Þrjú ný íbúðahverfi í byggingu á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. maí 2023 15:05 Fjóla S. Kristinsdóttir, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Árborgar í pontu á fagþingi Samorku, sem fór fram á Selfossi í síðustu viku. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúum í Árborg hefur fjölgað um tæplega þrjátíu prósent á síðustu sjö árum og ekkert útlit er fyrir að það muni hægja á þessari fjölgun á næstu árum. Í dag eru þrjú íbúðahverfi í byggingu á Selfossi og eitt til viðbótar í samþykktarferli í sveitarfélaginu. Það hefur verið með ólíkindum að fylgjast með allri þessari íbúafjölgun í Sveitarfélaginu Árborg síðustu ekki ár, ekki síst á Selfossi því þar hafa ný hverfið sprottið upp eins og gorkúlur. Í dag er íbúatala Árborgar um 11.300 manns. Fjóla S. Kristinsdóttir, bæjarstjóri í Árborg fór meðal annars yfir þessar fjölgun íbúa í ávarpi, sem hún flutti í vikunni á þingi Samorku á Selfossi en Samorka er Samtök orku- og veitufyrirtækja á Íslandi „Hér hefur íbúum fjölgað um rúmlega fjórðung á síðustu sjö árum, eða um 27,4% frá árinu 2016. Og fyrirséð er að sú uppbygging muni halda áfram næstu árin. Um þessar mundir eru þrjú íbúðahverfi í uppbyggingu og eitt til viðbótar í samþykktarferli. Iðnaðarhverfi er í byggingu og fleiri í deiliskipulagsvinnu og í þeim samþykktu hverfum, sem nú eru í byggingu munu búa um 5 þúsund manns þegar fram líða stundir, sem sýnir okkur að íbúar hafa trú á uppbyggingunni og svæðinu til framtíðar,” sagði Fjóla. Um fimm þúsund manns munu búa í nýju hverfunum, sem er verið að byggja á Selfossi. Íbúar Árborgar eru í dag um 11.300 talsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjóla hrósaði nýja miðbænum á Selfossi, sem hefur gjörbreytt bæjarbragnum, bæði fyrir heimamenn og gesti. „Þar blómstrar hverskyns matar- og menningarstarfsemi í bland við verslun og skemmtilegt íbúaform. Miðbærinn er gríðarlegt aðdráttarafl fyrir ferðamenn með jákvæð áhrif á hótel, sem eru þétt setinn með ráðstefnur og þing samtaka eins alls staðar úr heiminum. Árborg er í dag heitur reitur í ferðaþjónustu, atvinnubyggingu og mannlífi á Suðurlandi.” Það er þó ekki allt jákvætt við mikla íbúafjölgun í Árborg því skortur á heitu vatni hefur verið hamlandi fyrir sveitarfélagið í allri uppbyggingunni eins og bæjarstjórinn kom inn á í ávarpi sínum. „Við teljum því mikilvægt að leggja áfram áherslu á uppbyggingu Selfossveitna hvað öflun á heitu vatni snertir. Þar ber helst að nefna tilraunaborholur, samninga um jarðhitaréttindi og viðræðum um samstarf við önnur orkufyrirtæki en þetta er allt afar kostnaðarsamt,” sagði bæjarstjóri Árborgar í ávarpi sínu á fagþingi Samorku. Árborg Byggingariðnaður Húsnæðismál Mest lesið „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Fleiri fréttir Ekki hægt að skrá sig inn á island.is Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Sjá meira
Það hefur verið með ólíkindum að fylgjast með allri þessari íbúafjölgun í Sveitarfélaginu Árborg síðustu ekki ár, ekki síst á Selfossi því þar hafa ný hverfið sprottið upp eins og gorkúlur. Í dag er íbúatala Árborgar um 11.300 manns. Fjóla S. Kristinsdóttir, bæjarstjóri í Árborg fór meðal annars yfir þessar fjölgun íbúa í ávarpi, sem hún flutti í vikunni á þingi Samorku á Selfossi en Samorka er Samtök orku- og veitufyrirtækja á Íslandi „Hér hefur íbúum fjölgað um rúmlega fjórðung á síðustu sjö árum, eða um 27,4% frá árinu 2016. Og fyrirséð er að sú uppbygging muni halda áfram næstu árin. Um þessar mundir eru þrjú íbúðahverfi í uppbyggingu og eitt til viðbótar í samþykktarferli. Iðnaðarhverfi er í byggingu og fleiri í deiliskipulagsvinnu og í þeim samþykktu hverfum, sem nú eru í byggingu munu búa um 5 þúsund manns þegar fram líða stundir, sem sýnir okkur að íbúar hafa trú á uppbyggingunni og svæðinu til framtíðar,” sagði Fjóla. Um fimm þúsund manns munu búa í nýju hverfunum, sem er verið að byggja á Selfossi. Íbúar Árborgar eru í dag um 11.300 talsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjóla hrósaði nýja miðbænum á Selfossi, sem hefur gjörbreytt bæjarbragnum, bæði fyrir heimamenn og gesti. „Þar blómstrar hverskyns matar- og menningarstarfsemi í bland við verslun og skemmtilegt íbúaform. Miðbærinn er gríðarlegt aðdráttarafl fyrir ferðamenn með jákvæð áhrif á hótel, sem eru þétt setinn með ráðstefnur og þing samtaka eins alls staðar úr heiminum. Árborg er í dag heitur reitur í ferðaþjónustu, atvinnubyggingu og mannlífi á Suðurlandi.” Það er þó ekki allt jákvætt við mikla íbúafjölgun í Árborg því skortur á heitu vatni hefur verið hamlandi fyrir sveitarfélagið í allri uppbyggingunni eins og bæjarstjórinn kom inn á í ávarpi sínum. „Við teljum því mikilvægt að leggja áfram áherslu á uppbyggingu Selfossveitna hvað öflun á heitu vatni snertir. Þar ber helst að nefna tilraunaborholur, samninga um jarðhitaréttindi og viðræðum um samstarf við önnur orkufyrirtæki en þetta er allt afar kostnaðarsamt,” sagði bæjarstjóri Árborgar í ávarpi sínu á fagþingi Samorku.
Árborg Byggingariðnaður Húsnæðismál Mest lesið „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Fleiri fréttir Ekki hægt að skrá sig inn á island.is Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Sjá meira