Hollywood muni laðast að Gufunesi Kristinn Haukur Guðnason skrifar 28. apríl 2023 16:09 Teikningar af kvikmyndaverunum í Gufunesi. +Arkitektar Borgarstjóri segir að verið sé undirbúa framtíðina með stóru F-i í Gufunesi. Tvöföldun kvikmyndaveranna þar er meðal hundruð verkefna sem kynnt eru fundinum Athafnaborgin í dag. Athafnaborgin er árlegur kynningarfundur um uppbyggingu innviða og atvinnulífs í Ráðhúsinu. „Þegar við byrjuðum á þessu fyrir um tíu árum var kannski ekki mikið að frétta en núna voru þetta mörg hundruð verkefni og nokkrar stórar fréttir sem var verið að kynna,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Framtíðin með stóru F-i Eitt af stærstu verkefnunum er tvöföldun á kvikmyndaverunum í Gufunesi. Samþykkt var í borgarráði í gær að ganga til samninga við RVK Studios og True North um að stækka lóðirnar. Fyrirtækin ætla að reisa 1.600 fermetra kvikmyndaver, hvert með 600 fermetra þjónusturými. Samanlagt eru þetta 8.800 fermetra byggingar. Leikstjórinn Baltasar Kormákur, eigandi RVK Studios, kynnti áætlanirnar á fundinum í dag. Baltasar Kormákur, eigandi RVK Studios, kynnti áformin á fundinum í dag.Vilhelm Gunnarsson Aðspurður um hvort að hið íslenska Hollywood sé að rísa í Gufunesi segir Dagur að kvikmyndaverið verði einstakt og beri þess merki að vera íslenskt. Hollywood muni laðast að því eins og við séum nú þegar farin að sjá. „Núna á að byggja upp það öfluga innviði að við getum tekist á hendur hvaða verkefni sem er. Í raun tvö stór verkefni á sama tíma. Það er verið að undirbúa framtíðina með stóru F-i þarna,“ segir Dagur. Fjölleikahús og þekkingarþorp Þá var einnig samþykkt að ganga til samninga við Vesturport um aðstöðu til þróunar sviðslista í Gufunesi. Vesturport hyggst byggja fjölnota húsnæði á 6.000 fermetra lóð. Hugmyndin er að vera með skapandi rými sem tengir saman leikhús, fjölleikahús og líkamsiðkun. Einnig jógasal, gufubað og listamannaíbúðir. Hyggst Vesturport nota húsið sem æfingarými en hópurinn hefur gert samning um að stýra uppsetningu á Frozen á Norðurlöndunum. Í vikunni var einnig undirrituð viljayfirlýsing í tengslum við Þekkingarþorpið í Vatnsmýri. Á vísindagarðasvæðinu mun Gróska tvöfaldast. Það er að annað frumkvöðla og nýsköpunarsetur við hliðina á Grósku. Metár í ferðaþjónustu Ein af stóru tíðindunum sem Dagur nefnir er að það stefnir í metár í ferðaþjónustu. Tölur um gistinætur sýni að árið verði stærra en árin fyrir covid faraldurinn. Dagur býst við metári í ferðaþjónustu í ár.Vilhelm Gunnarsson „Við erum búin að kortleggja þau verkefni sem eru í pípunum og erum að benda á uppbyggingarmöguleika á því sviði til að ferðaþjónustan þrýsti ekki um of á íbúðamarkaðinn,“ segir Dagur. Fyrir utan þessi verkefni séu ótal verkefni í bæði innviða og atvinnuuppbyggingu í Reykjavík. Þá bendir Dagur á að samkvæmt nýrri rannsókn Rannsóknarstofnunar verslunar og þjónustu að miðborgin sé í gríðarlegri sókn. Býsna spennandi tímar Á kynningarfundinum eru verkefni áberandi sem tengjast sköpun og nýsköpun. Dagur segir þetta vera býsna spennandi tíma í borginni. „Við höfum lagt áherslu á samvinnu við háskólana við atvinnulífið sem sé að búa til deiglu í þessu. Þetta er algjörlega að springa út í tengslum við Vatnsmýrina,“ segir hann. „Við sjáum líka að skapandi greinar í Gufunesi eru að verða risastór atvinnugrein innan borgarinnar. +Arkitektar +Arkitektar +Arkitektar +Arkitektar Reykjavík Menning Kvikmyndagerð á Íslandi Skipulag Tengdar fréttir Bein útsending: Kynningarfundur um uppbyggingu innviða og atvinnulífs Í dag fer fram kynningarfundur um uppbyggingu innviða og atvinnulífs á vegum Reykjavíkurborgar í Ráðhúsinu. Fundurinn hefst klukkan 9 og verður sýndur í beinu streymi hér neðar í fréttinni. 28. apríl 2023 08:30 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Fleiri fréttir Ný könnun Maskínu: „Þetta væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Sjá meira
Athafnaborgin er árlegur kynningarfundur um uppbyggingu innviða og atvinnulífs í Ráðhúsinu. „Þegar við byrjuðum á þessu fyrir um tíu árum var kannski ekki mikið að frétta en núna voru þetta mörg hundruð verkefni og nokkrar stórar fréttir sem var verið að kynna,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Framtíðin með stóru F-i Eitt af stærstu verkefnunum er tvöföldun á kvikmyndaverunum í Gufunesi. Samþykkt var í borgarráði í gær að ganga til samninga við RVK Studios og True North um að stækka lóðirnar. Fyrirtækin ætla að reisa 1.600 fermetra kvikmyndaver, hvert með 600 fermetra þjónusturými. Samanlagt eru þetta 8.800 fermetra byggingar. Leikstjórinn Baltasar Kormákur, eigandi RVK Studios, kynnti áætlanirnar á fundinum í dag. Baltasar Kormákur, eigandi RVK Studios, kynnti áformin á fundinum í dag.Vilhelm Gunnarsson Aðspurður um hvort að hið íslenska Hollywood sé að rísa í Gufunesi segir Dagur að kvikmyndaverið verði einstakt og beri þess merki að vera íslenskt. Hollywood muni laðast að því eins og við séum nú þegar farin að sjá. „Núna á að byggja upp það öfluga innviði að við getum tekist á hendur hvaða verkefni sem er. Í raun tvö stór verkefni á sama tíma. Það er verið að undirbúa framtíðina með stóru F-i þarna,“ segir Dagur. Fjölleikahús og þekkingarþorp Þá var einnig samþykkt að ganga til samninga við Vesturport um aðstöðu til þróunar sviðslista í Gufunesi. Vesturport hyggst byggja fjölnota húsnæði á 6.000 fermetra lóð. Hugmyndin er að vera með skapandi rými sem tengir saman leikhús, fjölleikahús og líkamsiðkun. Einnig jógasal, gufubað og listamannaíbúðir. Hyggst Vesturport nota húsið sem æfingarými en hópurinn hefur gert samning um að stýra uppsetningu á Frozen á Norðurlöndunum. Í vikunni var einnig undirrituð viljayfirlýsing í tengslum við Þekkingarþorpið í Vatnsmýri. Á vísindagarðasvæðinu mun Gróska tvöfaldast. Það er að annað frumkvöðla og nýsköpunarsetur við hliðina á Grósku. Metár í ferðaþjónustu Ein af stóru tíðindunum sem Dagur nefnir er að það stefnir í metár í ferðaþjónustu. Tölur um gistinætur sýni að árið verði stærra en árin fyrir covid faraldurinn. Dagur býst við metári í ferðaþjónustu í ár.Vilhelm Gunnarsson „Við erum búin að kortleggja þau verkefni sem eru í pípunum og erum að benda á uppbyggingarmöguleika á því sviði til að ferðaþjónustan þrýsti ekki um of á íbúðamarkaðinn,“ segir Dagur. Fyrir utan þessi verkefni séu ótal verkefni í bæði innviða og atvinnuuppbyggingu í Reykjavík. Þá bendir Dagur á að samkvæmt nýrri rannsókn Rannsóknarstofnunar verslunar og þjónustu að miðborgin sé í gríðarlegri sókn. Býsna spennandi tímar Á kynningarfundinum eru verkefni áberandi sem tengjast sköpun og nýsköpun. Dagur segir þetta vera býsna spennandi tíma í borginni. „Við höfum lagt áherslu á samvinnu við háskólana við atvinnulífið sem sé að búa til deiglu í þessu. Þetta er algjörlega að springa út í tengslum við Vatnsmýrina,“ segir hann. „Við sjáum líka að skapandi greinar í Gufunesi eru að verða risastór atvinnugrein innan borgarinnar. +Arkitektar +Arkitektar +Arkitektar +Arkitektar
Reykjavík Menning Kvikmyndagerð á Íslandi Skipulag Tengdar fréttir Bein útsending: Kynningarfundur um uppbyggingu innviða og atvinnulífs Í dag fer fram kynningarfundur um uppbyggingu innviða og atvinnulífs á vegum Reykjavíkurborgar í Ráðhúsinu. Fundurinn hefst klukkan 9 og verður sýndur í beinu streymi hér neðar í fréttinni. 28. apríl 2023 08:30 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Fleiri fréttir Ný könnun Maskínu: „Þetta væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Sjá meira
Bein útsending: Kynningarfundur um uppbyggingu innviða og atvinnulífs Í dag fer fram kynningarfundur um uppbyggingu innviða og atvinnulífs á vegum Reykjavíkurborgar í Ráðhúsinu. Fundurinn hefst klukkan 9 og verður sýndur í beinu streymi hér neðar í fréttinni. 28. apríl 2023 08:30
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent