Súlur sem lifa af fuglaflensu breyta um augnlit Kristinn Haukur Guðnason skrifar 4. maí 2023 23:57 Blóðsýni voru tekin úr súlum til að mæla mótefni við fuglaflensu. Vilhelm Gunnarsson Vísindamenn hafa komist að því að augnlitur þeirra súla sem lifa af fuglaflensu breytist úr bláum í svartan. Uppgötvunin gæti reynst mikilvæg við að flokka fugla. Fjölmargir vísindamenn frá ýmsum háskólum og rannsóknarstofnunum komu að rannsókninni sem birt var í tímaritinu bioRxiv um mánaðamótin. Meðal annars vísindamenn frá Háskóla Íslands og Tilraunastöðinni að Keldum. Súlur finnast á gervöllu norðanverðu Atlantshafi en rannsókninni var aðallega beint að súlubyggðinni á Bass Rock í Skotlandi, stærstu súlubyggð heims. Í umfjöllun breska blaðsins The Guardian kemur fram að vísindamenn hafi fyrst tekið eftir breyttum augnlit í súlum á Bass Rock í júní á síðasta ári. Hinn einkennandi blái augnlitur sjófuglsins hafði vikið fyrir svörtum. Frekari rannsókna þörf Var farið í að kanna þetta undarlega mál. Tekin voru blóðsýni úr átján fuglum með með blá og svört augu og kom þá í ljós að fuglarnir með svörtu augun voru með mótefni fyrir fuglaflensu, það er H5N1 vírusnum. Vísindamenn tóku fyrst eftir breytingunum í júní á síðasta ári.Jude Lane Samkvæmt Jude Lane, hjá Náttúruverndarvísindastofnun Bretlands sem leiddi rannsóknina, eru næstu skref að reyna að skilja hvort að breytingin hafi einhver áhrif á sjón fuglanna. Einnig hvort að sams konar breyting finnist hjá öðrum fuglategundum og síðast en ekki síst hvað sé að valda breytingunni. Hríðféllu í Eldey Súlur hríðféllu í Eldey í apríl á síðasta ári vegna fuglaflensu. Hefur tegundin lent mjög illa í sjúkdómnum líkt og margar aðrar tegundir í Norður Atlantshafi, svo sem grágæsir og kjóar. Talið er að fuglaflensan hafi borist frá Evrópu til Íslands og héðan til Norður Ameríku. Á Bass Rock hafa lífslíkur súlna hrapað um 42 prósent vegna flensunnar. Alls hefur dánartíðnin hækkað í 75 prósent af öllum 53 súlnabyggðum við Norður Atlantshaf. Bretland Skotland Fuglar Vísindi Tengdar fréttir Óttast að fuglaflensan hafi orðið súlunum að bana: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Viðbragðsáætlun Matvælastofnunar hefur verið virkjuð nú eftir að fuglaflensa hefur verið staðfest hér á landi. Vefmyndavélar í Eldey sýna dauðar súlur á víð og dreif og fer þeim fjölgandi milli daga. Prófessor í dýrafræði segir það slæmar fréttir ef fuglaflensusmit er að berast inn í fuglahópa. 16. apríl 2022 12:32 Óttast að fuglaflensusmit hafi breiðst út Óttast er að fuglaflensusmit sem greindist á bóndabýli í austurhluta Englands á mánudaginn hafi náð að breiðast út. Yfirvöld í Bretlandi rannsaka nú sýni frá kalkúnabúi í Suffolk en þar hafa fjölmargir fuglar drepist á undanförnum dögum. 15. nóvember 2007 16:47 Segja fuglaflensuna hafa borist til Bandaríkjanna um Ísland og Grænland Talið er víst að fuglaflensan hafi borist frá Norður-Evrópu til Norður-Ameríku um Ísland. Þetta kemur fram í grein sem birtist í vísindatímaritinu Emerging Infectious Diseases en höfundar hennar eru vísindamenn á Íslandi og í Þýskalandi. 15. nóvember 2022 06:57 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Fjölmargir vísindamenn frá ýmsum háskólum og rannsóknarstofnunum komu að rannsókninni sem birt var í tímaritinu bioRxiv um mánaðamótin. Meðal annars vísindamenn frá Háskóla Íslands og Tilraunastöðinni að Keldum. Súlur finnast á gervöllu norðanverðu Atlantshafi en rannsókninni var aðallega beint að súlubyggðinni á Bass Rock í Skotlandi, stærstu súlubyggð heims. Í umfjöllun breska blaðsins The Guardian kemur fram að vísindamenn hafi fyrst tekið eftir breyttum augnlit í súlum á Bass Rock í júní á síðasta ári. Hinn einkennandi blái augnlitur sjófuglsins hafði vikið fyrir svörtum. Frekari rannsókna þörf Var farið í að kanna þetta undarlega mál. Tekin voru blóðsýni úr átján fuglum með með blá og svört augu og kom þá í ljós að fuglarnir með svörtu augun voru með mótefni fyrir fuglaflensu, það er H5N1 vírusnum. Vísindamenn tóku fyrst eftir breytingunum í júní á síðasta ári.Jude Lane Samkvæmt Jude Lane, hjá Náttúruverndarvísindastofnun Bretlands sem leiddi rannsóknina, eru næstu skref að reyna að skilja hvort að breytingin hafi einhver áhrif á sjón fuglanna. Einnig hvort að sams konar breyting finnist hjá öðrum fuglategundum og síðast en ekki síst hvað sé að valda breytingunni. Hríðféllu í Eldey Súlur hríðféllu í Eldey í apríl á síðasta ári vegna fuglaflensu. Hefur tegundin lent mjög illa í sjúkdómnum líkt og margar aðrar tegundir í Norður Atlantshafi, svo sem grágæsir og kjóar. Talið er að fuglaflensan hafi borist frá Evrópu til Íslands og héðan til Norður Ameríku. Á Bass Rock hafa lífslíkur súlna hrapað um 42 prósent vegna flensunnar. Alls hefur dánartíðnin hækkað í 75 prósent af öllum 53 súlnabyggðum við Norður Atlantshaf.
Bretland Skotland Fuglar Vísindi Tengdar fréttir Óttast að fuglaflensan hafi orðið súlunum að bana: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Viðbragðsáætlun Matvælastofnunar hefur verið virkjuð nú eftir að fuglaflensa hefur verið staðfest hér á landi. Vefmyndavélar í Eldey sýna dauðar súlur á víð og dreif og fer þeim fjölgandi milli daga. Prófessor í dýrafræði segir það slæmar fréttir ef fuglaflensusmit er að berast inn í fuglahópa. 16. apríl 2022 12:32 Óttast að fuglaflensusmit hafi breiðst út Óttast er að fuglaflensusmit sem greindist á bóndabýli í austurhluta Englands á mánudaginn hafi náð að breiðast út. Yfirvöld í Bretlandi rannsaka nú sýni frá kalkúnabúi í Suffolk en þar hafa fjölmargir fuglar drepist á undanförnum dögum. 15. nóvember 2007 16:47 Segja fuglaflensuna hafa borist til Bandaríkjanna um Ísland og Grænland Talið er víst að fuglaflensan hafi borist frá Norður-Evrópu til Norður-Ameríku um Ísland. Þetta kemur fram í grein sem birtist í vísindatímaritinu Emerging Infectious Diseases en höfundar hennar eru vísindamenn á Íslandi og í Þýskalandi. 15. nóvember 2022 06:57 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Óttast að fuglaflensan hafi orðið súlunum að bana: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Viðbragðsáætlun Matvælastofnunar hefur verið virkjuð nú eftir að fuglaflensa hefur verið staðfest hér á landi. Vefmyndavélar í Eldey sýna dauðar súlur á víð og dreif og fer þeim fjölgandi milli daga. Prófessor í dýrafræði segir það slæmar fréttir ef fuglaflensusmit er að berast inn í fuglahópa. 16. apríl 2022 12:32
Óttast að fuglaflensusmit hafi breiðst út Óttast er að fuglaflensusmit sem greindist á bóndabýli í austurhluta Englands á mánudaginn hafi náð að breiðast út. Yfirvöld í Bretlandi rannsaka nú sýni frá kalkúnabúi í Suffolk en þar hafa fjölmargir fuglar drepist á undanförnum dögum. 15. nóvember 2007 16:47
Segja fuglaflensuna hafa borist til Bandaríkjanna um Ísland og Grænland Talið er víst að fuglaflensan hafi borist frá Norður-Evrópu til Norður-Ameríku um Ísland. Þetta kemur fram í grein sem birtist í vísindatímaritinu Emerging Infectious Diseases en höfundar hennar eru vísindamenn á Íslandi og í Þýskalandi. 15. nóvember 2022 06:57