Fótbolti

„Virkaði sem sirkus alla vikuna“

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
FH-ingar eru ósigraðir á Miðvelli.
FH-ingar eru ósigraðir á Miðvelli. Vísir/Hulda Margrét

„Þetta virkaði sem sirkus alla vikuna,“ sagði Guðmundur Benediktsson, Gummi Ben, um hið svokallaða „vallarugl“ fyrir leik FH og KR í Bestu-deild karla sem fram fór á laugardaginn.

Leikur FH og KR í Bestu-deild karla átti upphaflega að fara fram á Kaplakrikavelli síðastliðinn föstudag. Heimavöllur FH-inga er hins vegar ekki tilbúinn eftir veturinn og því fóru liðin fram á að leiknum yrði frestað.

KSÍ tók hins vegar ákvörðun um það að færa færa leikinn yfir á Wurth-völlinn í Árbæ og fresta honum aðeins um einn dag. FH-ingar brugðu þá að lokum á það ráð að fallast á það að leikurinn gæti farið fram á frjálsíþróttavelli þeirra, Miðvelli, eða Nývangi eins og FH-ingar kusu að kalla völlinn eftir umrætt „vallarugl.“

FH-ingar sendu svo frá sér yfirlýsingu í kjölfar þessa mál þar sem þeir segja ákvörðun KSÍ „íslenskri knattspyrnu ekki til heilla.“

„Vallaruglið“ var til umræðu í Uppbótartímanum í síðasta þætti af Stúkunni og má sjá umræðuna hér fyrir neðan.

Klippa: Stúkan: Uppbótartíminn



Fleiri fréttir

Sjá meira


×