Kjósum að fræðast um Carbfix í Hafnarfirði, tökum svo afstöðu Jón Ingi Hákonarson skrifar 3. maí 2023 07:30 Loftslagsmálin eru flókin og erfið viðureignar þar sem þau virða engin landamæri, þetta er sameiginlegt úrlausnarefni allra. Það er ljóst að árangur mun ekki nást nema að margir þættir komi saman eins og minnkun losunar og að fanga koldíoxíð og aðrar lofttegundir sem hækka hitastig jarðarinnar. Það er líka ljóst að einstaklingar og samfélög þurfa að fórna einhverju til að ná markmiðum um að takmarka hækkun hitastigs við 1,5 gráður, en öll höfum við mjög mikla hagsmuni af því að markmiðin náist. Íslenskir vísindamenn hafa undanfarin ár þróað merkilega tækni sem líkir eftir náttúrulegum ferlum. Yfir 99% af kolefni jarðar er bundið í jarðlögum neðanjarðar, restin er í andrúmsloftinu, sjónum og lífverum. Tæknin til að líkja eftir náttúrulega ferlinu er einföld. Koldíoxíði er blandað við vatn þannig að úr verður kolsýrt vatn, ekki ósvipað venjulegu sódavatni sem við kaupum út í búð. Sódavatninu er síðan dælt hundruð metra ofan í jörðu þar sem það gengur í efnasamband við málma og bindst berginu sem steindir. Við sjáum þetta víða á Íslandi, þetta eru hvítu skellurnar í berginu. Þessi tækni hefur verið þróuð lengi m.a. á Hellisheiði þar sem niðurdæling vatns frá Hellisheiðarvirkjun er þegar til staðar. Rannsóknir undanfarinna ára sýna að tæknin virkar og hafa vísindamenn skrifað um hana yfir hundrað ritrýndar greinar í viðurkennd vísindarit. Það er óhætt að segja að hér er um byltingarkennda tækni að ræða, sem mun vega þó nokkuð á vogarskálunum í baráttunni við loftslagsvána. Mín skoðun hefur lengi verið sú að heimsbyggðin muni ekki ná tilætluðum árangri í loftslagsmálum fyrr en mengandi iðnaður sjái sér fjárhagslegan ávinning af því að fjárfesta í tækni sem minnkar útblástur. Fyrsta skrefið í því var að skattleggja mengun og búa til svokallaða mengunarkvóta. Nú er svo komið að það er dýrt að menga. Forsendur fyrir starfsemi eins og Carbfix eru þær að föngun og binding koldíoxíðs er ódýrari en að kaupa mengunarkvóta. Það er því fjárhagslegur ávinningur af því að minnka kolefnissporin. Þetta er gott dæmi um það hvernig umhverfisgjöld eiga að virka, að hvetja til nýrrar tækni og breyta hegðun til hins betra í umhverfismálum. Á iðnaðarsvæði í Hafnarfirði er fyrirhuguð uppbygging á niðurdælingarholum á kolsýrðu vatni. Þetta verður byggt í áföngum en þegar fullum afköstum verður náð, eftir tæpan áratug, verður hægt að dæla árlega niður um 3 milljónum tonnum af koldíoxíði nokkur hundruð metra niður í jarðlögin. Talið er að svæðið taki auðveldlega við yfir 300 milljón tonnum. Svæðið er að töluverðu leiti raskað land og á iðnaðarsvæði við hliðina á hálfrar aldar gömlu álveri. Staðsetningin er góð að því leiti að hægt verður að fanga koldíoxíð frá álverinu og binda það í berg, einnig rennur Kaldáin til sjávar í Straumsvík þannig næst í nægt ferskvatn sem ellegar rennur óhindrað til sjávar og einnig er aðgengi að hafnaraðstöðu og nokkuð hagkvæmt að byggja upp hafnaraðstöðu til að taka á móti koldíoxíði frá Evrópu. Íslenska kolefnissporið er ekki nægilega stórt til að fylla upp í afkastagetuna. Innflutningur á koldíoxíði styður við alþjóðlegar loftslagsskuldbindingar Íslands og binding frá innlendum iðnaði styrkir samkeppnisstöðu hans og þar með íslensks efnahagslífs. Hagsmunir Íslands liggja auk þess ekki síst í því að koma í veg fyrir súrnun hafsins en súrnun sjávar er hvað hröðust á norðurslóðum. Okkur ber því skylda til að róa að því öllum árum að finna leiðir til að minnka kolefnisspor heimsins. Fulltrúi VG í Hafnarfirði hefur látið sig málið varða bæði í ræðu og riti og meðal annars gagnrýnt það að samhugur sé í bæjarstjórn um málið og komi þess vegna í veg fyrir gagnrýna umræðu. Ég tala ekki fyrir aðra en sjálfan mig og hef kynnt mér málið og myndað mér skoðun. Fulltrúi VG setur fram nokkra góða punkta í skoðanagrein sinni hér á Vísi þann 28. apríl. Sjálfur hef ég spurt mig þessara spurninga og aflað mér upplýsinga. Því er við hæfi að ég svari hugleiðingum hans þannig að íbúar Hafnarfjarðar geti áttað sig hver mín skoðun og afstaða er í þessu máli. Hvernig fjármagnar sveitarfélagið innviðauppbygginguna og hver er hagrænn ávinningur samfélagsins af fjárfestingunni? Frábær spurning og réttmæt. Ef af yrði væri það mikill kostur að Carbfix myndi greiða fyrirfram fyrir fyrirhugaða notkun nokkur ár fram í tímann, það mun lækka fjármögnunarkostnað og áhættu og tengja betur hagsmuni Carbfix og Hafnarfjarðarhafnar. Það er ljóst að fyrirhugað hafnarmannvirki mun ekki einungis nýtast Carbfix, þarna verður einnig vísir að stórskipahöfn sem mun þjónusta SV hornið. Ljóst er að töluverð aukning á skipaflutningum verður á næstu árum og áratugum og þörf fyrir hafnaraðstöðu sem þessa er mikil. Áhættan af framkvæmdinni er ekki eins mikil og ætla mætti ef Carbfix væri eini viðskiptavinurinn. Ég hef viðrað þennan kost um að Carbfix myndi á einhvern hátt koma að fjármögnun þessarar innviðauppbyggingar. Því hefur verið ágætlega tekið. Sjálfur hef ég oft viðrað þá möguleika sem felast í stórskipahöfn að Óttastöðum sem reyndar er hinum megin við álverið. Það er heilbrigt að vera á varðbergi hafandi horft upp á svikamylluna í Helguvík þar sem Reykjanesbær fór í miklar hafnarframkvæmdir sem leiddu ekki til tekjumyndunar. Hér er aftur á móti um að ræða dótturfyrirtæki Orkuveitunnar sem gefur mikla tiltrú og traust. Einnig treystir Evrópusambandið sér til að styrkja Carbfix um 16 milljarða króna, það skiptir miklu máli í samhengi hlutanna. Aukin umsvif hafnarinnar og bætt aðstaða mun laða til okkar fyrirtæki sem munu nýta bættar hafnaraðstæður í útjaðri iðnaðarsvæðisins. Fjárhagsleg staða hafnarinnar er sterk og mun geta framkvæmt að hluta fyrir eigið fé en stór hluti verður fjármagnaður með lánum. Það er ágætt að minna á að áform um stækkun hafnarinnar hefur verið á aðalskipulagi. Einnig skiptir máli að rekstur hafna er ekki opinber þjónusta heldur er rekstur sem sem notendur greiða fyrir að fullu. Hvaða áhrif hefur það fyrir samfélagið og byggðina í bænum ef jarðskjálftavirkni eykst vegna starfseminnar? Jarðskjálftavirkni af völdum niðurdælingar á vatni í Straumsvik er hverfandi að sögn jarðvísindamanna. Það er hins vegar eðlilegt að ræða þennan möguleika í ljósi þess að jarðskjálftavirkni jókst um tíma í Hveragerði þegar ný niðurdælingarhola var tekin í notkun í Hellisheiðarvirkjun. Aðstæður á Hellisheiði eru hins vegar gerólíkar Straumsvík; Straumsvík er ekki virkt skjálftasvæði (öfugt við Hellisheiði), þar eru engar sprungur, og niðurdæling verður miklu grynnri en á Hellisheiði. Grunn niðurdæling á Íslandi hefur ekki valdið skjálftum, ekki einu sinni á háhitasvæðum. Hver eru áhrif starfseminnar á náttúru- og umhverfi í Hafnarfirði: jarðmyndanir, lífríki, grunnvatn og grunnvatnsstöðu, mengunarhættu ofl.? Unnið er að ítarlegu umhverfismati sem mun svara þessum spurningum. Fyrr en það liggur fyrir er ótímabært að fella stóra dóma, en fullkomlega eðlilegt að spyrja spurninga. Fyrstu áfangar verða væntanlega að mestu á röskuðu landi en staðsetning seinni áfanga verður valin með hliðsjón af umhverfismati. Ásýnd á yfirborði verður tiltölulega lítil. Vatn verður tekið úr Kaldánni rétt áður en hún fellur til sjávar og því síðan dælt niður fyrir grunnvatnsstöðuna. Þess má geta að vatnsþörf verkefnisins þegar það verður komið í fullan rekstur verður aðeins örlítið brot af ferskvatnsbirgðum landsins. Til að forðast misskilning þá er ferskvatnið ekki tekið úr vatnsbóli okkar, það er tekið rétt áður en Kaldáin fellur til sjávar. Það er dáldið hjákátlegt að hafa áhyggjur af mengun af þessari starfsemi þar sem hún er staðsett hjá mengandi álveri og mun starfsemi Carbfix minnka þá mengun sem myndast á svæðinu. Hvert er kolefnissporið af framkvæmdunum og starfseminni? Kolefnisspor skipaflutninga verður allt að 7% miðað við þá orkugjafa sem í boði eru í dag. Væntingar standa til þess að þau skip sem munu flytja kodíoxíð til landsins verði knúin vistvænni orkugjöfum þegar frá líður. Kolefnissporið mun því væntanlega minnka. Í mínum huga er það miklu meira en ásættanlegt. Umræður um sjálfbæra landnýtingu og minni auðlindasóun sem eru leiðarstef í aðgerðaáætlun íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum. Þetta er góður punktur og þarfur. Í mínum huga er fyrirhuguð landnýting við álverið frábær. Að geta bætt loftgæði mengandi iðnaðar á röskuðu landi ber að fagna. Við náum ekki loftslagsmarkmiðum nema með aðgerðum. Að dæla niður 3 milljónum tonna af koldíoxíði á ári lækkar kolefnisspor Íslands til muna og er lykillinn að kolefnishlutleysi landsins. Ég myndi deila þessum áhyggjum ef verið væri að brjóta ósnortið land í óbyggðum, en þessi starfsemi fer fram að mestu á iðnaðarsvæði. Svara þarf hvort Hafnarfjörður sé rétti staðurinn til farga innfluttri iðnaðarmengun Hér verð ég að mótmæla harðlega. Hér er ekki verið að flytja inn mengun. Frekar væri að mótmæla innflutningi á eldsneyti í formi olíu sem við brennum upp í andrúmslofinu á Íslandi. Hér er verið að villa fólki sýn með hugtakaruglingi og rangnefni. Koldíoxíð er lofttegund sem öllu lífi er nauðsynleg en er skaðleg loftslaginu í of miklu magni. Greinarhöfundur kallar eftir íbúakosningu um óafturkræfar framkvæmdir. Það er nokkuð ljóst að á hverjum tíma er hægt að loka þessari starfsemi og með litlum tilkostnaði fjarlægja öll ummerki um starfsemina. Það er reyndar þannig að 108. gr sveitarstjórnarlaga kveður á um það að krefjist 20% kosningabærra íbúa atkvæðagreiðslu skal verða við henni. Upplýsingar og fræðsla skiptir lykilmáli hér og ekki síður að setja hluti í samhengi. Það er ekki traustvekjandi þegar oddiviti VG talar um að Hafnarfjörður verði ruslakista heimsins, að hér séum við eins og þróunarríki sem verið sé að misnota. Að tala um stóriðju og mengandi iðnað eru öfugmæli. Þegar oddvitinn kýs að tala með þessum hætti er ljóst að verið er að höfða til tilfinninga fólks á kostnað málefnalegra raka. En ég skil vel þá freistingu að vilja notfæra sér þetta mál til að