Umfjöllun og viðtöl: Víkingur – KA 1-0 | Fullkomin byrjun Víkinga heldur áfram Hinrik Wöhler skrifar 29. apríl 2023 19:00 Víkingar eru á toppi deildarinnar. Vísir/Hulda Margrét Víkingur sigraði KA í baráttuleik í Víkinni í fjórðu umferð Bestu deildar karla. Leikurinn endaði 1-0 þar sem færeyski landsliðsmaðurinn, Gunnar Vatnhamar, reyndist hetja heimamanna með marki á 88. mínútu leiksins. Víkingar hafa sigrað alla fjóra leiki sína sem af er tímabili og sitja á toppi Bestu deildar karla, liðið hefur skorað átta mörk og eiga enn eftir að fá mark á sig. Leikurinn fór ágætlega af stað en bæði lið sköpuðu sér sæmileg færi í upphafi leiks. Hallgrímur Mar fékk færi inn í vítateig Víkinga í byrjun leiks en náði ekki nægilega góðu skoti og endaði boltinn langt yfir. Norðanmenn sóttu meira fyrstu tuttugu mínútur leiksins en náðu þó ekki að skapa sér nægilega góð færi. Um miðbik fyrri hálfleiks kom meiri kraftur í heimamenn og byrjuðu þeir sækja að marki KA-manna. Á 26. mínútu leiksins tók Pablo Punyed fyrstu hornspyrnu Víkinga og endaði knötturinn hjá Birni Snæ Ingasyni sem tók bylmingsskot fyrir utan teiginn og endaði skotið í slánni, hættulegasta færi leiksins hingað til. Tíu mínútum síðar fær Birnir Snær frábæra sendingu inn fyrir vörn KA og er gott sem búinn að leika á Steinþór Auðunsson, markvörð KA, sem stóð afar framarlega. Hrannar Björn Steingrímsson náði þá að vinna boltann af Birni á síðustu stundu fyrir KA og sluppu gestirnir með skrekkinn. Meira markvert gerðist ekki í fyrri hálfleik og var markalaust í hálfleik. Það færðist meiri harka í leikinn í upphafi seinni hálfleiks og var mikil barátta í liðunum í upphafi seinni hálfleiks. Besta færi gestanna kom eftir rúmlega klukkutíma leik. Þorri Mar Þórisson sendir háan bolta sem Halldór Smári Sigurðsson missir af og endar Bjarni Aðalsteinsson einn á móti markmanni Víkinga, Ingvari Jónssyni. Ingvar var fljótur að átta sig og lokaði vel á Bjarna, frábært færi sem Bjarni hefði getað nýtt betur. Víkingar gera þrefalda skiptingu á 62. mínútu leiks og eftir hana taka heimamenn öll völd á vellinum og fer leikurinn gott sem fram á vallarhelming KA. Varnarmenn KA voru mjög skipulagðir og agaðir en Víkingar fundu engar almennilegar glufur í vörn KA. Það var ekki fyrr en á 88. mínútu leiksins þegar Víkingar náðu að brjóta ísinn. Varamaðurinn Karl Friðleifur Gunnarsson fær boltann hægra megin á vellinum og sendir hnitmiðaða sendingu á Gunnar Vatnhamar sem er einn á auðum sjó inn í vítateig og stangar knöttinn í fjærhornið, óverjandi fyrir Steinþór í marki KA. KA reyndu að sækja undir lok leiks en vörn Víkinga stóðst pressuna og fjórði sigur Víkinga í deildinni staðreynd. Af hverju vann Víkingur? Þolinmæði er dyggð. Víkingar héldu sig við leikplanið og voru virkilega þolinmóðir þrátt fyrir að ná ekki að brjótast í gegnum vörn KA lengst af. Voru með yfirhöndina gott sem allan seinni hálfleikinn sem skilaði sér að lokum. Hverjir stóðu upp úr? Gunnar Vatnhamar er fyrstur á blaði. Hann steig ekki feilspor í varnarleik Víkinga og reyndist síðan hetja heimamanna með laglegum skalla undir lok leiks. Miðverðir KA, Dusan Brkovic og Ívar Örn Árnason, voru skipulagðir og stóðu sig með prýði í vörn KA. Leyfðu Víkingum ekki að skapa sér nein almennileg en fá þó fá mínus í kladdann fyrir að skilja Gunnar Vatnhamar aleinan inn í teig í sigurmarkinu. Hvað gekk illa? Leikurinn var frekar lokaður og náðu liðin ekki að skapa sér nægilega hættuleg færi þrátt fyrir fjöldann allan af sendingum á síðasta þriðjungi vallarins. Þrátt fyrir mikla pressu Víkinga hafði Steinþór Már það þokkalega náðugt í marki KA. Hvað gerist næst? Fimmta umferð Bestu deildar karla fer fram í vikunni. Víkingur mætir Keflavík á fimmtudag í Víkinni en KA fær FH í heimsókn á miðvikudaginn. Hallgrímur: „Ég held að önnur lið hafa ekki gefið Víking svona leik sem af er tímabili“ Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA.Hulda Margrét Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, hefur átt betri daga en hann þurfti að sætta sig við svekkjandi tap í kvöld á móti Víking. „Maður er virkilega svekktur, við spiluðum góðan leik á móti góðu liði. Við fáum dauðafæri til að skora. Það er mjög súrt að fá svona mark á sig. Ótrúlega flottir allan leikinn en svo kemur eitt móment og þeirra leikmaður kemst aleinn fyrir framan markið. Mér fannst þetta geta dottið báðum megin,“ sagði Hallgrímur eftir leikinn í kvöld. Varnarmenn KA gerðu virkilega vel að stöðva sóknir Víkinga lengst af og áttu heimamenn í mestu vandræðum að opna vörn norðanmanna. „Þetta eru tvö hörkugóð lið sem spila vel en kannski eru þau ekkert voðalega beinskeytt alltaf. Við viljum bæði halda í boltann og þess vegna var þetta kannski lokaður leikur. Þeir komast í fyrri hálfleik einir í gegn, svo komust við einn á móti markmanni sem við klúðrum og svo skora þeir.“ Þrátt fyrir svekkjandi tap er Hallgrímur sáttur með frammistöðuna og er bjartsýnn á komandi verkefni.„Ég held að önnur lið hafa ekki gefið Víking svona leik sem af er tímabili. Við vorum mjög flottir, þetta var góð frammistaða. Það er súrt að fá ekkert stig en ég held að allir sem hafa horft á þennan leik sjá að við erum á flottum stað. Við þurfum bara að fara skora mörk.“ Fótbolti Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík KA Besta deild karla
Víkingur sigraði KA í baráttuleik í Víkinni í fjórðu umferð Bestu deildar karla. Leikurinn endaði 1-0 þar sem færeyski landsliðsmaðurinn, Gunnar Vatnhamar, reyndist hetja heimamanna með marki á 88. mínútu leiksins. Víkingar hafa sigrað alla fjóra leiki sína sem af er tímabili og sitja á toppi Bestu deildar karla, liðið hefur skorað átta mörk og eiga enn eftir að fá mark á sig. Leikurinn fór ágætlega af stað en bæði lið sköpuðu sér sæmileg færi í upphafi leiks. Hallgrímur Mar fékk færi inn í vítateig Víkinga í byrjun leiks en náði ekki nægilega góðu skoti og endaði boltinn langt yfir. Norðanmenn sóttu meira fyrstu tuttugu mínútur leiksins en náðu þó ekki að skapa sér nægilega góð færi. Um miðbik fyrri hálfleiks kom meiri kraftur í heimamenn og byrjuðu þeir sækja að marki KA-manna. Á 26. mínútu leiksins tók Pablo Punyed fyrstu hornspyrnu Víkinga og endaði knötturinn hjá Birni Snæ Ingasyni sem tók bylmingsskot fyrir utan teiginn og endaði skotið í slánni, hættulegasta færi leiksins hingað til. Tíu mínútum síðar fær Birnir Snær frábæra sendingu inn fyrir vörn KA og er gott sem búinn að leika á Steinþór Auðunsson, markvörð KA, sem stóð afar framarlega. Hrannar Björn Steingrímsson náði þá að vinna boltann af Birni á síðustu stundu fyrir KA og sluppu gestirnir með skrekkinn. Meira markvert gerðist ekki í fyrri hálfleik og var markalaust í hálfleik. Það færðist meiri harka í leikinn í upphafi seinni hálfleiks og var mikil barátta í liðunum í upphafi seinni hálfleiks. Besta færi gestanna kom eftir rúmlega klukkutíma leik. Þorri Mar Þórisson sendir háan bolta sem