbrigðum að fasteignaverð sé enn að leggja til verðbólgunnar. Það stafar að einhverju leiti af því að framboð hefur aldrei haldið í við eftirspurn frá Hruni, byggingargeirinn fór illa og það komu mörg ár þar sem fólkinu fjölgaði í landinu en ekki var byggt í neinu mæli. Við erum að súpa seyðið af því,“ sagði Ásgeir í upphafi fundarins. Enn meira aðhald þurfi í ríkisfjármálum Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2024 til 2028 var kynnt í lok mars og eru þar ýmis gjöld og skattar hækkaðir til að vinna á verðbólgunni. Fjármálaráð gagnrýndi hins vegar ríkisstjórnina fyrir að minnka ekki útgjöld ríkissjóðs enn meira og áætlar ríkisstjórn að ríkissjóður verði rekinn með halla til 2027. Ásgeir tekur undir með fjármálaráði. „Við viljum sjá meira aðhald í ríkisfjármálum. En á móti kemur líka að það er erfiðara að reka ríkissjóð.Það er erfitt að ætla að vera með snöggar breytingar því á sama tíma liggur við að það er þörf á töluverðum fjárfestingum. Við getum ekki rekið þessa ferðaþjónustu áfram með þetta vegakerfi en við höfum viljað sjá meira og meira aðhald,“ segir Ásgeir. Bindur vonir við að vinnumarkaðurinn taki ábyrgð Fjármálaáætlunin sé þó skýrt merki um að ríkisstjórnin sé meðvituð um vandann og byrjuð að vinda ofan af honum. „Ég vona að þau herði á þessu í næstu fjárlögum. Núna bíðum við eftir vinnumarkaðnum. Ég bind miklar vonir við næsta þing ASÍ að það samband verði aftur leiðandi og vinnumarkaðurinn taki ábyrgð líka þannig að við getum unnið þetta saman,“ segir Ásgeir en síðasti dagur 45. þings ASÍ fer fram í dag og verður kjörin ný forysta á fundi dagsins. Alþingi Seðlabankinn Efnahagsmál ASÍ Tengdar fréttir Ekki ljós punktur í verðbólgutölum og Seðlabankinn mun bregðast hart við Líklegt er að Seðlabankinn bregðist hart við tíðindum um hærri verðbólgu – sem var langt yfir opinberum spám greinenda - og hækkandi verðbólguálagi. Sjóðstjóri telur að Seðlabankinn muni hækka stýrivexti um eitt prósent við næstu vaxtaákvörðun. Gangi það eftir yrðu þeir 8,5 prósent. Annar sjóðstjóri segir erfitt að sjá „ljósan punkt“ í nýjustu verðbólgumælingu því „hann er líklega ekki til staðar.“ 28. apríl 2023 07:00 Bankarnir bíða með óþreyju eftir sjálfbærri útgáfu ríkissjóðs Íslensku viðskiptabankanir bíða óþreyjufullir eftir því að ríkissjóður gefi út sitt fyrsta sjálfbæra skuldabréf sem myndi gagnast sem viðmið fyrir verðlagningu á sjálfbærum íslenskum skuldabréfum á erlendum mörkuðum. Engin ákvörðun hefur verið tekin um tímasetningu enda er ríkissjóður, sem uppfyllir alla lánsfjárþörf sína með útgáfu á innlendum markaði, ekki í neinum flýti. 24. apríl 2023 13:52 Bein útsending: Ræða skýrslu peningastefnunefndar til þingsins Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis heldur opinn fund um skýrslu peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands til Alþingis klukkan 9:15 í dag. 28. apríl 2023 08:46 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri peningastefnu sitja fyrir svörum á opnum fundi Efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Efni fundarins er ný skýrsla peningastefnunefndar Seðlabankans til Alþingis. Verðbólga mælist nú 9,9 prósent sem Ásgeir segir vonbrigði. „Það olli mér miklum vonbrigðum og sérstaklega olli vonbrigðum að fasteignaverð sé enn að leggja til verðbólgunnar. Það stafar að einhverju leiti af því að framboð hefur aldrei haldið í við eftirspurn frá Hruni, byggingargeirinn fór illa og það komu mörg ár þar sem fólkinu fjölgaði í landinu en ekki var byggt í neinu mæli. Við erum að súpa seyðið af því,“ sagði Ásgeir í upphafi fundarins. Enn meira aðhald þurfi í ríkisfjármálum Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2024 til 2028 var kynnt í lok mars og eru þar ýmis gjöld og skattar hækkaðir til að vinna á verðbólgunni. Fjármálaráð gagnrýndi hins vegar ríkisstjórnina fyrir að minnka ekki útgjöld ríkissjóðs enn meira og áætlar ríkisstjórn að ríkissjóður verði rekinn með halla til 2027. Ásgeir tekur undir með fjármálaráði. „Við viljum sjá meira aðhald í ríkisfjármálum. En á móti kemur líka að það er erfiðara að reka ríkissjóð.Það er erfitt að ætla að vera með snöggar breytingar því á sama tíma liggur við að það er þörf á töluverðum fjárfestingum. Við getum ekki rekið þessa ferðaþjónustu áfram með þetta vegakerfi en við höfum viljað sjá meira og meira aðhald,“ segir Ásgeir. Bindur vonir við að vinnumarkaðurinn taki ábyrgð Fjármálaáætlunin sé þó skýrt merki um að ríkisstjórnin sé meðvituð um vandann og byrjuð að vinda ofan af honum. „Ég vona að þau herði á þessu í næstu fjárlögum. Núna bíðum við eftir vinnumarkaðnum. Ég bind miklar vonir við næsta þing ASÍ að það samband verði aftur leiðandi og vinnumarkaðurinn taki ábyrgð líka þannig að við getum unnið þetta saman,“ segir Ásgeir en síðasti dagur 45. þings ASÍ fer fram í dag og verður kjörin ný forysta á fundi dagsins.
Alþingi Seðlabankinn Efnahagsmál ASÍ Tengdar fréttir Ekki ljós punktur í verðbólgutölum og Seðlabankinn mun bregðast hart við Líklegt er að Seðlabankinn bregðist hart við tíðindum um hærri verðbólgu – sem var langt yfir opinberum spám greinenda - og hækkandi verðbólguálagi. Sjóðstjóri telur að Seðlabankinn muni hækka stýrivexti um eitt prósent við næstu vaxtaákvörðun. Gangi það eftir yrðu þeir 8,5 prósent. Annar sjóðstjóri segir erfitt að sjá „ljósan punkt“ í nýjustu verðbólgumælingu því „hann er líklega ekki til staðar.“ 28. apríl 2023 07:00 Bankarnir bíða með óþreyju eftir sjálfbærri útgáfu ríkissjóðs Íslensku viðskiptabankanir bíða óþreyjufullir eftir því að ríkissjóður gefi út sitt fyrsta sjálfbæra skuldabréf sem myndi gagnast sem viðmið fyrir verðlagningu á sjálfbærum íslenskum skuldabréfum á erlendum mörkuðum. Engin ákvörðun hefur verið tekin um tímasetningu enda er ríkissjóður, sem uppfyllir alla lánsfjárþörf sína með útgáfu á innlendum markaði, ekki í neinum flýti. 24. apríl 2023 13:52 Bein útsending: Ræða skýrslu peningastefnunefndar til þingsins Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis heldur opinn fund um skýrslu peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands til Alþingis klukkan 9:15 í dag. 28. apríl 2023 08:46 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Ekki ljós punktur í verðbólgutölum og Seðlabankinn mun bregðast hart við Líklegt er að Seðlabankinn bregðist hart við tíðindum um hærri verðbólgu – sem var langt yfir opinberum spám greinenda - og hækkandi verðbólguálagi. Sjóðstjóri telur að Seðlabankinn muni hækka stýrivexti um eitt prósent við næstu vaxtaákvörðun. Gangi það eftir yrðu þeir 8,5 prósent. Annar sjóðstjóri segir erfitt að sjá „ljósan punkt“ í nýjustu verðbólgumælingu því „hann er líklega ekki til staðar.“ 28. apríl 2023 07:00
Bankarnir bíða með óþreyju eftir sjálfbærri útgáfu ríkissjóðs Íslensku viðskiptabankanir bíða óþreyjufullir eftir því að ríkissjóður gefi út sitt fyrsta sjálfbæra skuldabréf sem myndi gagnast sem viðmið fyrir verðlagningu á sjálfbærum íslenskum skuldabréfum á erlendum mörkuðum. Engin ákvörðun hefur verið tekin um tímasetningu enda er ríkissjóður, sem uppfyllir alla lánsfjárþörf sína með útgáfu á innlendum markaði, ekki í neinum flýti. 24. apríl 2023 13:52
Bein útsending: Ræða skýrslu peningastefnunefndar til þingsins Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis heldur opinn fund um skýrslu peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands til Alþingis klukkan 9:15 í dag. 28. apríl 2023 08:46