Evrópumeistararnir missa annan lykilleikmann í meiðsli fyrir HM Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. maí 2023 07:01 Fran Kirby (t.v.) verður ekki með enska landsliðinu á HM í sumar. Jonathan Moscrop/Getty Images Fran Kirby, leikmaður Chelsea og enska landsliðsins í knattspyrnu, mun missa af HM sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi í sumar vegna meiðsla. Kirby greindi frá því í gær að hún þyrfti að gangast undir aðgerð á hné og vegna þess yrði hún frá í lengri tíma. HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi hefst þann 20. júlí, en Kirby verður ekki klár fyrir þann tíma. Þetta er annar lykilleikmaður ríkjandi Evrópumeistara á stuttum tíma sem þarf að gefa HM-draumunn upp á bátinn vegna meiðsla. Fyrirliði liðsins, Leah Williamson, sleit krossband á dögunum og verður því ekki með Englendingum á HM. Kirby, sem er 29 ára gömul, sagði frá meiðslunum á Twitter-síðu sinni í dag. Hún kveðst gríðarlega svekkt, en segist ætla að gera allt sem í sínu valdi stendur til að vera klár fyrir næsta tímabil. „Eftir nokkurra mánaða endurhæfingu hef ég því miður þurft að taka þá ákvörðun að gangast undir aðgerð á hné,“ sagði Kirby á Twitter. „Ég hef gert mitt besta til að reyna að forðast aðgerð, en því miður hef ég ekki náð nægilegum bata. Ég er gríðarlega svekkt og þetta þýðir að tímabilinu er lokið hjá mér og ég mun ekki geta tekið þátt á HM í sumar. Ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að verða tilbúinn fyrir næsta tímabil og óska liðsfélögum mínum hjá Chelsea góðs gengis það sem eftir lifir tímabils og Ljónynjunum mínum góðs gengis í sumar.“ ❤️💙 pic.twitter.com/EYvSu8wF4W— Fran Kirby (@frankirby) May 2, 2023 Kirby hefur leikið með enska landsliðinu frá árinu 2014 og á að baki 65 leiki fyrir liðið. Hún hefur skorað 17 mörk fyrir þjóð sína og var hluti af liðinu sem hafnaði í þriðja sæti á HM 2015 og varð Evrópumeistari með liðinu árið 2022. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Fleiri fréttir Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Sjá meira
Kirby greindi frá því í gær að hún þyrfti að gangast undir aðgerð á hné og vegna þess yrði hún frá í lengri tíma. HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi hefst þann 20. júlí, en Kirby verður ekki klár fyrir þann tíma. Þetta er annar lykilleikmaður ríkjandi Evrópumeistara á stuttum tíma sem þarf að gefa HM-draumunn upp á bátinn vegna meiðsla. Fyrirliði liðsins, Leah Williamson, sleit krossband á dögunum og verður því ekki með Englendingum á HM. Kirby, sem er 29 ára gömul, sagði frá meiðslunum á Twitter-síðu sinni í dag. Hún kveðst gríðarlega svekkt, en segist ætla að gera allt sem í sínu valdi stendur til að vera klár fyrir næsta tímabil. „Eftir nokkurra mánaða endurhæfingu hef ég því miður þurft að taka þá ákvörðun að gangast undir aðgerð á hné,“ sagði Kirby á Twitter. „Ég hef gert mitt besta til að reyna að forðast aðgerð, en því miður hef ég ekki náð nægilegum bata. Ég er gríðarlega svekkt og þetta þýðir að tímabilinu er lokið hjá mér og ég mun ekki geta tekið þátt á HM í sumar. Ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að verða tilbúinn fyrir næsta tímabil og óska liðsfélögum mínum hjá Chelsea góðs gengis það sem eftir lifir tímabils og Ljónynjunum mínum góðs gengis í sumar.“ ❤️💙 pic.twitter.com/EYvSu8wF4W— Fran Kirby (@frankirby) May 2, 2023 Kirby hefur leikið með enska landsliðinu frá árinu 2014 og á að baki 65 leiki fyrir liðið. Hún hefur skorað 17 mörk fyrir þjóð sína og var hluti af liðinu sem hafnaði í þriðja sæti á HM 2015 og varð Evrópumeistari með liðinu árið 2022.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Fleiri fréttir Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Sjá meira