Verður reisn yfir stuðningi gestgjafans? Ólafur Stephensen skrifar 5. maí 2023 14:30 Ísland verður í gestgjafahlutverki á leiðtogafundi Evrópuráðsins í Reykjavík síðar í mánuðinum. Þar verður aðalumræðuefnið samstaða lýðræðisríkja í Evrópu um áframhaldandi stuðning við Úkraínu í stríðinu við einræðisstjórnina í Moskvu. Vísir hafði eftir Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, þegar hún sótti fund leiðtoga norrænu ríkjanna með Zelenskíkj Úkraínuforseta fyrr í vikunni, að fyrir leiðtogafundinn myndi Ísland kynna aukinn stuðning við Úkraínu. Úkraínumenn hafa ekki eingöngu beðið Vesturlönd um vopn og aðra hernaðaraðstoð, sérfræðiaðstoð á borð við þá sem Ísland veitir við sprengjuleit, og fjárhagslegan stuðning. Þeir hafa einnig farið fram á stuðning í formi afnáms viðskiptahindrana og tollfrjáls aðgangs útflutningsvara Úkraínu að evrópskum mörkuðum. Tollfrelsi úkraínskra vara fellur senn úr gildi Eins og önnur Evrópulönd ákvað Ísland í fyrra að fella niður tímabundið alla tolla á vörum frá Úkraínu með bráðabirgðaákvæði í tollalögum. Það ákvæði fellur úr gildi í lok þessa mánaðar, eftir rúmar þrjár vikur. Það hefur hins vegar sannað gildi sitt; innflutningur frá Úkraínu hefur vaxið umtalsvert undanfarið ár og hagur íslenzkra neytenda vænkazt um leið og við styðjum við úkraínskt efnahagslíf. Þannig hefur tollfrjáls úkraínskur kjúklingur verið boðinn í verzlunum á verði sem íslenzkir neytendur hafa ekki séð áður. Bændasamtök Íslands voru eini umsagnaraðilinn sem lagðist gegn þessum stuðningi við Úkraínu, á þeim forsendum að tollfrjálsar úkraínskar landbúnaðarvörur gætu veitt íslenzkri framleiðslu samkeppni. Lítil reisn var yfir þeirri afstöðu til stuðnings Íslands við starfssystkini íslenzkra bænda, sem eiga í vök að verjast vegna stríðsátaka. Hvar er frumvarpið um framlengingu? Enn bólar ekkert á nýju frumvarpi fjármálaráðherra um áframhaldandi tollfrelsi úkraínskra vara, þótt skammur tími sé til stefnu að ganga frá endurnýjun lagaákvæðisins áður en það fellur úr gildi. Kannski er það vegna þess að Bændasamtökin halda áfram að kvarta yfir þessari takmörkuðu samkeppni við innlenda framleiðslu og hagsmunaaðilar í landbúnaðinum liggja þessa dagana í ráðherrum og þingmönnum stjórnarflokkanna að framlengja ekki bráðabirgðaákvæðið óbreytt. Hversu mikil reisn væri yfir því að áframhaldandi tollfrelsi fyrir útflutningsvörur Úkraínu vantaði í aðgerðapakkann sem forsætisráðherrann ætlar að kynna eftir nokkra daga? Er það raunverulega svo að hagsmunir innlendra kjúklingaframleiðenda, fáeinna fyrirtækja í þröngu eignarhaldi, vegi þyngra en stuðningur við efnahagslíf okkar stríðshrjáða vinaríkis? Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Úkraína Skattar og tollar Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Ísland verður í gestgjafahlutverki á leiðtogafundi Evrópuráðsins í Reykjavík síðar í mánuðinum. Þar verður aðalumræðuefnið samstaða lýðræðisríkja í Evrópu um áframhaldandi stuðning við Úkraínu í stríðinu við einræðisstjórnina í Moskvu. Vísir hafði eftir Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, þegar hún sótti fund leiðtoga norrænu ríkjanna með Zelenskíkj Úkraínuforseta fyrr í vikunni, að fyrir leiðtogafundinn myndi Ísland kynna aukinn stuðning við Úkraínu. Úkraínumenn hafa ekki eingöngu beðið Vesturlönd um vopn og aðra hernaðaraðstoð, sérfræðiaðstoð á borð við þá sem Ísland veitir við sprengjuleit, og fjárhagslegan stuðning. Þeir hafa einnig farið fram á stuðning í formi afnáms viðskiptahindrana og tollfrjáls aðgangs útflutningsvara Úkraínu að evrópskum mörkuðum. Tollfrelsi úkraínskra vara fellur senn úr gildi Eins og önnur Evrópulönd ákvað Ísland í fyrra að fella niður tímabundið alla tolla á vörum frá Úkraínu með bráðabirgðaákvæði í tollalögum. Það ákvæði fellur úr gildi í lok þessa mánaðar, eftir rúmar þrjár vikur. Það hefur hins vegar sannað gildi sitt; innflutningur frá Úkraínu hefur vaxið umtalsvert undanfarið ár og hagur íslenzkra neytenda vænkazt um leið og við styðjum við úkraínskt efnahagslíf. Þannig hefur tollfrjáls úkraínskur kjúklingur verið boðinn í verzlunum á verði sem íslenzkir neytendur hafa ekki séð áður. Bændasamtök Íslands voru eini umsagnaraðilinn sem lagðist gegn þessum stuðningi við Úkraínu, á þeim forsendum að tollfrjálsar úkraínskar landbúnaðarvörur gætu veitt íslenzkri framleiðslu samkeppni. Lítil reisn var yfir þeirri afstöðu til stuðnings Íslands við starfssystkini íslenzkra bænda, sem eiga í vök að verjast vegna stríðsátaka. Hvar er frumvarpið um framlengingu? Enn bólar ekkert á nýju frumvarpi fjármálaráðherra um áframhaldandi tollfrelsi úkraínskra vara, þótt skammur tími sé til stefnu að ganga frá endurnýjun lagaákvæðisins áður en það fellur úr gildi. Kannski er það vegna þess að Bændasamtökin halda áfram að kvarta yfir þessari takmörkuðu samkeppni við innlenda framleiðslu og hagsmunaaðilar í landbúnaðinum liggja þessa dagana í ráðherrum og þingmönnum stjórnarflokkanna að framlengja ekki bráðabirgðaákvæðið óbreytt. Hversu mikil reisn væri yfir því að áframhaldandi tollfrelsi fyrir útflutningsvörur Úkraínu vantaði í aðgerðapakkann sem forsætisráðherrann ætlar að kynna eftir nokkra daga? Er það raunverulega svo að hagsmunir innlendra kjúklingaframleiðenda, fáeinna fyrirtækja í þröngu eignarhaldi, vegi þyngra en stuðningur við efnahagslíf okkar stríðshrjáða vinaríkis? Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun