Stjörnukokkar gegn sjókvíaeldi Jakob Bjarnar skrifar 4. maí 2023 09:00 Kokkar sem vilja vara við sjókvíaeldi, réttsælis frá hægri að ofanverðu talið: Erla Þóra Bergmann Pálmadóttir, Hákon Már Örvarsson, Róbert Ólafsson, Sigurður Lárus Hall, Þráinn Freyr Vigfússon, Snædís Xyza Mae Ocampo, Sturla Birgisson og Hrefna Sætran. Hópur þekktra matreiðslumeistara hafa tekið höndum saman og hvetja til sniðgöngu á laxi úr sjókvíaeldi. Þeir munu í dag láta til sín taka víða á samfélagsmiðlum með skilaboð sín – að þeir bjóði ekki upp á eldislax úr sjókvíum á veitingastöðum sínum. Og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama. Hópinn má sjá á myndinni hér ofar en gert er ráð fyrir því að fleiri bætist í hópinn. Skilaboðin eru hluti af herferð sem Íslenski náttúruverndarsjóðurinn og (IWF) og Verndarsjóður villtra laxastofna (NASF) standa fyrir. Bakhjarl átaksins er stórfyrirtækið Patagonia. Tilgangurinn sé sá að hvetja neytendur og veitingahús til að taka sjókvíaeldislax af matseðlinum. Vilja ekki bjóða upp á lax úr sjókvíaeldi „Við erum að opna nýja vefsíðu þar sem farið er lið fyrir lið yfir skaðleg áhrif sjókvíaeldisiðnaðarins á umhverfið og lífríkið,“ segir Jón Kaldal talsmaður IWF í samtali við Vísi. Að sögn Jóns hafa reyndar fjölmörg veitingahús þegar stigið það skref og fyrir alllöngu. „Matreiðslumeistarar þaðan eru núna að leggja enn frekar sitt af mörkum við hjálpa okkur að vekja athygli á þessu mikilvæga málefni. Í hópnum eru margir af frægustu kokkum þjóðarinnar, Michelinstjörnuhafar, þrautreyndir keppendur úr Bocuse d’Or, sem er hin sanna heimsmeistarakeppni í matreiðslu, og kokkalandsliðsfólk. Öll eiga þau það sameiginlegt að hafa tekið sér stöðu með umhverfinu og lífríkinu með því að bjóða ekki upp á lax úr opnu sjókvíaeldi.“ Jón Kaldal hefur verið óþreytandi í baráttu gegn sjókvíaeldi og hefur gert eldismönnum gramt í geði. Fastlega má gera ráð fyrir því að þetta nýja útspil fari fyrir brjóstið á þeim þó svo að megnið af framleiðslunni sé flutt úr landi.vísir/vilhelm Jón segir þá sem að átakinu standi hvetja fólk til að svipast um á veitingahúsum og í verslunum eftir bláum gluggamiða með skilaboðum um að þar sé aðeins boðið upp á lax úr sjálfbæru landeldi. Eða hreinlega spyrja hvaðan laxinn kemur áður en matur er pantaður. Er að gera eldismenn gráhærða Jón hefur farið mikinn undanfarin misseri fyrir hönd IWF í baráttu gegn sjókvíaeldi og er allt annað en vinsæll í herbúðum eldismanna. Segja má að honum hafi orðið vel ágengt með sinn málstað en á undanförnum þremur mánuðum hafa þrjú könnunarfyrirtæki kannað afstöðu þjóðarinnar til sjókvíaeldis á laxi og niðurstöðurnar verið afgerandi. „Um 60 prósent þátttakenda segjast vera neikvæð í garð þessa iðnaðar. Þetta eru þrisvar til fjórum sinnum fleiri en segjast vera jákvæð,“ segir Jón. Spurður hvort nú eigi að láta kné fylgja kviði með kokkana segir hann verk að vinna. „En mér finnst niðurstaða í þessum skoðanakönnunum vera frábær vitnisburður um þjóðina. Fólk hefur kynnt sér málin og vill ekki styðja þessu skaðlegu framleiðsluaðferð fyrir umhverfið og lífríkið þar sem ömurlega er farið með eldislaxana.“ Jón bendir á að á síðunni sé að finna lista yfir veitingastaði og verslanir þar sem neytendur gengið að því að vísu að ef lax er í boði þá kemur hann úr landeldi. Sú aðferð við eldið tryggi að frárennsli frá starfseminni sé hreinsað áður en það fer í umhverfið og hvorki fiskur, sníkjudýr né sjúkdómar renna viðstöðulaust í hafið. Sjókvíaeldi Félagasamtök Matvælaframleiðsla Veitingastaðir Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Sjá meira
Þeir munu í dag láta til sín taka víða á samfélagsmiðlum með skilaboð sín – að þeir bjóði ekki upp á eldislax úr sjókvíum á veitingastöðum sínum. Og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama. Hópinn má sjá á myndinni hér ofar en gert er ráð fyrir því að fleiri bætist í hópinn. Skilaboðin eru hluti af herferð sem Íslenski náttúruverndarsjóðurinn og (IWF) og Verndarsjóður villtra laxastofna (NASF) standa fyrir. Bakhjarl átaksins er stórfyrirtækið Patagonia. Tilgangurinn sé sá að hvetja neytendur og veitingahús til að taka sjókvíaeldislax af matseðlinum. Vilja ekki bjóða upp á lax úr sjókvíaeldi „Við erum að opna nýja vefsíðu þar sem farið er lið fyrir lið yfir skaðleg áhrif sjókvíaeldisiðnaðarins á umhverfið og lífríkið,“ segir Jón Kaldal talsmaður IWF í samtali við Vísi. Að sögn Jóns hafa reyndar fjölmörg veitingahús þegar stigið það skref og fyrir alllöngu. „Matreiðslumeistarar þaðan eru núna að leggja enn frekar sitt af mörkum við hjálpa okkur að vekja athygli á þessu mikilvæga málefni. Í hópnum eru margir af frægustu kokkum þjóðarinnar, Michelinstjörnuhafar, þrautreyndir keppendur úr Bocuse d’Or, sem er hin sanna heimsmeistarakeppni í matreiðslu, og kokkalandsliðsfólk. Öll eiga þau það sameiginlegt að hafa tekið sér stöðu með umhverfinu og lífríkinu með því að bjóða ekki upp á lax úr opnu sjókvíaeldi.“ Jón Kaldal hefur verið óþreytandi í baráttu gegn sjókvíaeldi og hefur gert eldismönnum gramt í geði. Fastlega má gera ráð fyrir því að þetta nýja útspil fari fyrir brjóstið á þeim þó svo að megnið af framleiðslunni sé flutt úr landi.vísir/vilhelm Jón segir þá sem að átakinu standi hvetja fólk til að svipast um á veitingahúsum og í verslunum eftir bláum gluggamiða með skilaboðum um að þar sé aðeins boðið upp á lax úr sjálfbæru landeldi. Eða hreinlega spyrja hvaðan laxinn kemur áður en matur er pantaður. Er að gera eldismenn gráhærða Jón hefur farið mikinn undanfarin misseri fyrir hönd IWF í baráttu gegn sjókvíaeldi og er allt annað en vinsæll í herbúðum eldismanna. Segja má að honum hafi orðið vel ágengt með sinn málstað en á undanförnum þremur mánuðum hafa þrjú könnunarfyrirtæki kannað afstöðu þjóðarinnar til sjókvíaeldis á laxi og niðurstöðurnar verið afgerandi. „Um 60 prósent þátttakenda segjast vera neikvæð í garð þessa iðnaðar. Þetta eru þrisvar til fjórum sinnum fleiri en segjast vera jákvæð,“ segir Jón. Spurður hvort nú eigi að láta kné fylgja kviði með kokkana segir hann verk að vinna. „En mér finnst niðurstaða í þessum skoðanakönnunum vera frábær vitnisburður um þjóðina. Fólk hefur kynnt sér málin og vill ekki styðja þessu skaðlegu framleiðsluaðferð fyrir umhverfið og lífríkið þar sem ömurlega er farið með eldislaxana.“ Jón bendir á að á síðunni sé að finna lista yfir veitingastaði og verslanir þar sem neytendur gengið að því að vísu að ef lax er í boði þá kemur hann úr landeldi. Sú aðferð við eldið tryggi að frárennsli frá starfseminni sé hreinsað áður en það fer í umhverfið og hvorki fiskur, sníkjudýr né sjúkdómar renna viðstöðulaust í hafið.
Sjókvíaeldi Félagasamtök Matvælaframleiðsla Veitingastaðir Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Sjá meira