Víkingar tryggðu sig upp í Olís deildina með mögnuðum sigri Aron Guðmundsson skrifar 7. maí 2023 15:39 Víkingar höfðu betur gegn Fjölni í umspili um laust sæti í Olís deild karla FACEBOOKSÍÐA FJÖLNIS/ÞORGILS G Víkingur Reykjavík mun spila í Olís deild karla á næsta tímabili. Þetta varð ljóst eftir spennuþrunginn eins marks sigur liðsins, 23-22, í oddaleik gegn Fjölni í umspili liðanna um laust sæti í deildinni. Víkingar komust 2-0 yfir í einvíginu en Fjölnismenn neituðu að gefast upp og náðu að vinna næstu tvo leiki og knýja fram oddaleik eftir ótrúlegan fjórða leik liðanna sem fór alla leið í bráðabana í vítakeppni. Leikur dagsins fór fram í íþróttahúsinu í Safamýri og ljóst að sigurvegari hans myndi tryggja sér sæti í Olís deildinni. Mikil stemning var í Safamýrinni í dag og fjölmenntu stuðningsmenn beggja liða á leikinn sem var mikil skemmtun. Víkingar byrjuðu leikinn betur og náðu á fyrstu tíu mínútum hans að byggja upp fimm marka forystu, 7-2. Fjölnismenn náðu að brúa bilið að einhverju marki eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn, mest niður í tvö mörk og var forskot Víkinga einmitt það að fyrri hálfleik loknum, 12-10. Seinni hálfleikur bauð upp á svipaðar vendingar þar sem að Víkingar voru ekki á þeim buxunum að láta forystu sína ða hendi. Þeir náðu smátt og smátt að byggja upp forystu sína en það sama gerðist og í fyrri hálfleik þar sem að Fjölnismenn náðu að minnka hana niður í tvö mörk, 22-20, fyrir síðustu tíu mínútur leiksins. Þegar rétt rúmar sjö mínútur eftir lifðu leiks fengu Fjölnismenn vítakast, skoruðu úr því og náðu um leið að minnka muninn niður í eitt mark. Næstu mínúturnar gekk liðunum illa að koma boltanum í netið en þegar rétt tæpar fimm mínútur eftir lifðu leiks jafnaði Viktor Berg Grétarsson metin fyrir Fjölni í fyrsta skipti í leiknum síðan í stöðunni 1-1. Taugarnar tóku yfir hjá báðum liðum sem fóru illa með færi sín í kjölfarið og stóðu leikar jafnir þegar síðasta mínúta leiksins rann upp. Víkingar hlóðu í sókn þegar lítið var eftir, komu boltanum á Kristján Orra Jóhannsson sem komst einn í gegn en hann skaut boltanum í slánna. Fjölnismenn fengu boltann, tóku leikhlé og stilltu upp í eina lokasókn. Fimmtán sekúndur eftir. Fjölnismenn voru einum manni færri vegna tveggja mínútna brottvísunar, tóku markmanninn af velli og bættu við manni í sóknina. Þeir misstu hins vegar frá sér boltann sem endaði hjá Halldóri Inga Jónassyni, leikmanni Víkinga. Sá skaut boltanum yfir allan völlinn og í netið og tryggði um leið sæti Víkinga í Olís deildinni á næsta ári. Markahæstu leikmenn Víkings Reykjavíkur: Gunnar Valdimar Johnsen - 7 mörk Jóhann Reynir Gunnlaugsson - 4 mörkBrynjar Jökull Guðmundsson - 4 mörk Markahæstu leikmenn Fjölnis: Viktor Berg Grétarsson - 5 mörkÓðinn Freyr Heiðmarsson 3 mörkGoði Ingvar Sveinsson - 3 mörkBjörgvin Páll Rúnarsson - 3 mörkBenedikt Marinó Herdísarsön - 3 mörk Olís-deild karla Mest lesið Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Fimm ára fangelsi fyrir að reyna að myrða meintan barnaníðing Sport Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Sport Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Enski boltinn Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enski boltinn Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ Íslenski boltinn „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Fótbolti Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Körfubolti Fleiri fréttir Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Aldís með níu mörk í naumum sigri Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu Marta hetja Eyjakvenna Grótta vann gríðarmikilvægan sigur gegn Stjörnunni Gísli fór mikinn í fyrsta leiknum eftir meiðsli Fram tryggði annað sætið með sigri gegn ÍR Íslendingalið mætast í úrslitakeppninni Donni markahæstur meðan Guðmundur skoraði eitt gegn Ágústi Íslendingar í riðli með Færeyingum „Verður hörkueinvígi, þeir eru drullugóðir“ Spennan gríðarleg þegar ein umferð er eftir Andrea allt í öllu og Aldís Ásta deildarmeistari Uppgjörið: Fram - ÍBV 43-36 | Fín fyrirheit fyrir Fram „Það er bara einn titill eftir“ Komnar með ógeð af því að tapa: „Ógeðsleg tilfinning“ Uppgjörið: Valur - Haukar 29-23 | Deildarmeistaratitillinn í augsýn „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Danir furða sig á að Nielsen sé sniðgenginn Aron tekur við landsliði Kúveits Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Sjá meira
Víkingar komust 2-0 yfir í einvíginu en Fjölnismenn neituðu að gefast upp og náðu að vinna næstu tvo leiki og knýja fram oddaleik eftir ótrúlegan fjórða leik liðanna sem fór alla leið í bráðabana í vítakeppni. Leikur dagsins fór fram í íþróttahúsinu í Safamýri og ljóst að sigurvegari hans myndi tryggja sér sæti í Olís deildinni. Mikil stemning var í Safamýrinni í dag og fjölmenntu stuðningsmenn beggja liða á leikinn sem var mikil skemmtun. Víkingar byrjuðu leikinn betur og náðu á fyrstu tíu mínútum hans að byggja upp fimm marka forystu, 7-2. Fjölnismenn náðu að brúa bilið að einhverju marki eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn, mest niður í tvö mörk og var forskot Víkinga einmitt það að fyrri hálfleik loknum, 12-10. Seinni hálfleikur bauð upp á svipaðar vendingar þar sem að Víkingar voru ekki á þeim buxunum að láta forystu sína ða hendi. Þeir náðu smátt og smátt að byggja upp forystu sína en það sama gerðist og í fyrri hálfleik þar sem að Fjölnismenn náðu að minnka hana niður í tvö mörk, 22-20, fyrir síðustu tíu mínútur leiksins. Þegar rétt rúmar sjö mínútur eftir lifðu leiks fengu Fjölnismenn vítakast, skoruðu úr því og náðu um leið að minnka muninn niður í eitt mark. Næstu mínúturnar gekk liðunum illa að koma boltanum í netið en þegar rétt tæpar fimm mínútur eftir lifðu leiks jafnaði Viktor Berg Grétarsson metin fyrir Fjölni í fyrsta skipti í leiknum síðan í stöðunni 1-1. Taugarnar tóku yfir hjá báðum liðum sem fóru illa með færi sín í kjölfarið og stóðu leikar jafnir þegar síðasta mínúta leiksins rann upp. Víkingar hlóðu í sókn þegar lítið var eftir, komu boltanum á Kristján Orra Jóhannsson sem komst einn í gegn en hann skaut boltanum í slánna. Fjölnismenn fengu boltann, tóku leikhlé og stilltu upp í eina lokasókn. Fimmtán sekúndur eftir. Fjölnismenn voru einum manni færri vegna tveggja mínútna brottvísunar, tóku markmanninn af velli og bættu við manni í sóknina. Þeir misstu hins vegar frá sér boltann sem endaði hjá Halldóri Inga Jónassyni, leikmanni Víkinga. Sá skaut boltanum yfir allan völlinn og í netið og tryggði um leið sæti Víkinga í Olís deildinni á næsta ári. Markahæstu leikmenn Víkings Reykjavíkur: Gunnar Valdimar Johnsen - 7 mörk Jóhann Reynir Gunnlaugsson - 4 mörkBrynjar Jökull Guðmundsson - 4 mörk Markahæstu leikmenn Fjölnis: Viktor Berg Grétarsson - 5 mörkÓðinn Freyr Heiðmarsson 3 mörkGoði Ingvar Sveinsson - 3 mörkBjörgvin Páll Rúnarsson - 3 mörkBenedikt Marinó Herdísarsön - 3 mörk
Olís-deild karla Mest lesið Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Fimm ára fangelsi fyrir að reyna að myrða meintan barnaníðing Sport Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Sport Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Enski boltinn Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enski boltinn Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ Íslenski boltinn „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Fótbolti Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Körfubolti Fleiri fréttir Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Aldís með níu mörk í naumum sigri Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu Marta hetja Eyjakvenna Grótta vann gríðarmikilvægan sigur gegn Stjörnunni Gísli fór mikinn í fyrsta leiknum eftir meiðsli Fram tryggði annað sætið með sigri gegn ÍR Íslendingalið mætast í úrslitakeppninni Donni markahæstur meðan Guðmundur skoraði eitt gegn Ágústi Íslendingar í riðli með Færeyingum „Verður hörkueinvígi, þeir eru drullugóðir“ Spennan gríðarleg þegar ein umferð er eftir Andrea allt í öllu og Aldís Ásta deildarmeistari Uppgjörið: Fram - ÍBV 43-36 | Fín fyrirheit fyrir Fram „Það er bara einn titill eftir“ Komnar með ógeð af því að tapa: „Ógeðsleg tilfinning“ Uppgjörið: Valur - Haukar 29-23 | Deildarmeistaratitillinn í augsýn „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Danir furða sig á að Nielsen sé sniðgenginn Aron tekur við landsliði Kúveits Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Sjá meira