Sú besta sneri aftur þegar Barcelona tryggði sér titilinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. maí 2023 20:30 Titlinum fagnað. Twitter@FCBfemeni Barcelona tryggði sér sigur í La Liga, spænsku úrvalsdeild kvenna, með þægilegum 3-0 sigri á Huelva. Það sem meira er, Alexia Putellas – besta knattspyrnukona heims, sneri aftur á völlinn eftir margra mánaða fjarveru. Alexia Putellas hafði ekki spilað með Barcelona á leiktíðinni en hún sleit krossband í hné í aðdraganda Evrópumótsins sem fram fór síðasta sumar. Þó það sé deginum ljósara að Barcelona hafi saknað hennar þá hefur það ekki sést á úrslitum liðsins á leiktíðinni. Sigurinn á Huelva, þökk sé mörkum Laia Codina, Jana Fernández og Asisat Oshoala, þýddi að liðið hafði unnið alla 26 leiki sína í La Liga, með markatölunni 108-5. Þá er Barcelona komið í úrslit Meistaradeildar Evrópu. The journey pic.twitter.com/O6SwYFHVea— FC Barcelona Femení (@FCBfemeni) April 30, 2023 Það breytir því ekki að gríðarleg fagnaðarlæti brutust út þegar Putellas steig inn á völlinn þegar 17 mínútur voru til leiksloka. Barcelona á enn eftir fjóra deildarleiki og ljóst er að stefnan er á að enda með fullt hús stiga annað árið í röð. Það verður forvitnilegt að sjá hvort Putellas nái að vinna sér inn sæti í byrjunarliðinu á þeim tíma en þann 3. júní – eftir að leikjum liðsins í deildinni er lokið – mætast Barcelona og Wolfsburg í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. pic.twitter.com/5O5vVtUsXq— Alexia Putellas (@alexiaputellas) May 1, 2023 Eins ótrúlegt og það hljómar þá getur Barcelona ekki endurtekið þrennuna sem liðið vann fyrir tveimur tímabilum þar sem liðinu var sparkað úr spænsku bikarkeppninni eftir að stilla upp ólöglegum leikmanni. Geyse Ferreira spilaði og skoraði í 9-0 sigri á Osasuna í bikarkeppninni en þar sem hún hafði fengið rautt spjald á síðustu leiktíð þegar hún lék með Madríd CFF hefði hún átt að vera í leikbanni. Barcelona getur því „aðeins“ unnið tvöfalt á þessari leiktíð. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Sjá meira
Alexia Putellas hafði ekki spilað með Barcelona á leiktíðinni en hún sleit krossband í hné í aðdraganda Evrópumótsins sem fram fór síðasta sumar. Þó það sé deginum ljósara að Barcelona hafi saknað hennar þá hefur það ekki sést á úrslitum liðsins á leiktíðinni. Sigurinn á Huelva, þökk sé mörkum Laia Codina, Jana Fernández og Asisat Oshoala, þýddi að liðið hafði unnið alla 26 leiki sína í La Liga, með markatölunni 108-5. Þá er Barcelona komið í úrslit Meistaradeildar Evrópu. The journey pic.twitter.com/O6SwYFHVea— FC Barcelona Femení (@FCBfemeni) April 30, 2023 Það breytir því ekki að gríðarleg fagnaðarlæti brutust út þegar Putellas steig inn á völlinn þegar 17 mínútur voru til leiksloka. Barcelona á enn eftir fjóra deildarleiki og ljóst er að stefnan er á að enda með fullt hús stiga annað árið í röð. Það verður forvitnilegt að sjá hvort Putellas nái að vinna sér inn sæti í byrjunarliðinu á þeim tíma en þann 3. júní – eftir að leikjum liðsins í deildinni er lokið – mætast Barcelona og Wolfsburg í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. pic.twitter.com/5O5vVtUsXq— Alexia Putellas (@alexiaputellas) May 1, 2023 Eins ótrúlegt og það hljómar þá getur Barcelona ekki endurtekið þrennuna sem liðið vann fyrir tveimur tímabilum þar sem liðinu var sparkað úr spænsku bikarkeppninni eftir að stilla upp ólöglegum leikmanni. Geyse Ferreira spilaði og skoraði í 9-0 sigri á Osasuna í bikarkeppninni en þar sem hún hafði fengið rautt spjald á síðustu leiktíð þegar hún lék með Madríd CFF hefði hún átt að vera í leikbanni. Barcelona getur því „aðeins“ unnið tvöfalt á þessari leiktíð.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Sjá meira