Sex lið tryggðu sér sæti í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins Smári Jökull Jónsson skrifar 7. maí 2023 22:30 KR tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins með 3-1 sigri á Álftanesi. Vísir/Hulda Margrét Sex leikir fóru fram í annarri umferð Mjólkurbikars kvenna í knattspyrnu í dag. Grótta, FHL, KR, Grindavík, Fram og Víkingur eru öll komin áfram í 16-liða úrslit eftir sigra í dag. Önnur umferð Mjólkurbikarsins kvenna fór fram í dag þegar sex leikir voru spilaðir. Bestu deildar liðin tíu koma inn í næstu umferð en sex lið tryggðu sér sæti í 16-liða úrslitum í dag. Á Fylkisvelli tóku heimakonur á móti Gróttu. Helga Guðrún Kristinsdóttir kom Fylki yfir strax á 3. mínútu en í upphafi síðari hálfleiks jafnaði Ariela Lewis fyrir gestina. Þegar ein mínúta var eftir af leiknum skoraði svo Birgitta Hallgrímsdóttir sigurmarkið fyrir Gróttu sem vann 2-1 sigur og fer því áfram. Í Fjarðabyggðahöllinni tók sameiginlegt liðs Fjarðabyggðar, Hugins og Leiknis (FHL) á móti Völsungi. Heimakonur tryggðu sér sigurinn með tveimur mörkum í fyrir hálfleik en Sofia Lewis og Natalie Cooke skoruðu þá með sjö mínútna millibili. Lokatölur fyrir austan 2-0. KR, sem féll úr Bestu deildinni á síðustu leiktíð, tók á móti Álftanesi í Vesturbænum. Íris Grétarsdóttir kom KR yfir á 16. mínútu og Jewel Boland skoraði svo tvö mörk með tveggja mínútna millibili skömmu fyrir hálfleik og KR leiddi 3-0 eftir fyrri hálfleikinn. Álftanes náði að klóra í bakkann undir lokin þegar Anna Björk Ármann skoraði. Lokatölur 3-1 og KR komið í 16-liða úrslitin. Grindavík fór einnig áfram með stórsigri gegn Haukum á Ásvöllum. Viktoría Sól Sævarsdóttir og Jasmine Colbert skoruðu tvö mörk fyrir gestina á fyrstu fimm mínútunum en Elísabet Ósk Ólafíudóttir minnkaði muninn snemma í síðari hálfleik. Sjálfsmark Hauka, tvö mörk frá Arianna Veland og eitt frá Emmu Jónsdóttur tryggðu Grindavík hins vegar öruggan 6-1 sigur og þær verða í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslit. Það þurfti að framlengja leik nágrannaliðanna Aftureldingar og Fram sem fram fór í Mosfellsbænum. Að loknum venjulegum leiktíma var staðan 0-0 en Breukelen Woodard skoraði fyrir Fram á 103. mínútu og tryggði þeim 1-0 sigur. Í síðasta leik kvöldsins vann Víkingur svo 2-0 sigur á Augnablik á heimavelli sínum í Víkinni. Upplýsingar um markaskorara er ekki að finna á heimasíðu KSÍ en fréttin verður uppfærð um leið og þær upplýsingar berast. Mjólkurbikar kvenna Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Í beinni: Levante - Barcelona | Börsungar í Valencia Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Sjá meira
Önnur umferð Mjólkurbikarsins kvenna fór fram í dag þegar sex leikir voru spilaðir. Bestu deildar liðin tíu koma inn í næstu umferð en sex lið tryggðu sér sæti í 16-liða úrslitum í dag. Á Fylkisvelli tóku heimakonur á móti Gróttu. Helga Guðrún Kristinsdóttir kom Fylki yfir strax á 3. mínútu en í upphafi síðari hálfleiks jafnaði Ariela Lewis fyrir gestina. Þegar ein mínúta var eftir af leiknum skoraði svo Birgitta Hallgrímsdóttir sigurmarkið fyrir Gróttu sem vann 2-1 sigur og fer því áfram. Í Fjarðabyggðahöllinni tók sameiginlegt liðs Fjarðabyggðar, Hugins og Leiknis (FHL) á móti Völsungi. Heimakonur tryggðu sér sigurinn með tveimur mörkum í fyrir hálfleik en Sofia Lewis og Natalie Cooke skoruðu þá með sjö mínútna millibili. Lokatölur fyrir austan 2-0. KR, sem féll úr Bestu deildinni á síðustu leiktíð, tók á móti Álftanesi í Vesturbænum. Íris Grétarsdóttir kom KR yfir á 16. mínútu og Jewel Boland skoraði svo tvö mörk með tveggja mínútna millibili skömmu fyrir hálfleik og KR leiddi 3-0 eftir fyrri hálfleikinn. Álftanes náði að klóra í bakkann undir lokin þegar Anna Björk Ármann skoraði. Lokatölur 3-1 og KR komið í 16-liða úrslitin. Grindavík fór einnig áfram með stórsigri gegn Haukum á Ásvöllum. Viktoría Sól Sævarsdóttir og Jasmine Colbert skoruðu tvö mörk fyrir gestina á fyrstu fimm mínútunum en Elísabet Ósk Ólafíudóttir minnkaði muninn snemma í síðari hálfleik. Sjálfsmark Hauka, tvö mörk frá Arianna Veland og eitt frá Emmu Jónsdóttur tryggðu Grindavík hins vegar öruggan 6-1 sigur og þær verða í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslit. Það þurfti að framlengja leik nágrannaliðanna Aftureldingar og Fram sem fram fór í Mosfellsbænum. Að loknum venjulegum leiktíma var staðan 0-0 en Breukelen Woodard skoraði fyrir Fram á 103. mínútu og tryggði þeim 1-0 sigur. Í síðasta leik kvöldsins vann Víkingur svo 2-0 sigur á Augnablik á heimavelli sínum í Víkinni. Upplýsingar um markaskorara er ekki að finna á heimasíðu KSÍ en fréttin verður uppfærð um leið og þær upplýsingar berast.
Mjólkurbikar kvenna Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Í beinni: Levante - Barcelona | Börsungar í Valencia Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Sjá meira