Sex lið tryggðu sér sæti í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins Smári Jökull Jónsson skrifar 7. maí 2023 22:30 KR tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins með 3-1 sigri á Álftanesi. Vísir/Hulda Margrét Sex leikir fóru fram í annarri umferð Mjólkurbikars kvenna í knattspyrnu í dag. Grótta, FHL, KR, Grindavík, Fram og Víkingur eru öll komin áfram í 16-liða úrslit eftir sigra í dag. Önnur umferð Mjólkurbikarsins kvenna fór fram í dag þegar sex leikir voru spilaðir. Bestu deildar liðin tíu koma inn í næstu umferð en sex lið tryggðu sér sæti í 16-liða úrslitum í dag. Á Fylkisvelli tóku heimakonur á móti Gróttu. Helga Guðrún Kristinsdóttir kom Fylki yfir strax á 3. mínútu en í upphafi síðari hálfleiks jafnaði Ariela Lewis fyrir gestina. