Ásmundur sakaður um siðleysi vegna leiðsögumennsku Kristinn Haukur Guðnason skrifar 2. maí 2023 22:30 Ásmundur Friðriksson segist nýta frítíma sinn eins og honum sýnist. Vilhelm Gunnarsson Þingmaðurinn Ásmundur Friðriksson hefur hlotið gagnrýni á samfélagsmiðlum vegna leiðsögumannaverkefnis í Vestmannaeyjum. Ásmundur segist hafa rétt til að nýta sitt sumarfrí eins og honum sýnist. „Ég á mitt frí. Sumir fara í golf og sumir gera eitthvað annað. Ég nýti mitt frí eins og mér sýnist,“ segir Ásmundur aðspurður um gagnrýni á nýtt leiðsögumannaverkefni sitt. Ásmundur hefur stofnað fyrirtækið Þingmannaleið og ætlar að fylgja ferðamönnum um Vestmannaeyjar. Hefur hann starfað sem leiðsögumaður áður. Í viðtali við Morgunblaðið þann 21. apríl síðastliðinn sagði Ásmundur að þetta verði ekki fullt starf og að sumarið verði aðaltíminn. Umfangið verði minna þegar þingið komi saman aftur. Þessi áform hafa ekki fallið alls staðar í góðan jarðveg. Myndlistarmaðurinn Jón Óskar, sem er ættaður Vestmannaeyjum og á þar vinnustofu, er ekki hrifinn. „Þingmaður á fullum launum fer í samkeppni við veikburða ferðaþjónustu í Eyjum og kominn á rútu af því að hann er svo flinkur bílstjóri. Á hann ekki frekar að liggja yfir þingskjölum og huga að ýmsu sem betur má fara í hans kjördæmi,“ segir Jón Óskar á samfélagsmiðlum og enn fremur: „Þetta er að mínu mati hreint og klárt siðleysi.“ Ýmsir hafa sett læk við færsluna, svo sem Illugi Jökulsson rithöfundur, Björn Leví Gunnarsson þingmaður og Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri. Allt utan þingtíma „Það hefur enginn kvartað þegar ég hef farið á sjó eða þegar ég hef málað þök. Það hefur enginn amast yfir því,“ segir Ásmundur. „Ég hef sinnt ýmsum störfum í mínum fríum og veit ekki annað en að fullt af fólki geri það, til dæmis kenni á sumrin eða vinni alls konar aukavinnu.“ Aðrir þingmenn geri þetta líka og að störfin séu unnin utan vinnutíma þingsins. Ekki að hætta á þingi Ásmundur er 67 ára gamall og á sínu fjórða kjörtímabili sem þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. En hann var fyrst kjörin á þing árið 2013. Vakti það nokkra athygli þegar hann sóttist eftir því að verða bæjarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins í Rangárþingi ytra fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar. Hann laut hins vegar í lægra haldi fyrir Ingvari P. Guðbjörnssyni, upplýsingafulltrúa Sjálfstæðisflokksins, í prófkjörinu. Ásmundur hafnar því að allt þetta sé merki um að hann sé á leið út úr þingmennsku. „Er ekki fullt af fólki alltaf að spá eitthvað,“ segir hann. Sjálfstæðisflokkurinn Vestmannaeyjar Rangárþing ytra Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ásmundur vill verða sveitarstjóri Rangárþings ytra Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hyggst bjóða sig fram til að leiða lista Sjálfstæðismanna í Rangárþingi ytra í komandi sveitarstjórnarkosningum. 31. janúar 2022 06:25 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
„Ég á mitt frí. Sumir fara í golf og sumir gera eitthvað annað. Ég nýti mitt frí eins og mér sýnist,“ segir Ásmundur aðspurður um gagnrýni á nýtt leiðsögumannaverkefni sitt. Ásmundur hefur stofnað fyrirtækið Þingmannaleið og ætlar að fylgja ferðamönnum um Vestmannaeyjar. Hefur hann starfað sem leiðsögumaður áður. Í viðtali við Morgunblaðið þann 21. apríl síðastliðinn sagði Ásmundur að þetta verði ekki fullt starf og að sumarið verði aðaltíminn. Umfangið verði minna þegar þingið komi saman aftur. Þessi áform hafa ekki fallið alls staðar í góðan jarðveg. Myndlistarmaðurinn Jón Óskar, sem er ættaður Vestmannaeyjum og á þar vinnustofu, er ekki hrifinn. „Þingmaður á fullum launum fer í samkeppni við veikburða ferðaþjónustu í Eyjum og kominn á rútu af því að hann er svo flinkur bílstjóri. Á hann ekki frekar að liggja yfir þingskjölum og huga að ýmsu sem betur má fara í hans kjördæmi,“ segir Jón Óskar á samfélagsmiðlum og enn fremur: „Þetta er að mínu mati hreint og klárt siðleysi.“ Ýmsir hafa sett læk við færsluna, svo sem Illugi Jökulsson rithöfundur, Björn Leví Gunnarsson þingmaður og Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri. Allt utan þingtíma „Það hefur enginn kvartað þegar ég hef farið á sjó eða þegar ég hef málað þök. Það hefur enginn amast yfir því,“ segir Ásmundur. „Ég hef sinnt ýmsum störfum í mínum fríum og veit ekki annað en að fullt af fólki geri það, til dæmis kenni á sumrin eða vinni alls konar aukavinnu.“ Aðrir þingmenn geri þetta líka og að störfin séu unnin utan vinnutíma þingsins. Ekki að hætta á þingi Ásmundur er 67 ára gamall og á sínu fjórða kjörtímabili sem þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. En hann var fyrst kjörin á þing árið 2013. Vakti það nokkra athygli þegar hann sóttist eftir því að verða bæjarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins í Rangárþingi ytra fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar. Hann laut hins vegar í lægra haldi fyrir Ingvari P. Guðbjörnssyni, upplýsingafulltrúa Sjálfstæðisflokksins, í prófkjörinu. Ásmundur hafnar því að allt þetta sé merki um að hann sé á leið út úr þingmennsku. „Er ekki fullt af fólki alltaf að spá eitthvað,“ segir hann.
Sjálfstæðisflokkurinn Vestmannaeyjar Rangárþing ytra Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ásmundur vill verða sveitarstjóri Rangárþings ytra Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hyggst bjóða sig fram til að leiða lista Sjálfstæðismanna í Rangárþingi ytra í komandi sveitarstjórnarkosningum. 31. janúar 2022 06:25 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
Ásmundur vill verða sveitarstjóri Rangárþings ytra Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hyggst bjóða sig fram til að leiða lista Sjálfstæðismanna í Rangárþingi ytra í komandi sveitarstjórnarkosningum. 31. janúar 2022 06:25