Halldór Smári Sigurðsson missir af og endar Bjarni Aðalsteinsson einn á móti markmanni Víkinga, Ingvari Jónssyni. Ingvar var fljótur að átta sig og lokaði vel á Bjarna, frábært færi sem Bjarni hefði getað nýtt betur. Víkingar gera þrefalda skiptingu á 62. mínútu leiks og eftir hana taka heimamenn öll völd á vellinum og fer leikurinn gott sem fram á vallarhelming KA. Varnarmenn KA voru mjög skipulagðir og agaðir en Víkingar fundu engar almennilegar glufur í vörn KA. Það var ekki fyrr en á 88. mínútu leiksins þegar Víkingar náðu að brjóta ísinn. Varamaðurinn Karl Friðleifur Gunnarsson fær boltann hægra megin á vellinum og sendir hnitmiðaða sendingu á Gunnar Vatnhamar sem er einn á auðum sjó inn í vítateig og stangar knöttinn í fjærhornið, óverjandi fyrir Steinþór í marki KA. KA reyndu að sækja undir lok leiks en vörn Víkinga stóðst pressuna og fjórði sigur Víkinga í deildinni staðreynd. Af hverju vann Víkingur? Þolinmæði er dyggð. Víkingar héldu sig við leikplanið og voru virkilega þolinmóðir þrátt fyrir að ná ekki að brjótast í gegnum vörn KA lengst af. Voru með yfirhöndina gott sem allan seinni hálfleikinn sem skilaði sér að lokum. Hverjir stóðu upp úr? Gunnar Vatnhamar er fyrstur á blaði. Hann steig ekki feilspor í varnarleik Víkinga og reyndist síðan hetja heimamanna með laglegum skalla undir lok leiks. Miðverðir KA, Dusan Brkovic og Ívar Örn Árnason, voru skipulagðir og stóðu sig með prýði í vörn KA. Leyfðu Víkingum ekki að skapa sér nein almennileg en fá þó fá mínus í kladdann fyrir að skilja Gunnar Vatnhamar aleinan inn í teig í sigurmarkinu. Hvað gekk illa? Leikurinn var frekar lokaður og náðu liðin ekki að skapa sér nægilega hættuleg færi þrátt fyrir fjöldann allan af sendingum á síðasta þriðjungi vallarins. Þrátt fyrir mikla pressu Víkinga hafði Steinþór Már það þokkalega náðugt í marki KA. Hvað gerist næst? Fimmta umferð Bestu deildar karla fer fram í vikunni. Víkingur mætir Keflavík á fimmtudag í Víkinni en KA fær FH í heimsókn á miðvikudaginn. Hallgrímur: „Ég held að önnur lið hafa ekki gefið Víking svona leik sem af er tímabili“ Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA.Hulda Margrét Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, hefur átt betri daga en hann þurfti að sætta sig við svekkjandi tap í kvöld á móti Víking. „Maður er virkilega svekktur, við spiluðum góðan leik á móti góðu liði. Við fáum dauðafæri til að skora. Það er mjög súrt að fá svona mark á sig. Ótrúlega flottir allan leikinn en svo kemur eitt móment og þeirra leikmaður kemst aleinn fyrir framan markið. Mér fannst þetta geta dottið báðum megin,“ sagði Hallgrímur eftir leikinn í kvöld. Varnarmenn KA gerðu virkilega vel að stöðva sóknir Víkinga lengst af og áttu heimamenn í mestu vandræðum að opna vörn norðanmanna. „Þetta eru tvö hörkugóð lið sem spila vel en kannski eru þau ekkert voðalega beinskeytt alltaf. Við viljum bæði halda í boltann og þess vegna var þetta kannski lokaður leikur. Þeir komast í fyrri hálfleik einir í gegn, svo komust við einn á móti markmanni sem við klúðrum og svo skora þeir.“ Þrátt fyrir svekkjandi tap er Hallgrímur sáttur með frammistöðuna og er bjartsýnn á komandi verkefni.„Ég held að önnur lið hafa ekki gefið Víking svona leik sem af er tímabili. Við vorum mjög flottir, þetta var góð frammistaða. Það er súrt að fá ekkert stig en ég held að allir sem hafa horft á þennan leik sjá að við erum á flottum stað. Við þurfum bara að fara skora mörk.“