Íslensku landsliðskonurnar Ingibjörg Sigurðardóttir, leikmaður Valerenga og Selma Sól Magnúsdóttir, leikmaður Rosenborg, voru báðar í byrjunarliðum sinna liða í leik dagsins þar sem hvorugu liðinu tókst að koma boltanum í netið.
Leikið var á heimavelli Rosenborg og ljóst að leikmenn Valerenga geta verið ívið sáttari með úrslit dagsins þar sem þær halda sínu þriggja stiga forskoti á toppi deildarinnar.
Rosenborg er sem stendurí 2.sæti deildarinnar en leiknar hafa verið átta umferðir.