Stoltur af systur sinni og segir hana yfirburða leikmann í deildinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. maí 2023 14:01 Elín Klara Þorkelsdóttir hefur farið hamförum í úrslitakeppninni. vísir/hulda margrét Orri Freyr Þorkelsson fylgist stoltur með systur sinni blómstra með Haukum í úrslitakeppni Olís-deildar kvenna í handbolta. Hann segir hana besta leikmann deildarinnar. Elín Klara Þorkelsdóttir hefur farið hamförum í úrslitakeppni Olís-deildarinnar þar sem Haukar eru öllum að óvörum komnir í undanúrslit. Elín Klara hefur skorað 42 mörk í fjórum leikjum í úrslitakeppninni, eða 10,5 mörk að meðaltali í leik. Þrátt fyrir að spila með Elverum í Noregi missir Orri ekki af leik hjá systur sinni og stöllum hennar í Haukum. „Ég horfi á hvern einasta leik og það er geggjað að horfa á hana spila. Það er ótrúlegt, miðað við að hún er bara átján ára, yfirburðamaður í þessari deild að mínu mati. Ef maður horfir á þessa tölfræði er hún fáránleg. Hún er með meira en tíu mörk að meðaltali í leik,“ sagði Orri í samtali við Vísi. „Ég er ótrúlega stoltur af henni. Mér finnst ótrúlega gaman að fylgjast með henni og liðinu og hvernig þær hafa tekist á við úrslitakeppnina. Þetta var upp og niður á tímabilinu. Þeim gekk ekkert það vel í deildinni en svo koma þær núna, taka Fram 2-0 og þetta er allt galopið gegn ÍBV. Maður vonar bara það besta því ég er ótrúlega mikill Haukamaður.“ Orri Freyr Þorkelsson lék með Haukum áður en hann fór til Elverum fyrir tveimur árum.vísir/vilhelm Óhætt er að líkja framgöngu Hauka í úrslitakeppninni við öskubuskuævintýri. Liðið skipti um þjálfara seint á tímabilinu og lenti í 5. sæti Olís-deildarinnar. En í sex liða úrslitum unnu Haukar Íslandsmeistara Fram, 2-0, og staðan í einvíginu gegn deildar- og bikarmeisturum ÍBV í undanúrslitunum er jöfn, 1-1. Þrjá leiki þarf að vinna til að komast í úrslit. „Þær eru að spila við frábært ÍBV-lið sem er með leikmenn í landsliðinu. Haukarnir hafa náð nokkuð góðum leik og það eru margar sem geta gefið liðinu mikið. Þetta hlýtur að koma á óvart,“ sagði Orri. Ekki stóð á svari er hann var spurður hvernig leikur ÍBV og Hauka í kvöld myndi fara. „Leikur þrjú, ég ætla bara að segja að Haukar vinni þennan leik. Ég hef trú á því og vona það,“ svaraði Orri. Leikur ÍBV og Hauka hefst klukkan 19:40 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Olís-deild kvenna Haukar ÍBV Tengdar fréttir Einar um stórstjörnur Eyjaliðsins: Þær skjóta allt of mikið Deildar- og bikarmeistarar ÍBV munu ekki labba inn í úrslitaeinvígið í Olís deild kvenna í handbolta eins og kannski einhverjir bjuggust við. Haukastelpurnar eru sýnd veiði en ekki gefin og Haukaliðið náði að jafna metin í undanúrslitaeinvígi sínu á móti hinu gríðarlega sterka liði ÍBV. 2. maí 2023 13:31 „Ég er ótrúlega stolt af mínu liði“ Haukar unnu eins marks sigur gegn ÍBV 25-24 í ótrúlegum leik sem fór í framlengingu. Díana Guðjónsdóttir, þjálfari Hauka, var í skýjunum með ótrúlegan sigur. 1. maí 2023 17:18 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar – ÍBV 25-24 | Haukar unnu með minnsta mun í spennutrylli Haukar unnu eins marks sigur á ÍBV 25-24. Haukar skoruðu síðasta markið í venjulegum leiktíma sem varð til þess að framlengja þurfti leikinn. Heimakonur höfðu betur í framlengingunni og unnu með minnsta mun. Staðan í einvíginu er jöfn 1-1. 1. maí 2023 18:00 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Sjá meira
Elín Klara Þorkelsdóttir hefur farið hamförum í úrslitakeppni Olís-deildarinnar þar sem Haukar eru öllum að óvörum komnir í undanúrslit. Elín Klara hefur skorað 42 mörk í fjórum leikjum í úrslitakeppninni, eða 10,5 mörk að meðaltali í leik. Þrátt fyrir að spila með Elverum í Noregi missir Orri ekki af leik hjá systur sinni og stöllum hennar í Haukum. „Ég horfi á hvern einasta leik og það er geggjað að horfa á hana spila. Það er ótrúlegt, miðað við að hún er bara átján ára, yfirburðamaður í þessari deild að mínu mati. Ef maður horfir á þessa tölfræði er hún fáránleg. Hún er með meira en tíu mörk að meðaltali í leik,“ sagði Orri í samtali við Vísi. „Ég er ótrúlega stoltur af henni. Mér finnst ótrúlega gaman að fylgjast með henni og liðinu og hvernig þær hafa tekist á við úrslitakeppnina. Þetta var upp og niður á tímabilinu. Þeim gekk ekkert það vel í deildinni en svo koma þær núna, taka Fram 2-0 og þetta er allt galopið gegn ÍBV. Maður vonar bara það besta því ég er ótrúlega mikill Haukamaður.“ Orri Freyr Þorkelsson lék með Haukum áður en hann fór til Elverum fyrir tveimur árum.vísir/vilhelm Óhætt er að líkja framgöngu Hauka í úrslitakeppninni við öskubuskuævintýri. Liðið skipti um þjálfara seint á tímabilinu og lenti í 5. sæti Olís-deildarinnar. En í sex liða úrslitum unnu Haukar Íslandsmeistara Fram, 2-0, og staðan í einvíginu gegn deildar- og bikarmeisturum ÍBV í undanúrslitunum er jöfn, 1-1. Þrjá leiki þarf að vinna til að komast í úrslit. „Þær eru að spila við frábært ÍBV-lið sem er með leikmenn í landsliðinu. Haukarnir hafa náð nokkuð góðum leik og það eru margar sem geta gefið liðinu mikið. Þetta hlýtur að koma á óvart,“ sagði Orri. Ekki stóð á svari er hann var spurður hvernig leikur ÍBV og Hauka í kvöld myndi fara. „Leikur þrjú, ég ætla bara að segja að Haukar vinni þennan leik. Ég hef trú á því og vona það,“ svaraði Orri. Leikur ÍBV og Hauka hefst klukkan 19:40 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5.
Olís-deild kvenna Haukar ÍBV Tengdar fréttir Einar um stórstjörnur Eyjaliðsins: Þær skjóta allt of mikið Deildar- og bikarmeistarar ÍBV munu ekki labba inn í úrslitaeinvígið í Olís deild kvenna í handbolta eins og kannski einhverjir bjuggust við. Haukastelpurnar eru sýnd veiði en ekki gefin og Haukaliðið náði að jafna metin í undanúrslitaeinvígi sínu á móti hinu gríðarlega sterka liði ÍBV. 2. maí 2023 13:31 „Ég er ótrúlega stolt af mínu liði“ Haukar unnu eins marks sigur gegn ÍBV 25-24 í ótrúlegum leik sem fór í framlengingu. Díana Guðjónsdóttir, þjálfari Hauka, var í skýjunum með ótrúlegan sigur. 1. maí 2023 17:18 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar – ÍBV 25-24 | Haukar unnu með minnsta mun í spennutrylli Haukar unnu eins marks sigur á ÍBV 25-24. Haukar skoruðu síðasta markið í venjulegum leiktíma sem varð til þess að framlengja þurfti leikinn. Heimakonur höfðu betur í framlengingunni og unnu með minnsta mun. Staðan í einvíginu er jöfn 1-1. 1. maí 2023 18:00 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Sjá meira
Einar um stórstjörnur Eyjaliðsins: Þær skjóta allt of mikið Deildar- og bikarmeistarar ÍBV munu ekki labba inn í úrslitaeinvígið í Olís deild kvenna í handbolta eins og kannski einhverjir bjuggust við. Haukastelpurnar eru sýnd veiði en ekki gefin og Haukaliðið náði að jafna metin í undanúrslitaeinvígi sínu á móti hinu gríðarlega sterka liði ÍBV. 2. maí 2023 13:31
„Ég er ótrúlega stolt af mínu liði“ Haukar unnu eins marks sigur gegn ÍBV 25-24 í ótrúlegum leik sem fór í framlengingu. Díana Guðjónsdóttir, þjálfari Hauka, var í skýjunum með ótrúlegan sigur. 1. maí 2023 17:18
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar – ÍBV 25-24 | Haukar unnu með minnsta mun í spennutrylli Haukar unnu eins marks sigur á ÍBV 25-24. Haukar skoruðu síðasta markið í venjulegum leiktíma sem varð til þess að framlengja þurfti leikinn. Heimakonur höfðu betur í framlengingunni og unnu með minnsta mun. Staðan í einvíginu er jöfn 1-1. 1. maí 2023 18:00