Erlent

Bein útsending: Blaðamannafundur Selenskí og Niinistö

Oddur Ævar Gunnarsson og Sunna Sæmundsdóttir skrifa
Volodymyr Zelenskyy og Sauli Niinisto
Volodymyr Zelenskyy og Sauli Niinisto AP/Lehtikuva

Volodomír Selenskí Úkraínuforseti og Sauli Niinistö Finnlandsforseti halda sameiginlegan blaðamannafund að loknum tvíhliða fundi þeirra í Helsinki þar sem Selenskí sækir leiðtogafund Norðurlandanna.

Fylgjast má með fundinum í beinni hér að neðan. Hann átti að hefjast klukkan 10:00 að íslenskum tíma en seinkun hefur orðið á fundarhöldum.

Í tilkynningu frá finnska forsetaembættinu kemur fram að forsetarnir hafi rætt innrás Rússa í Úkraínu, stuðning Finnlands við Úkraínu og sameiginlegar áskoranir í öryggismálum landanna tveggja.

Vísir/Einar Árnason

Finnar gengu í NATO þann 4. apríl síðastliðinn. Leiðtogafundurinn nú sá fyrsti sem ríkið situr eftir að aðildin varð fullgild.


Tengdar fréttir

Katrín fundar með Selenskí

Volodomír Selenskí, Úkraínuforseti, verður gestur á leiðtogafundi Norðurlandanna í Helsinki í dag og mun jafnframt eiga tvíhliða fund með Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×