marka sér sérstöðu í pólitík. Það felast mikil tækifæri í því fyrir Hafnarfjörð að verða heimahöfn eins athyglisverðasta loftslagsverkefnis heims. Upp undir 100 þúsund manns heimsækja Hellisheiðarvirkjun á hverju ári og athygli erlendra fjölmiðla á Carbfix hefur verið stöðug undanfarin ár. Nú síðast fyrir nokkrum dögum var fjallað um Carbfix í frægasta fréttaþætti heims, 60 mínútum. Verkefnið í Straumsvík markar því ekki aðeins þáttaskil í loftslagsaðgerðum heldur skapar ómæld tækifæri fyrir okkur sem bæjarfélag, þá ekki síst á sviði ferðaþjónustu. Það er hollt og gott að taka ekki öllu sem gefnum hlut og kalla eftir gögnum. Í þessu máli liggur að baki yfir áratugur rannsókna og tilrauna. Okkar fremsta vísindafólk hefur þróað og rannsakað þessa aðferð. Með því að flytja inn koldíoxíð til niðurdælingar náum við að koma úr umferð það miklu koldíoxíði að kolefnisspor landsins mun minnka svo um munar. Það mun auka samkeppnishæfni Íslands og bæta ímynd. Að lokum þá er ég fyrst og síðast íbúi í Hafnarfirði og ég myndi aldrei samþykkja það að flytja inn mengun og leyfa byggingu jarðskjálftaverksmiðju sem myndi eitra grunnvatnið. Hér er þvert á móti verðið að taka risaskref í baráttunni við loftslagsvandann og fórnir okkar Hafnfirðinga eru litlar sem engar. Aftur á móti er væntur ávinningur af þessu verkefni mikill bæði umhverfislega og efnahagslega. Út frá þeim gögnum sem liggja til grundvallar og þeim fyrirvörum sem gerðir eru, þá er mér ekki stætt á því að vera andvígur þessu verkefni. Slíkt væri geðþótti og gerræði, eitthvað sem ég fyrirlít í pólitík. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Hafnarfjörður Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Skoðun Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Loftslagsmálin eru flókin og erfið viðureignar þar sem þau virða engin landamæri, þetta er sameiginlegt úrlausnarefni allra. Það er ljóst að árangur mun ekki nást nema að margir þættir komi saman eins og minnkun losunar og að fanga koldíoxíð og aðrar lofttegundir sem hækka hitastig jarðarinnar. Það er líka ljóst að einstaklingar og samfélög þurfa að fórna einhverju til að ná markmiðum um að takmarka hækkun hitastigs við 1,5 gráður, en öll höfum við mjög mikla hagsmuni af því að markmiðin náist. Íslenskir vísindamenn hafa undanfarin ár þróað merkilega tækni sem líkir eftir náttúrulegum ferlum. Yfir 99% af kolefni jarðar er bundið í jarðlögum neðanjarðar, restin er í andrúmsloftinu, sjónum og lífverum. Tæknin til að líkja eftir náttúrulega ferlinu er einföld. Koldíoxíði er blandað við vatn þannig að úr verður kolsýrt vatn, ekki ósvipað venjulegu sódavatni sem við kaupum út í búð. Sódavatninu er síðan dælt hundruð metra ofan í jörðu þar sem það gengur í efnasamband við málma og bindst berginu sem steindir. Við sjáum þetta víða á Íslandi, þetta eru hvítu skellurnar í berginu. Þessi tækni hefur verið þróuð lengi m.a. á Hellisheiði þar sem niðurdæling vatns frá Hellisheiðarvirkjun er þegar til staðar. Rannsóknir undanfarinna ára sýna að tæknin virkar og hafa vísindamenn skrifað um hana yfir hundrað ritrýndar greinar í viðurkennd vísindarit. Það er óhætt að segja að hér er um byltingarkennda tækni að ræða, sem mun vega þó nokkuð á vogarskálunum í baráttunni við loftslagsvána. Mín skoðun hefur lengi verið sú að heimsbyggðin muni ekki ná tilætluðum árangri í loftslagsmálum fyrr en mengandi iðnaður sjái sér fjárhagslegan ávinning af því að fjárfesta í tækni sem minnkar útblástur. Fyrsta skrefið í því var að skattleggja mengun og búa til svokallaða mengunarkvóta. Nú er svo komið að það er dýrt að menga. Forsendur fyrir starfsemi eins og Carbfix eru þær að föngun og binding koldíoxíðs er ódýrari en að kaupa mengunarkvóta. Það er því fjárhagslegur ávinningur af því að minnka kolefnissporin. Þetta er gott dæmi um það hvernig umhverfisgjöld eiga að virka, að hvetja til nýrrar tækni og breyta hegðun til hins betra í umhverfismálum. Á iðnaðarsvæði í Hafnarfirði er fyrirhuguð uppbygging á niðurdælingarholum á kolsýrðu vatni. Þetta verður byggt í áföngum en þegar fullum afköstum verður náð, eftir tæpan áratug, verður hægt að dæla árlega niður um 3 milljónum tonnum af koldíoxíði nokkur hundruð metra niður í jarðlögin. Talið er að svæðið taki auðveldlega við yfir 300 milljón tonnum. Svæðið er að töluverðu leiti raskað land og á iðnaðarsvæði við hliðina á hálfrar aldar gömlu álveri. Staðsetningin er góð að því leiti að hægt verður að fanga koldíoxíð frá álverinu og binda það í berg, einnig rennur Kaldáin til sjávar í Straumsvík þannig næst í nægt ferskvatn sem ellegar rennur óhindrað til sjávar og einnig er aðgengi að hafnaraðstöðu og nokkuð hagkvæmt að byggja upp hafnaraðstöðu til að taka á móti koldíoxíði frá Evrópu. Íslenska kolefnissporið er ekki nægilega stórt til að fylla upp í afkastagetuna. Innflutningur á koldíoxíði styður við alþjóðlegar loftslagsskuldbindingar Íslands og binding frá innlendum iðnaði styrkir samkeppnisstöðu hans og þar með íslensks efnahagslífs. Hagsmunir Íslands liggja auk þess ekki síst í því að koma í veg fyrir súrnun hafsins en súrnun sjávar er hvað hröðust á norðurslóðum. Okkur ber því skylda til að róa að því öllum árum að finna leiðir til að minnka kolefnisspor heimsins. Fulltrúi VG í Hafnarfirði hefur látið sig málið varða bæði í ræðu og riti og meðal annars gagnrýnt það að samhugur sé í bæjarstjórn um málið og komi þess vegna í veg fyrir gagnrýna umræðu. Ég tala ekki fyrir aðra en sjálfan mig og hef kynnt mér málið og myndað mér skoðun. Fulltrúi VG setur fram nokkra góða punkta í skoðanagrein sinni hér á Vísi þann 28. apríl. Sjálfur hef ég spurt mig þessara spurninga og aflað mér upplýsinga. Því er við hæfi að ég svari hugleiðingum hans þannig að íbúar Hafnarfjarðar geti áttað sig hver mín skoðun og afstaða er í þessu máli. Hvernig fjármagnar sveitarfélagið innviðauppbygginguna og hver er hagrænn ávinningur samfélagsins af fjárfestingunni? Frábær spurning og réttmæt. Ef af yrði væri það mikill kostur að Carbfix myndi greiða fyrirfram fyrir fyrirhugaða notkun nokkur ár fram í tímann, það mun lækka fjármögnunarkostnað og áhættu og tengja betur hagsmuni Carbfix og Hafnarfjarðarhafnar. Það er ljóst að fyrirhugað hafnarmannvirki mun ekki einungis nýtast Carbfix, þarna verður einnig vísir að stórskipahöfn sem mun þjónusta SV hornið. Ljóst er að töluverð aukning á skipaflutningum verður á næstu árum og áratugum og þörf fyrir hafnaraðstöðu sem þessa er mikil. Áhættan af framkvæmdinni er ekki eins mikil og ætla mætti ef Carbfix væri eini viðskiptavinurinn. Ég hef viðrað þennan kost um að Carbfix myndi á einhvern hátt koma að fjármögnun þessarar innviðauppbyggingar. Því hefur verið ágætlega tekið. Sjálfur hef ég oft viðrað þá möguleika sem felast í stórskipahöfn að Óttastöðum sem reyndar er hinum megin við álverið. Það er heilbrigt að vera á varðbergi hafandi horft upp á svikamylluna í Helguvík þar sem Reykjanesbær fór í miklar hafnarframkvæmdir sem leiddu ekki til tekjumyndunar. Hér er aftur á móti um að ræða dótturfyrirtæki Orkuveitunnar sem gefur mikla tiltrú og traust. Einnig treystir Evrópusambandið sér til að styrkja Carbfix um 16 milljarða króna, það skiptir miklu máli í samhengi hlutanna. Aukin umsvif hafnarinnar og bætt aðstaða mun laða til okkar fyrirtæki sem munu nýta bættar hafnaraðstæður í útjaðri iðnaðarsvæðisins. Fjárhagsleg staða hafnarinnar er sterk og mun geta framkvæmt að hluta fyrir eigið fé en stór hluti verður fjármagnaður með lánum. Það er ágætt að minna á að áform um stækkun hafnarinnar hefur verið á aðalskipulagi. Einnig skiptir máli að rekstur hafna er ekki opinber þjónusta heldur er rekstur sem sem notendur greiða fyrir að fullu. Hvaða áhrif hefur það fyrir samfélagið og byggðina í bænum ef jarðskjálftavirkni eykst vegna starfseminnar? Jarðskjálftavirkni af völdum niðurdælingar á vatni í Straumsvik er hverfandi að sögn jarðvísindamanna. Það er hins vegar eðlilegt að ræða þennan möguleika í ljósi þess að jarðskjálftavirkni jókst um tíma í Hveragerði þegar ný niðurdælingarhola var tekin í notkun í Hellisheiðarvirkjun. Aðstæður á Hellisheiði eru hins vegar gerólíkar Straumsvík; Straumsvík er ekki virkt skjálftasvæði (öfugt við Hellisheiði), þar eru engar sprungur, og niðurdæling verður miklu grynnri en á Hellisheiði. Grunn niðurdæling á Íslandi hefur ekki valdið skjálftum, ekki einu sinni á háhitasvæðum. Hver eru áhrif starfseminnar á náttúru- og umhverfi í Hafnarfirði: jarðmyndanir, lífríki, grunnvatn og grunnvatnsstöðu, mengunarhættu ofl.? Unnið er að ítarlegu umhverfismati sem mun svara þessum spurningum. Fyrr en það liggur fyrir er ótímabært að fella stóra dóma, en fullkomlega eðlilegt að spyrja spurninga. Fyrstu áfangar verða væntanlega að mestu á röskuðu landi en staðsetning seinni áfanga verður valin með hliðsjón af umhverfismati. Ásýnd á yfirborði verður tiltölulega lítil. Vatn verður tekið úr Kaldánni rétt áður en hún fellur til sjávar og því síðan dælt niður fyrir grunnvatnsstöðuna. Þess má geta að vatnsþörf verkefnisins þegar það verður komið í fullan rekstur verður aðeins örlítið brot af ferskvatnsbirgðum landsins. Til að forðast misskilning þá er ferskvatnið ekki tekið úr vatnsbóli okkar, það er tekið rétt áður en Kaldáin fellur til sjávar. Það er dáldið hjákátlegt að hafa áhyggjur af mengun af þessari starfsemi þar sem hún er staðsett hjá mengandi álveri og mun starfsemi Carbfix minnka þá mengun sem myndast á svæðinu. Hvert er kolefnissporið af framkvæmdunum og starfseminni? Kolefnisspor skipaflutninga verður allt að 7% miðað við þá orkugjafa sem í boði eru í dag. Væntingar standa til þess að þau skip sem munu flytja kodíoxíð til landsins verði knúin vistvænni orkugjöfum þegar frá líður. Kolefnissporið mun því væntanlega minnka. Í mínum huga er það miklu meira en ásættanlegt. Umræður um sjálfbæra landnýtingu og minni auðlindasóun sem eru leiðarstef í aðgerðaáætlun íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum. Þetta er góður punktur og þarfur. Í mínum huga er fyrirhuguð landnýting við álverið frábær. Að geta bætt loftgæði mengandi iðnaðar á röskuðu landi ber að fagna. Við náum ekki loftslagsmarkmiðum nema með aðgerðum. Að dæla niður 3 milljónum tonna af koldíoxíði á ári lækkar kolefnisspor Íslands til muna og er lykillinn að kolefnishlutleysi landsins. Ég myndi deila þessum áhyggjum ef verið væri að brjóta ósnortið land í óbyggðum, en þessi starfsemi fer fram að mestu á iðnaðarsvæði. Svara þarf hvort Hafnarfjörður sé rétti staðurinn til farga innfluttri iðnaðarmengun Hér verð ég að mótmæla harðlega. Hér er ekki verið að flytja inn mengun. Frekar væri að mótmæla innflutningi á eldsneyti í formi olíu sem við brennum upp í andrúmslofinu á Íslandi. Hér er verið að villa fólki sýn með hugtakaruglingi og rangnefni. Koldíoxíð er lofttegund sem öllu lífi er nauðsynleg en er skaðleg loftslaginu í of miklu magni. Greinarhöfundur kallar eftir íbúakosningu um óafturkræfar framkvæmdir. Það er nokkuð ljóst að á hverjum tíma er hægt að loka þessari starfsemi og með litlum tilkostnaði fjarlægja öll ummerki um starfsemina. Það er reyndar þannig að 108. gr sveitarstjórnarlaga kveður á um það að krefjist 20% kosningabærra íbúa atkvæðagreiðslu skal verða við henni. Upplýsingar og fræðsla skiptir lykilmáli hér og ekki síður að setja hluti í samhengi. Það er ekki traustvekjandi þegar oddiviti VG talar um að Hafnarfjörður verði ruslakista heimsins, að hér séum við eins og þróunarríki sem verið sé að misnota. Að tala um stóriðju og mengandi iðnað eru öfugmæli. Þegar oddvitinn kýs að tala með þessum hætti er ljóst að verið er að höfða til tilfinninga fólks á kostnað málefnalegra raka. En ég skil vel þá freistingu að vilja notfæra sér þetta mál til að marka sér sérstöðu í pólitík. Það felast mikil tækifæri í því fyrir Hafnarfjörð að verða heimahöfn eins athyglisverðasta loftslagsverkefnis heims. Upp undir 100 þúsund manns heimsækja Hellisheiðarvirkjun á hverju ári og athygli erlendra fjölmiðla á Carbfix hefur verið stöðug undanfarin ár. Nú síðast fyrir nokkrum dögum var fjallað um Carbfix í frægasta fréttaþætti heims, 60 mínútum. Verkefnið í Straumsvík markar því ekki aðeins þáttaskil í loftslagsaðgerðum heldur skapar ómæld tækifæri fyrir okkur sem bæjarfélag, þá ekki síst á sviði ferðaþjónustu. Það er hollt og gott að taka ekki öllu sem gefnum hlut og kalla eftir gögnum. Í þessu máli liggur að baki yfir áratugur rannsókna og tilrauna. Okkar fremsta vísindafólk hefur þróað og rannsakað þessa aðferð. Með því að flytja inn koldíoxíð til niðurdælingar náum við að koma úr umferð það miklu koldíoxíði að kolefnisspor landsins mun minnka svo um munar. Það mun auka samkeppnishæfni Íslands og bæta ímynd. Að lokum þá er ég fyrst og síðast íbúi í Hafnarfirði og ég myndi aldrei samþykkja það að flytja inn mengun og leyfa byggingu jarðskjálftaverksmiðju sem myndi eitra grunnvatnið. Hér er þvert á móti verðið að taka risaskref í baráttunni við loftslagsvandann og fórnir okkar Hafnfirðinga eru litlar sem engar. Aftur á móti er væntur ávinningur af þessu verkefni mikill bæði umhverfislega og efnahagslega. Út frá þeim gögnum sem liggja til grundvallar og þeim fyrirvörum sem gerðir eru, þá er mér ekki stætt á því að vera andvígur þessu verkefni. Slíkt væri geðþótti og gerræði, eitthvað sem ég fyrirlít í pólitík. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði.
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar