Fylgjast má með fundinum í beinni hér að neðan. Hann átti að hefjast klukkan 10:00 að íslenskum tíma en seinkun hefur orðið á fundarhöldum.
Í tilkynningu frá finnska forsetaembættinu kemur fram að forsetarnir hafi rætt innrás Rússa í Úkraínu, stuðning Finnlands við Úkraínu og sameiginlegar áskoranir í öryggismálum landanna tveggja.

Finnar gengu í NATO þann 4. apríl síðastliðinn. Leiðtogafundurinn nú sá fyrsti sem ríkið situr eftir að aðildin varð fullgild.