Umfjöllun og viðtöl: HK – Fylkir 1-0 | Örvar getur ekki hætt að skora Andri Már Eggertsson skrifar 29. apríl 2023 16:30 HK gat leyft sér að fagna. Vísir/Hulda Margrét HK vann Fylki í Kórnum 1-0. Allt benti til þess að leikurinn myndi enda með markalausu jafntefli. Örvar Eggertsson skoraði sigurmarkið á 84. mínútu þegar hann fylgdi eftir skot sem Ólafur Kristófer varði. Það var nýliðaslagur í Kórnum þegar HK og Fylkir áttust við. Ólíkt öðrum leikjum hjá HK í deildinni var þetta tíðindalítill fyrri hálfleikur. Eyþór Wöhler sem HK fékk að láni frá Blikum fór beint í byrjunarliðið. Gestirnir úr Árbæ fengu dauðafæri á 21. mínútu. Arnar Freyr Ólafsson, markmaður HK, missti svífandi bolta í teignum og Ólafur Karl Finsen ætlaði að skalla boltann í opið mark en Birkir Valur Jónsson fleygði sér á boltann og tæklaði hann í burtu. Örvar Eggertsson fékk besta færi heimamanna í fyrri hálfleik. Birkir Valur átti góða sendingu fyrir markið á Örvar sem fékk boltann í bringuna og náði ekki að stýra boltanum á markið. Örvar kallaði eftir vítaspyrnu en fékk ekki. Staðan var markalaus í hálfleik 0-0. Bæði lið fengu færi til að brjóta ísinn en inn vildi boltinn ekki. Ólíkt fyrri hálfleik fór seinni hálfleikur fjörlega af stað. Örvar Eggertsson hélt áfram að fá færi. Arnþór Ari átti laglega sendingu út í teiginn og Örvar náði að tækla boltann á markið en Ólafur Kristófer var ekki í vandræðum með að verja skot Örvars. Skömmu síðar vann Þórður Gunnar boltann á góðum stað og var kominn í góða stöðu hægra megin í teignum en Arnar Freyr varði skot hans. Örvar Eggertsson braut ísinn á 84. mínútu og skoraði sigurmarkið. Atli Jónasson var í baráttu við Orra Svein Stefánsson á vinstri kantinum. Atli fór framhjá honum náði skoti á markið sem Ólafur Kristófer varði út í teiginn og Örvar fylgdi eftir. Atli Jónasson fékk boltann í hendina og eðlilega voru Fylkismenn brjálaðir yfir því að markið hafði fengið að standa. HK vann að lokum 1-0 sigur. Þetta var fyrsti sigur HK gegn Fylki í mótsleik í Kórnum. Af hverju vann HK? Í síðustu tíu deildarleikjum hafði HK ekki tekist að halda hreinu. Varnarleikur HK var þéttur og heimamenn gáfu fá færi á sig. Leikurinn var lokaður og markalaust jafntefli hefði verið sanngjörn niðurstaða en mark Örvars taldi sem skilaði HK sigri. Hverjir stóðu upp úr? Örvar Eggertsson getur ekki hætt að skora. Örvar hefur skorað í öllum leikjum HK það sem af er tímabils. Birkir Valur Jónsson spilaði vel í hægri bakverðinum. Birkir bjargaði frábærlega í fyrri hálfleik þegar Ólafur Karl Finsen var að fara skalla boltann í opið mark. Birkir náði að fleygja sér í boltann á undan Ólafi. Hvað gekk illa? Einar Ingi Jóhannsson, dómari leiksins, gerði stór mistök í leiknum. Atli Þór Jónasson fékk boltann í hendina í aðdraganda marks HK. Fylkismenn voru afar ósáttir með að markið hafi fengið að standa og Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, sagði að Einar Ingi hafi viðurkennt eftir leikinn að boltinn hafi farið í höndina á Atla. Hvað gerist næst? HK mætir KR á Meistaravöllum á miðvikudaginn klukkan 19:15. Fylkir fær Val í heimsókn á miðvikudaginn klukkan 20:15. Rúnar Páll: HK skoraði kolólöglegt mark Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, var ekki ánægður með dómgæsluna í dagVísir/Hulda Margrét Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, var ekki sáttur með að mark HK hafi fengið að standa. HK vann leikinn 1-0. „Þetta var mjög súrt miðað við hvernig leikurinn þróaðist. Leikurinn var í fínu jafnvægi þangað til HK skoraði. Þetta var kolólöglegt mark þar sem þetta var hendi í upphafi marksins og mér fannst þetta galin dómgæsla.“ Rúnar Páll var afar ósáttur með að mark HK hafi fengið að standa þar sem boltinn fór í höndina á Atla Þór Jónassyni í aðdraganda marksins. „Dómarinn sagði að þetta væri ekki hendi en hann viðurkenndi það að boltinn fór í höndina á honum. Ég bara næ þessu ekki því miður. Hann komst inn fyrir út af þessu og mér fannst þetta frekar ódýrt.“ Rúnar var nokkuð ánægður með frammistöðuna þrátt fyrir tap. „Mér fannst frammistaða Fylkis bara fín. Við komumst ágætlega á bakvið þá hægra megin þar sem við fengum möguleika til að skora mörk en við hefðum átt að nýta þessi augnablik betur,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla HK Fylkir
HK vann Fylki í Kórnum 1-0. Allt benti til þess að leikurinn myndi enda með markalausu jafntefli. Örvar Eggertsson skoraði sigurmarkið á 84. mínútu þegar hann fylgdi eftir skot sem Ólafur Kristófer varði. Það var nýliðaslagur í Kórnum þegar HK og Fylkir áttust við. Ólíkt öðrum leikjum hjá HK í deildinni var þetta tíðindalítill fyrri hálfleikur. Eyþór Wöhler sem HK fékk að láni frá Blikum fór beint í byrjunarliðið. Gestirnir úr Árbæ fengu dauðafæri á 21. mínútu. Arnar Freyr Ólafsson, markmaður HK, missti svífandi bolta í teignum og Ólafur Karl Finsen ætlaði að skalla boltann í opið mark en Birkir Valur Jónsson fleygði sér á boltann og tæklaði hann í burtu. Örvar Eggertsson fékk besta færi heimamanna í fyrri hálfleik. Birkir Valur átti góða sendingu fyrir markið á Örvar sem fékk boltann í bringuna og náði ekki að stýra boltanum á markið. Örvar kallaði eftir vítaspyrnu en fékk ekki. Staðan var markalaus í hálfleik 0-0. Bæði lið fengu færi til að brjóta ísinn en inn vildi boltinn ekki. Ólíkt fyrri hálfleik fór seinni hálfleikur fjörlega af stað. Örvar Eggertsson hélt áfram að fá færi. Arnþór Ari átti laglega sendingu út í teiginn og Örvar náði að tækla boltann á markið en Ólafur Kristófer var ekki í vandræðum með að verja skot Örvars. Skömmu síðar vann Þórður Gunnar boltann á góðum stað og var kominn í góða stöðu hægra megin í teignum en Arnar Freyr varði skot hans. Örvar Eggertsson braut ísinn á 84. mínútu og skoraði sigurmarkið. Atli Jónasson var í baráttu við Orra Svein Stefánsson á vinstri kantinum. Atli fór framhjá honum náði skoti á markið sem Ólafur Kristófer varði út í teiginn og Örvar fylgdi eftir. Atli Jónasson fékk boltann í hendina og eðlilega voru Fylkismenn brjálaðir yfir því að markið hafði fengið að standa. HK vann að lokum 1-0 sigur. Þetta var fyrsti sigur HK gegn Fylki í mótsleik í Kórnum. Af hverju vann HK? Í síðustu tíu deildarleikjum hafði HK ekki tekist að halda hreinu. Varnarleikur HK var þéttur og heimamenn gáfu fá færi á sig. Leikurinn var lokaður og markalaust jafntefli hefði verið sanngjörn niðurstaða en mark Örvars taldi sem skilaði HK sigri. Hverjir stóðu upp úr? Örvar Eggertsson getur ekki hætt að skora. Örvar hefur skorað í öllum leikjum HK það sem af er tímabils. Birkir Valur Jónsson spilaði vel í hægri bakverðinum. Birkir bjargaði frábærlega í fyrri hálfleik þegar Ólafur Karl Finsen var að fara skalla boltann í opið mark. Birkir náði að fleygja sér í boltann á undan Ólafi. Hvað gekk illa? Einar Ingi Jóhannsson, dómari leiksins, gerði stór mistök í leiknum. Atli Þór Jónasson fékk boltann í hendina í aðdraganda marks HK. Fylkismenn voru afar ósáttir með að markið hafi fengið að standa og Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, sagði að Einar Ingi hafi viðurkennt eftir leikinn að boltinn hafi farið í höndina á Atla. Hvað gerist næst? HK mætir KR á Meistaravöllum á miðvikudaginn klukkan 19:15. Fylkir fær Val í heimsókn á miðvikudaginn klukkan 20:15. Rúnar Páll: HK skoraði kolólöglegt mark Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, var ekki ánægður með dómgæsluna í dagVísir/Hulda Margrét Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, var ekki sáttur með að mark HK hafi fengið að standa. HK vann leikinn 1-0. „Þetta var mjög súrt miðað við hvernig leikurinn þróaðist. Leikurinn var í fínu jafnvægi þangað til HK skoraði. Þetta var kolólöglegt mark þar sem þetta var hendi í upphafi marksins og mér fannst þetta galin dómgæsla.“ Rúnar Páll var afar ósáttur með að mark HK hafi fengið að standa þar sem boltinn fór í höndina á Atla Þór Jónassyni í aðdraganda marksins. „Dómarinn sagði að þetta væri ekki hendi en hann viðurkenndi það að boltinn fór í höndina á honum. Ég bara næ þessu ekki því miður. Hann komst inn fyrir út af þessu og mér fannst þetta frekar ódýrt.“ Rúnar var nokkuð ánægður með frammistöðuna þrátt fyrir tap. „Mér fannst frammistaða Fylkis bara fín. Við komumst ágætlega á bakvið þá hægra megin þar sem við fengum möguleika til að skora mörk en við hefðum átt að nýta þessi augnablik betur,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson að lokum.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti