Súlur sem lifa af fuglaflensu breyta um augnlit Kristinn Haukur Guðnason skrifar 4. maí 2023 23:57 Blóðsýni voru tekin úr súlum til að mæla mótefni við fuglaflensu. Vilhelm Gunnarsson Vísindamenn hafa komist að því að augnlitur þeirra súla sem lifa af fuglaflensu breytist úr bláum í svartan. Uppgötvunin gæti reynst mikilvæg við að flokka fugla. Fjölmargir vísindamenn frá ýmsum háskólum og rannsóknarstofnunum komu að rannsókninni sem birt var í tímaritinu bioRxiv um mánaðamótin. Meðal annars vísindamenn frá Háskóla Íslands og Tilraunastöðinni að Keldum. Súlur finnast á gervöllu norðanverðu Atlantshafi en rannsókninni var aðallega beint að súlubyggðinni á Bass Rock í Skotlandi, stærstu súlubyggð heims. Í umfjöllun breska blaðsins The Guardian kemur fram að vísindamenn hafi fyrst tekið eftir breyttum augnlit í súlum á Bass Rock í júní á síðasta ári. Hinn einkennandi blái augnlitur sjófuglsins hafði vikið fyrir svörtum. Frekari rannsókna þörf Var farið í að kanna þetta undarlega mál. Tekin voru blóðsýni úr átján fuglum með með blá og svört augu og kom þá í ljós að fuglarnir með svörtu augun voru með mótefni fyrir fuglaflensu, það er H5N1 vírusnum. Vísindamenn tóku fyrst eftir breytingunum í júní á síðasta ári.Jude Lane Samkvæmt Jude Lane, hjá Náttúruverndarvísindastofnun Bretlands sem leiddi rannsóknina, eru næstu skref að reyna að skilja hvort að breytingin hafi einhver áhrif á sjón fuglanna. Einnig hvort að sams konar breyting finnist hjá öðrum fuglategundum og síðast en ekki síst hvað sé að valda breytingunni. Hríðféllu í Eldey Súlur hríðféllu í Eldey í apríl á síðasta ári vegna fuglaflensu. Hefur tegundin lent mjög illa í sjúkdómnum líkt og margar aðrar tegundir í Norður Atlantshafi, svo sem grágæsir og kjóar. Talið er að fuglaflensan hafi borist frá Evrópu til Íslands og héðan til Norður Ameríku. Á Bass Rock hafa lífslíkur súlna hrapað um 42 prósent vegna flensunnar. Alls hefur dánartíðnin hækkað í 75 prósent af öllum 53 súlnabyggðum við Norður Atlantshaf. Bretland Skotland Fuglar Vísindi Tengdar fréttir Óttast að fuglaflensan hafi orðið súlunum að bana: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Viðbragðsáætlun Matvælastofnunar hefur verið virkjuð nú eftir að fuglaflensa hefur verið staðfest hér á landi. Vefmyndavélar í Eldey sýna dauðar súlur á víð og dreif og fer þeim fjölgandi milli daga. Prófessor í dýrafræði segir það slæmar fréttir ef fuglaflensusmit er að berast inn í fuglahópa. 16. apríl 2022 12:32 Óttast að fuglaflensusmit hafi breiðst út Óttast er að fuglaflensusmit sem greindist á bóndabýli í austurhluta Englands á mánudaginn hafi náð að breiðast út. Yfirvöld í Bretlandi rannsaka nú sýni frá kalkúnabúi í Suffolk en þar hafa fjölmargir fuglar drepist á undanförnum dögum. 15. nóvember 2007 16:47 Segja fuglaflensuna hafa borist til Bandaríkjanna um Ísland og Grænland Talið er víst að fuglaflensan hafi borist frá Norður-Evrópu til Norður-Ameríku um Ísland. Þetta kemur fram í grein sem birtist í vísindatímaritinu Emerging Infectious Diseases en höfundar hennar eru vísindamenn á Íslandi og í Þýskalandi. 15. nóvember 2022 06:57 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Fleiri fréttir Stöðugildum á vegum ríkisins fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Sjá meira
Fjölmargir vísindamenn frá ýmsum háskólum og rannsóknarstofnunum komu að rannsókninni sem birt var í tímaritinu bioRxiv um mánaðamótin. Meðal annars vísindamenn frá Háskóla Íslands og Tilraunastöðinni að Keldum. Súlur finnast á gervöllu norðanverðu Atlantshafi en rannsókninni var aðallega beint að súlubyggðinni á Bass Rock í Skotlandi, stærstu súlubyggð heims. Í umfjöllun breska blaðsins The Guardian kemur fram að vísindamenn hafi fyrst tekið eftir breyttum augnlit í súlum á Bass Rock í júní á síðasta ári. Hinn einkennandi blái augnlitur sjófuglsins hafði vikið fyrir svörtum. Frekari rannsókna þörf Var farið í að kanna þetta undarlega mál. Tekin voru blóðsýni úr átján fuglum með með blá og svört augu og kom þá í ljós að fuglarnir með svörtu augun voru með mótefni fyrir fuglaflensu, það er H5N1 vírusnum. Vísindamenn tóku fyrst eftir breytingunum í júní á síðasta ári.Jude Lane Samkvæmt Jude Lane, hjá Náttúruverndarvísindastofnun Bretlands sem leiddi rannsóknina, eru næstu skref að reyna að skilja hvort að breytingin hafi einhver áhrif á sjón fuglanna. Einnig hvort að sams konar breyting finnist hjá öðrum fuglategundum og síðast en ekki síst hvað sé að valda breytingunni. Hríðféllu í Eldey Súlur hríðféllu í Eldey í apríl á síðasta ári vegna fuglaflensu. Hefur tegundin lent mjög illa í sjúkdómnum líkt og margar aðrar tegundir í Norður Atlantshafi, svo sem grágæsir og kjóar. Talið er að fuglaflensan hafi borist frá Evrópu til Íslands og héðan til Norður Ameríku. Á Bass Rock hafa lífslíkur súlna hrapað um 42 prósent vegna flensunnar. Alls hefur dánartíðnin hækkað í 75 prósent af öllum 53 súlnabyggðum við Norður Atlantshaf.
Bretland Skotland Fuglar Vísindi Tengdar fréttir Óttast að fuglaflensan hafi orðið súlunum að bana: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Viðbragðsáætlun Matvælastofnunar hefur verið virkjuð nú eftir að fuglaflensa hefur verið staðfest hér á landi. Vefmyndavélar í Eldey sýna dauðar súlur á víð og dreif og fer þeim fjölgandi milli daga. Prófessor í dýrafræði segir það slæmar fréttir ef fuglaflensusmit er að berast inn í fuglahópa. 16. apríl 2022 12:32 Óttast að fuglaflensusmit hafi breiðst út Óttast er að fuglaflensusmit sem greindist á bóndabýli í austurhluta Englands á mánudaginn hafi náð að breiðast út. Yfirvöld í Bretlandi rannsaka nú sýni frá kalkúnabúi í Suffolk en þar hafa fjölmargir fuglar drepist á undanförnum dögum. 15. nóvember 2007 16:47 Segja fuglaflensuna hafa borist til Bandaríkjanna um Ísland og Grænland Talið er víst að fuglaflensan hafi borist frá Norður-Evrópu til Norður-Ameríku um Ísland. Þetta kemur fram í grein sem birtist í vísindatímaritinu Emerging Infectious Diseases en höfundar hennar eru vísindamenn á Íslandi og í Þýskalandi. 15. nóvember 2022 06:57 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Fleiri fréttir Stöðugildum á vegum ríkisins fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Sjá meira
Óttast að fuglaflensan hafi orðið súlunum að bana: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Viðbragðsáætlun Matvælastofnunar hefur verið virkjuð nú eftir að fuglaflensa hefur verið staðfest hér á landi. Vefmyndavélar í Eldey sýna dauðar súlur á víð og dreif og fer þeim fjölgandi milli daga. Prófessor í dýrafræði segir það slæmar fréttir ef fuglaflensusmit er að berast inn í fuglahópa. 16. apríl 2022 12:32
Óttast að fuglaflensusmit hafi breiðst út Óttast er að fuglaflensusmit sem greindist á bóndabýli í austurhluta Englands á mánudaginn hafi náð að breiðast út. Yfirvöld í Bretlandi rannsaka nú sýni frá kalkúnabúi í Suffolk en þar hafa fjölmargir fuglar drepist á undanförnum dögum. 15. nóvember 2007 16:47
Segja fuglaflensuna hafa borist til Bandaríkjanna um Ísland og Grænland Talið er víst að fuglaflensan hafi borist frá Norður-Evrópu til Norður-Ameríku um Ísland. Þetta kemur fram í grein sem birtist í vísindatímaritinu Emerging Infectious Diseases en höfundar hennar eru vísindamenn á Íslandi og í Þýskalandi. 15. nóvember 2022 06:57
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels