Handboltaóðar Færeyjar: „Væri ótrúlega skemmtilegt að lenda með Íslandi í riðli“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. maí 2023 10:01 Færeyingar fagna. FÆREYSKA HANDKNATTLEIKSSAMBANDIÐ Þetta var alltaf markmiðið segir leikmaður færeyska karlalandsliðsins í handbolta sem tryggði sér í fyrsta sinn sæti á stórmóti um helgina. Færeyinga langar að lenda með Íslendingum í riðli á EM á næsta ári. Færeyjar komust á EM 2024 þrátt fyrir að hafa tapað lokaleik sínum í undankeppninni fyrir EM gegn Austurríki. Færeyingar voru eitt þeirra fjögurra liða sem voru með bestan árangur í 3. sæti riðlanna í undankeppninni. Færeyjar eru fámennasta þjóðin sem kemst á stórmót í liðsíþrótt. Allan Norðberg, fyrrverandi leikmaður KA, var hluti af færeyska hópnum sem náði þessum eftirtektarverða árangri. „Þetta er ótrúlega mikið stolt fyrir þjóðina. Það tala allir um þetta heima í Færeyjum og við erum ofboðslega stoltir að vera komnir á stórmót í fyrsta sinn í sögunni,“ sagði Allan í samtali við Vísi. Allan Norðberg hefur leikið með KA í nokkur ár en er á förum frá félaginu.vísir/hulda margrét Hann segir að Færeyingar hafi alltaf ætlað sér að komast á EM í Þýskalandi. „Þetta var alltaf markmiðið, sérstaklega þar sem það er búið að stækka mótið í 24 lið og bestu liðin í 3. sæti komast þangað,“ sagði Allan. Færeyingar unnu sér fyrir EM-sætinu með því að vinna Rúmena og Úkraínumenn á heimavelli sínum í Höllinni á Hálsi. Frábær stuðningur „Við erum búnir að standa okkur rosalega vel á heimavelli, líka í gegnum gegn Austurríki sem við töpuðum naumlega. Stuðningurinn sem maður fær frá fólkinu hérna heima er ótrúlegur,“ sagði Allan og bætti við að stemmningin fyrir handbolta í Færeyjum væri mikill. „Síðustu árin hefur áhuginn aukist rosalega mikið og frammistaða landsliðsins hefur líka verið góð.“ Færeyingar hafa átt mjög sterk yngri landslið undanfarin ár og þeir leikmenn eru nú byrjaðir að láta að sér kveða með A-landsliðinu. „Þeir eiga það skilið. Þeir eru metnaðarfullir, ótrúlega duglegir og hugsa vel um sjálfa sig,“ sagði Allan. Engin markmið eru of stór fyrir þá Þeir sem hafa vakið mesta athygli í færeyska liðinu eru frændurnir Elias Ellefsen á Skipagötu og Óli Mittún sem eru einnig samherjar hjá Sävehof. Sá fyrrnefndi er á leið til stórliðs Kiel í Þýskalandi eftir tímabilið. Allan segir þá félaga gríðarlega metnaðarfulla og staðráðna í að ná langt. „Ef þú myndir spyrja þá hversu langt þeir ætluðu að ná myndu þeir segja alla leið. Engin markmið eru of stór fyrir þá. Þeir eru búnir að hugsa þannig síðan þeir voru litlir strákar,“ sagði Allan. Hann segir að færeyskir leikmenn hafi flykkst í erlendis á undanförnum árum og landsliðið hafi notið góðs af því. „Í hópnum eru tveir leikmenn sem spila í Færeyjum. Allir aðrir spila erlendis. Síðustu 5-6 ár hafa örugglega 25-30 leikmenn farið út í heim að spila. Það munar rosalega miklu því æfingarnar eru betri og allt það sem fylgir með,“ sagði Allan. Óskaliðin Dregið verður í riðla á miðvikudaginn kemur. Allan myndi ekki slá hendinni upp á móti því að lenda með Íslendingum í riðli. „Það væri ótrúlega skemmtilegt, bæði því þetta er nágrannaland og svo þekki ég nokkra í landsliðinu,“ sagði Allan. „Ég held að Norður-Makedónía og Austurríki henti okkur ágætlega og ég væri til í að fá þau. Svo væri gaman að fá Ísland eða Danmörku úr 1. styrkleikaflokki.“ EM 2024 í handbolta Færeyjar Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Íslenski boltinn Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Bjarki Már öflugur Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Aldís með níu mörk í naumum sigri Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu Marta hetja Eyjakvenna Grótta vann gríðarmikilvægan sigur gegn Stjörnunni Gísli fór mikinn í fyrsta leiknum eftir meiðsli Fram tryggði annað sætið með sigri gegn ÍR Íslendingalið mætast í úrslitakeppninni Donni markahæstur meðan Guðmundur skoraði eitt gegn Ágústi Íslendingar í riðli með Færeyingum „Verður hörkueinvígi, þeir eru drullugóðir“ Sjá meira
Færeyjar komust á EM 2024 þrátt fyrir að hafa tapað lokaleik sínum í undankeppninni fyrir EM gegn Austurríki. Færeyingar voru eitt þeirra fjögurra liða sem voru með bestan árangur í 3. sæti riðlanna í undankeppninni. Færeyjar eru fámennasta þjóðin sem kemst á stórmót í liðsíþrótt. Allan Norðberg, fyrrverandi leikmaður KA, var hluti af færeyska hópnum sem náði þessum eftirtektarverða árangri. „Þetta er ótrúlega mikið stolt fyrir þjóðina. Það tala allir um þetta heima í Færeyjum og við erum ofboðslega stoltir að vera komnir á stórmót í fyrsta sinn í sögunni,“ sagði Allan í samtali við Vísi. Allan Norðberg hefur leikið með KA í nokkur ár en er á förum frá félaginu.vísir/hulda margrét Hann segir að Færeyingar hafi alltaf ætlað sér að komast á EM í Þýskalandi. „Þetta var alltaf markmiðið, sérstaklega þar sem það er búið að stækka mótið í 24 lið og bestu liðin í 3. sæti komast þangað,“ sagði Allan. Færeyingar unnu sér fyrir EM-sætinu með því að vinna Rúmena og Úkraínumenn á heimavelli sínum í Höllinni á Hálsi. Frábær stuðningur „Við erum búnir að standa okkur rosalega vel á heimavelli, líka í gegnum gegn Austurríki sem við töpuðum naumlega. Stuðningurinn sem maður fær frá fólkinu hérna heima er ótrúlegur,“ sagði Allan og bætti við að stemmningin fyrir handbolta í Færeyjum væri mikill. „Síðustu árin hefur áhuginn aukist rosalega mikið og frammistaða landsliðsins hefur líka verið góð.“ Færeyingar hafa átt mjög sterk yngri landslið undanfarin ár og þeir leikmenn eru nú byrjaðir að láta að sér kveða með A-landsliðinu. „Þeir eiga það skilið. Þeir eru metnaðarfullir, ótrúlega duglegir og hugsa vel um sjálfa sig,“ sagði Allan. Engin markmið eru of stór fyrir þá Þeir sem hafa vakið mesta athygli í færeyska liðinu eru frændurnir Elias Ellefsen á Skipagötu og Óli Mittún sem eru einnig samherjar hjá Sävehof. Sá fyrrnefndi er á leið til stórliðs Kiel í Þýskalandi eftir tímabilið. Allan segir þá félaga gríðarlega metnaðarfulla og staðráðna í að ná langt. „Ef þú myndir spyrja þá hversu langt þeir ætluðu að ná myndu þeir segja alla leið. Engin markmið eru of stór fyrir þá. Þeir eru búnir að hugsa þannig síðan þeir voru litlir strákar,“ sagði Allan. Hann segir að færeyskir leikmenn hafi flykkst í erlendis á undanförnum árum og landsliðið hafi notið góðs af því. „Í hópnum eru tveir leikmenn sem spila í Færeyjum. Allir aðrir spila erlendis. Síðustu 5-6 ár hafa örugglega 25-30 leikmenn farið út í heim að spila. Það munar rosalega miklu því æfingarnar eru betri og allt það sem fylgir með,“ sagði Allan. Óskaliðin Dregið verður í riðla á miðvikudaginn kemur. Allan myndi ekki slá hendinni upp á móti því að lenda með Íslendingum í riðli. „Það væri ótrúlega skemmtilegt, bæði því þetta er nágrannaland og svo þekki ég nokkra í landsliðinu,“ sagði Allan. „Ég held að Norður-Makedónía og Austurríki henti okkur ágætlega og ég væri til í að fá þau. Svo væri gaman að fá Ísland eða Danmörku úr 1. styrkleikaflokki.“
EM 2024 í handbolta Færeyjar Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Íslenski boltinn Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Bjarki Már öflugur Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Aldís með níu mörk í naumum sigri Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu Marta hetja Eyjakvenna Grótta vann gríðarmikilvægan sigur gegn Stjörnunni Gísli fór mikinn í fyrsta leiknum eftir meiðsli Fram tryggði annað sætið með sigri gegn ÍR Íslendingalið mætast í úrslitakeppninni Donni markahæstur meðan Guðmundur skoraði eitt gegn Ágústi Íslendingar í riðli með Færeyingum „Verður hörkueinvígi, þeir eru drullugóðir“ Sjá meira