Finnur Freyr hreinskilinn: Mér finnst við búnir að vera lélegir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. maí 2023 11:30 Finnur Freyr Stefánsson ræðir við Kristófer Acox í leiknum á Hlíðarenda í gær. Vísir/Bára Finnur Freyr Stefánsson hefur unnið sex Íslandsmeistaratitla á sjö tímabilum sem þjálfari í úrvalsdeild karla og nú er hann kominn einu skrefi nær þeim sjöunda. Finnur Freyr hefur gert Valsliðið að Íslandsmeisturum, bikarmeisturum og deildarmeisturum á einu ári og nú er Hlíðarendaliðið komið aftur í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn. Finnur mætti á háborðið í Körfuboltakvöldi eftir sigurinn á Þór í oddaleik undanúrslitanna í gærkvöldi og Kjartan Atli Kjartansson fékk hann meðal annars til að meta frammistöðu Valsliðsins í úrslitakeppninni til þessa. „Mér líður bara vel. Strax farinn að hugsa um næstu seríu. Það er stutt þessi gleði eftir þessa seríu, sérstaklega þegar maður er kominn í oddaleik og veit að það er stutt í næstu,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson. Hreinskilinn þjálfari Valsmenn hafa tapað fyrsta leik í báðum einvígum og voru lentir 2-0 undir í undanúrslitaeinvíginu á móti Þór. Liðið kom hins vegar til baka og spilar til úrslita við Tindastól annað árið í röð. En hvaða einkunn fær Valsliðið frá þjálfara sínum fyrir spilamennskuna í úrslitakeppninni til þessa? „Mér finnst við vera búnir að vera lélegir heilt yfir ef ég er alveg hreinskilinn,“ sagði Finnur Freyr. „Okkur líður þannig og ég held að sjálfstraustið í liðinu var þannig að við vorum skrýtnir. Það var eitthvað hik á okkur og við vorum að ofhugsa hlutina of mikið fannst mér,“ sagði Finnur. Ekki að vera of mikill þjálfari „Það er ekki fyrr en við förum aðeins að láta vaða á þetta og ég kannski að sleppa tökunum. Leyfa þeim að fá að gera sitt. Ég tek þessa tvo fyrstu leiki í þessari seríu á mig fyrir að vera flækja hlutina og reyna að vera einhver of mikill þjálfari,“ sagði Finnur. „Stundum verður maður að treysta á það sem maður hefur og treysta á það sem við erum búnir að vera að gera. Í staðinn að ætla að fara að umbylta öllu til þess að spila á móti einhverjum einum, tveimur leikmönnum eða á móti liðum þá þurfum við bara að treysta á okkar. Það fannst mér stærsti munurinn í breytingunni hjá okkur,“ sagði Finnur. Stólarnir besta liðið í úrslitakeppninni Hvað sér hann í Stólunum sem mæta Valsmönnum í úrslitaeinvíginu? „Bara besta liðið í úrslitakeppninni hingað til. Frábær stemmning, stórkostlegt lið og lið þar sem Pavel [Ermolinskij, þjálfari Tindastóls] er búinn að fá til að ná sínu potentíal. Þeir eru búnir að vera með frábæran mannskap í allan vetur en voru með þjálfara sem var að reyna að flækja hlutina of mikið,“ sagði Finnur. „Pavel er búinn að gera það sem hann gerir best. Fara inn í lið og kreista það besta út úr öllum,“ sagði Finnur. Það má horfa á allt viðtalið við Finn Frey hérna fyrir neðan. Klippa: Finnur Freyr í Körfuboltakvöldi eftir oddaleikinn Subway-deild karla Körfuboltakvöld Valur Tindastóll Mest lesið Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira
Finnur Freyr hefur gert Valsliðið að Íslandsmeisturum, bikarmeisturum og deildarmeisturum á einu ári og nú er Hlíðarendaliðið komið aftur í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn. Finnur mætti á háborðið í Körfuboltakvöldi eftir sigurinn á Þór í oddaleik undanúrslitanna í gærkvöldi og Kjartan Atli Kjartansson fékk hann meðal annars til að meta frammistöðu Valsliðsins í úrslitakeppninni til þessa. „Mér líður bara vel. Strax farinn að hugsa um næstu seríu. Það er stutt þessi gleði eftir þessa seríu, sérstaklega þegar maður er kominn í oddaleik og veit að það er stutt í næstu,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson. Hreinskilinn þjálfari Valsmenn hafa tapað fyrsta leik í báðum einvígum og voru lentir 2-0 undir í undanúrslitaeinvíginu á móti Þór. Liðið kom hins vegar til baka og spilar til úrslita við Tindastól annað árið í röð. En hvaða einkunn fær Valsliðið frá þjálfara sínum fyrir spilamennskuna í úrslitakeppninni til þessa? „Mér finnst við vera búnir að vera lélegir heilt yfir ef ég er alveg hreinskilinn,“ sagði Finnur Freyr. „Okkur líður þannig og ég held að sjálfstraustið í liðinu var þannig að við vorum skrýtnir. Það var eitthvað hik á okkur og við vorum að ofhugsa hlutina of mikið fannst mér,“ sagði Finnur. Ekki að vera of mikill þjálfari „Það er ekki fyrr en við förum aðeins að láta vaða á þetta og ég kannski að sleppa tökunum. Leyfa þeim að fá að gera sitt. Ég tek þessa tvo fyrstu leiki í þessari seríu á mig fyrir að vera flækja hlutina og reyna að vera einhver of mikill þjálfari,“ sagði Finnur. „Stundum verður maður að treysta á það sem maður hefur og treysta á það sem við erum búnir að vera að gera. Í staðinn að ætla að fara að umbylta öllu til þess að spila á móti einhverjum einum, tveimur leikmönnum eða á móti liðum þá þurfum við bara að treysta á okkar. Það fannst mér stærsti munurinn í breytingunni hjá okkur,“ sagði Finnur. Stólarnir besta liðið í úrslitakeppninni Hvað sér hann í Stólunum sem mæta Valsmönnum í úrslitaeinvíginu? „Bara besta liðið í úrslitakeppninni hingað til. Frábær stemmning, stórkostlegt lið og lið þar sem Pavel [Ermolinskij, þjálfari Tindastóls] er búinn að fá til að ná sínu potentíal. Þeir eru búnir að vera með frábæran mannskap í allan vetur en voru með þjálfara sem var að reyna að flækja hlutina of mikið,“ sagði Finnur. „Pavel er búinn að gera það sem hann gerir best. Fara inn í lið og kreista það besta út úr öllum,“ sagði Finnur. Það má horfa á allt viðtalið við Finn Frey hérna fyrir neðan. Klippa: Finnur Freyr í Körfuboltakvöldi eftir oddaleikinn
Subway-deild karla Körfuboltakvöld Valur Tindastóll Mest lesið Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira