Handritshöfundar í Hollywood leggja niður störf Kjartan Kjartansson skrifar 2. maí 2023 08:43 Handritshöfundar með kröfuspjöld við Paramount-kvikmyndaverið í síðasta verkfalli þeirra árið 2007. Það verkfall stóð yfir í hundrað daga fram á árið 2008 og hafði mikil áhrif á sjónvarpsþætti og kvikmyndir. AP/Nick Ut Á tólfta þúsund handritshöfunda í sjónvarps- og kvikmyndagerð í Bandaríkjunum hefja verkfall til að krefjast kjarabót í dag. Verkfallið gæti lamað framleiðslu kvikmyndavera og sjónvarpsframleiðenda. Verkfall handritshöfunda í Rithöfundafélagi Bandaríkjanna (WGA) er það fyrsta í fimmtán ár. Viðræður handritshöfunda við Bandalag kvikmynda- og sjónvarpsframleiðenda (AMPTP) fóru út um þúfur og rann kjarasamningur þeirra út á miðnætti að bandarískum tíma í nótt. Í kjölfarið sendi félagið út þau skilaboð til félagsmanna að hætta öllum handritaskrifum. Deilan snýst um greiðslur til handritshöfunda á tímum streymisveita. Handritshöfundar eru óánægðir með kjör sín og ósáttir við fækkun í stéttinni. Mun fleiri sjónvarpsþáttaraðir og kvikmyndir séu nú framleiddar en áður vegna streymisveitna en handritshöfundar fái minna í aðra hönd og séu undir meira álagi. WGA segir að handritshöfundar þátta streymisveitna fái allt að helmingi minna greitt en þeir sem starfa fyrir gömlu sjónvarpsstöðvarnar. Skemmtiþættir fyrstu fórnarlömbin AP-fréttastofan segir að áhrifa verkfallsins gæti fyrst í skemmtiþáttum og „Saturday Night Live“. Búist er við að framleiðsla þeirra stöðvist strax. Dragist verkfallið fram á sumar gæti haustdagskrá sjónvarpsstöðva raskast. Ekki er leyfilegt að gera breytingar á handriti kvikmynda og þátta sem eru þegar í framleiðslu. Í síðasta stóra verkfalli handritshöfunda frá 2007 til 2008 kom þetta verulega niður á gæðum mynda sem voru í framleiðslu. Daniel Craig, enski leikarinn sem leikur James Bond, sagði að Bond-myndinni „Quantum of Solace“ hafi verið flýtt í framleiðslu með þunnu handriti sem ekki mátti svo lagfæra á tökutímanum. „Ég var þarna að reyna að endurskrifa atriði og ég er alls enginn handritshöfundur,“ sagði Craig um þá reynslu. Verkföll handritshöfunda hafa dregist á langinn í gegnum tíðina. Það sem hófst árið 2007 stóð yfir í hundrað daga en árið 1988 þögnuðu ritvélarnar í 153 daga. Til að bæta gráu ofan á svart eru samningar leikstjóra og leikara lausir í júní. Viðræður þeirra við framleiðendur eiga að hefjast í þessum mánuði. Bandaríkin Bíó og sjónvarp Kjaramál Hollywood Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Innlent Fleiri fréttir „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Sjá meira
Verkfall handritshöfunda í Rithöfundafélagi Bandaríkjanna (WGA) er það fyrsta í fimmtán ár. Viðræður handritshöfunda við Bandalag kvikmynda- og sjónvarpsframleiðenda (AMPTP) fóru út um þúfur og rann kjarasamningur þeirra út á miðnætti að bandarískum tíma í nótt. Í kjölfarið sendi félagið út þau skilaboð til félagsmanna að hætta öllum handritaskrifum. Deilan snýst um greiðslur til handritshöfunda á tímum streymisveita. Handritshöfundar eru óánægðir með kjör sín og ósáttir við fækkun í stéttinni. Mun fleiri sjónvarpsþáttaraðir og kvikmyndir séu nú framleiddar en áður vegna streymisveitna en handritshöfundar fái minna í aðra hönd og séu undir meira álagi. WGA segir að handritshöfundar þátta streymisveitna fái allt að helmingi minna greitt en þeir sem starfa fyrir gömlu sjónvarpsstöðvarnar. Skemmtiþættir fyrstu fórnarlömbin AP-fréttastofan segir að áhrifa verkfallsins gæti fyrst í skemmtiþáttum og „Saturday Night Live“. Búist er við að framleiðsla þeirra stöðvist strax. Dragist verkfallið fram á sumar gæti haustdagskrá sjónvarpsstöðva raskast. Ekki er leyfilegt að gera breytingar á handriti kvikmynda og þátta sem eru þegar í framleiðslu. Í síðasta stóra verkfalli handritshöfunda frá 2007 til 2008 kom þetta verulega niður á gæðum mynda sem voru í framleiðslu. Daniel Craig, enski leikarinn sem leikur James Bond, sagði að Bond-myndinni „Quantum of Solace“ hafi verið flýtt í framleiðslu með þunnu handriti sem ekki mátti svo lagfæra á tökutímanum. „Ég var þarna að reyna að endurskrifa atriði og ég er alls enginn handritshöfundur,“ sagði Craig um þá reynslu. Verkföll handritshöfunda hafa dregist á langinn í gegnum tíðina. Það sem hófst árið 2007 stóð yfir í hundrað daga en árið 1988 þögnuðu ritvélarnar í 153 daga. Til að bæta gráu ofan á svart eru samningar leikstjóra og leikara lausir í júní. Viðræður þeirra við framleiðendur eiga að hefjast í þessum mánuði.
Bandaríkin Bíó og sjónvarp Kjaramál Hollywood Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Innlent Fleiri fréttir „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Sjá meira