Ætla að dæla félagslegu húsnæði út á markaðinn Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 29. apríl 2023 16:01 Pedro Sanchéz, forsætisráðherra Spánar (t.v.) og Alberto Nuñez Feijoo, formaður Partido Popular, stærsta stjórnarandstöðuflokks Spánar. Ríkisstjórn Spánar hefur samþykkt ný húsnæðislög sem eiga að koma hinum efnaminnstu til góða, en stjórnarandstaðan sakar hann um lýðskrum í aðdraganda sveitarstjórnarkosnins þ. 28. maí. Alberto Ortega/Getty Images Spænsk stjórnvöld hafa samþykkt áætlun sem miðar að því að að koma 50.000 félagslegum íbúðum út á leigumarkaðinn á næstu árum. Veglegt loforð stjórnvalda er kynnt almenningi mánuði fyrir sveitarstjórnar- og sjálfsstjórnarhéraðskosningar í landinu. Húsnæði síðan í fjármálakreppunni Íbúðirnar sem Pedro Sánchez, forsætisráðherra landsins, ætlar að dæla út á leigumarkaðinn, eru í eigu ríkisbankans SAREB, sem var stofnaður í miðri fjármála- og fasteignakreppunni árið 2012. Bankinn sópaði upp eigum þrotabúa og hefur það hlutverk að halda utan um lán og eignir gjaldþrota fyrirtækja og koma þeim í verð og út á markaðinn. Þar á meðal eru tugþúsundir fasteigna. Ný húsnæðislög voru samþykkt í fyrradag Húsnæðisfrumvarp ríkisstjórnarinnar sem var samþykkt sem lög frá spænska þinginu á fimmtudag, setur þriggja prósenta þak á hækkun leiguverðs á næsta ári og gerir ráð fyrir að svipað þak verði á hækkunum leigu á næstu árum. Búin verður til ný vísitala til að ákvarða leiguverð og hækkun þess, og verðbólguaukningu þannig kippt úr sambandi. Á síðasta ári var sett tveggja prósenta þak á leyfilega hækkun húsaleigu til að reyna að stemma stigu við hratt vaxandi verðbólgu í landinu, en hún er nú aftur á niðurleið. Húsnæðismál eru eitt stærsta vandamál Spánar Hátt leigu- og fasteignaverð og mikið atvinnuleysi er eitt helsta vandamál ungs fólks og tekjulágra á Spáni. Ungt fólk neyðist oft til að búa hjá foreldrum sínum langt fram eftir fullorðinsárunum. Sakaður um lýðskrum í aðdraganda kosninga Rétt er að hafa í huga að sveitarstjórnarkosningar og héraðskosningar sjálfsstjórnarhéraðanna fara fram á Spáni í næsta mánuði og þingkosningar síðar á árinu. Húsnæðismál eru á forræði sjálfsstjórnarhéraðanna og því með öllu óvíst hversu vel Sanchez og sósíalistum tekst að uppfylla loforð þessa frumvarps. Hægri flokkurinn, Partido Popular, heldur víða um stjórnvölinn á Spáni og hann hefur lýst mikilli andstöðu við þessar hugmyndir vinstri manna. Það væri þá ekki í fyrsta sinn sem stjórnvöld lofa einhverju í aðdraganda kosninga sem þeim reynist ekki unnt að standa við. Spánn Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Húsnæði síðan í fjármálakreppunni Íbúðirnar sem Pedro Sánchez, forsætisráðherra landsins, ætlar að dæla út á leigumarkaðinn, eru í eigu ríkisbankans SAREB, sem var stofnaður í miðri fjármála- og fasteignakreppunni árið 2012. Bankinn sópaði upp eigum þrotabúa og hefur það hlutverk að halda utan um lán og eignir gjaldþrota fyrirtækja og koma þeim í verð og út á markaðinn. Þar á meðal eru tugþúsundir fasteigna. Ný húsnæðislög voru samþykkt í fyrradag Húsnæðisfrumvarp ríkisstjórnarinnar sem var samþykkt sem lög frá spænska þinginu á fimmtudag, setur þriggja prósenta þak á hækkun leiguverðs á næsta ári og gerir ráð fyrir að svipað þak verði á hækkunum leigu á næstu árum. Búin verður til ný vísitala til að ákvarða leiguverð og hækkun þess, og verðbólguaukningu þannig kippt úr sambandi. Á síðasta ári var sett tveggja prósenta þak á leyfilega hækkun húsaleigu til að reyna að stemma stigu við hratt vaxandi verðbólgu í landinu, en hún er nú aftur á niðurleið. Húsnæðismál eru eitt stærsta vandamál Spánar Hátt leigu- og fasteignaverð og mikið atvinnuleysi er eitt helsta vandamál ungs fólks og tekjulágra á Spáni. Ungt fólk neyðist oft til að búa hjá foreldrum sínum langt fram eftir fullorðinsárunum. Sakaður um lýðskrum í aðdraganda kosninga Rétt er að hafa í huga að sveitarstjórnarkosningar og héraðskosningar sjálfsstjórnarhéraðanna fara fram á Spáni í næsta mánuði og þingkosningar síðar á árinu. Húsnæðismál eru á forræði sjálfsstjórnarhéraðanna og því með öllu óvíst hversu vel Sanchez og sósíalistum tekst að uppfylla loforð þessa frumvarps. Hægri flokkurinn, Partido Popular, heldur víða um stjórnvölinn á Spáni og hann hefur lýst mikilli andstöðu við þessar hugmyndir vinstri manna. Það væri þá ekki í fyrsta sinn sem stjórnvöld lofa einhverju í aðdraganda kosninga sem þeim reynist ekki unnt að standa við.
Spánn Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira