Heiðra Carrie Fisher með Hollywood-stjörnu á Stjörnustríðsdeginum Atli Ísleifsson skrifar 4. maí 2023 07:40 Carrie Fisher lést af völdum hjartaáfalls árið 2016, þá sextug að aldri. AP Um sex árum eftir dauða hennar stendur til að heiðra leikkonuna Carrie Fisher í Hollywood með því að afhjúpa stjörnu með nafni hennar á Hollywood Walk of Fame síðar í dag, á óformlegum þjóðhátíðardegi Stjörnustríðsaðdáenda. Fisher er langþekktust fyrir að hafa farið með hlutverk Leiu prinsessu í stórmyndunum. Hún lést af völdum hjartaáfalls árið 2016, þá sextug að aldri. Aðdáendur Stjörnustríðsmyndanna halda sérstaklega upp á 4. maí, eða May the fourth á ensku, þar sem vísað er í línuna „May the force be with you“ úr myndunum – „Megi mátturinn vera með þér“. Það er dóttir Fisher, Billie Lourd, sem mun mæta og afhjúpa stjörnuna, sem verður að finna nærri stjörnunum til heiðurs Mark Hammill og Harrison Ford, ekki langt frá kvikmyndahúsinu þar sem fyrsta Stjörnustríðsmyndin var frumsýnd árið 1977. Hammill fór með hlutverk Loga geimgengils og Ford með hlutverk Han Solo í myndunum. Aðdáendur Fisher hafa lengi barist fyrir því að hún yrði heiðruð með stjörnu á Hollywood Walk of Fame, en Ford fékk sína stjörnu árið 2003 og Hammill árið 2018. Fisher fór með hlutverk Leiu prinsessu í fyrstu Stjörnustríðsmyndinni þegar hún var einungis nítján ára gömul. Hún fór aftur með hlutverk Leiu í síðari Stjörnustríðsmyndum og myndinni Rogue One. Hún birtist því í sex Stjörnustríðsmyndum í heildina. Á ferli sínum lék hún einnig meðal annars í myndum á borð við Blues Brothers og When Harry Met Sally. Star Wars Hollywood Bandaríkin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Carrie Fisher sendi virtum framleiðanda tungu úr nautgrip í öskju Framleiðandinn hafði reynt að nauðga vinkonu leikkonunnar. 17. október 2017 18:56 Minntust Carrie Fisher Sérstakt minningarmyndband til heiðurs Carrie Fisher birtist á veraldarvefnum nú á dögunum. 16. apríl 2017 10:45 Carrie Fisher verður ekki bætt inn í framtíðar Star Wars myndir Eftir andlát Carrie Fisher hefur sá orðrómur látið á sér kræla að henni verði bætt inn í framtíðar myndir með aðstoð tölvutækni. 14. janúar 2017 17:26 Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
Fisher er langþekktust fyrir að hafa farið með hlutverk Leiu prinsessu í stórmyndunum. Hún lést af völdum hjartaáfalls árið 2016, þá sextug að aldri. Aðdáendur Stjörnustríðsmyndanna halda sérstaklega upp á 4. maí, eða May the fourth á ensku, þar sem vísað er í línuna „May the force be with you“ úr myndunum – „Megi mátturinn vera með þér“. Það er dóttir Fisher, Billie Lourd, sem mun mæta og afhjúpa stjörnuna, sem verður að finna nærri stjörnunum til heiðurs Mark Hammill og Harrison Ford, ekki langt frá kvikmyndahúsinu þar sem fyrsta Stjörnustríðsmyndin var frumsýnd árið 1977. Hammill fór með hlutverk Loga geimgengils og Ford með hlutverk Han Solo í myndunum. Aðdáendur Fisher hafa lengi barist fyrir því að hún yrði heiðruð með stjörnu á Hollywood Walk of Fame, en Ford fékk sína stjörnu árið 2003 og Hammill árið 2018. Fisher fór með hlutverk Leiu prinsessu í fyrstu Stjörnustríðsmyndinni þegar hún var einungis nítján ára gömul. Hún fór aftur með hlutverk Leiu í síðari Stjörnustríðsmyndum og myndinni Rogue One. Hún birtist því í sex Stjörnustríðsmyndum í heildina. Á ferli sínum lék hún einnig meðal annars í myndum á borð við Blues Brothers og When Harry Met Sally.
Star Wars Hollywood Bandaríkin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Carrie Fisher sendi virtum framleiðanda tungu úr nautgrip í öskju Framleiðandinn hafði reynt að nauðga vinkonu leikkonunnar. 17. október 2017 18:56 Minntust Carrie Fisher Sérstakt minningarmyndband til heiðurs Carrie Fisher birtist á veraldarvefnum nú á dögunum. 16. apríl 2017 10:45 Carrie Fisher verður ekki bætt inn í framtíðar Star Wars myndir Eftir andlát Carrie Fisher hefur sá orðrómur látið á sér kræla að henni verði bætt inn í framtíðar myndir með aðstoð tölvutækni. 14. janúar 2017 17:26 Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
Carrie Fisher sendi virtum framleiðanda tungu úr nautgrip í öskju Framleiðandinn hafði reynt að nauðga vinkonu leikkonunnar. 17. október 2017 18:56
Minntust Carrie Fisher Sérstakt minningarmyndband til heiðurs Carrie Fisher birtist á veraldarvefnum nú á dögunum. 16. apríl 2017 10:45
Carrie Fisher verður ekki bætt inn í framtíðar Star Wars myndir Eftir andlát Carrie Fisher hefur sá orðrómur látið á sér kræla að henni verði bætt inn í framtíðar myndir með aðstoð tölvutækni. 14. janúar 2017 17:26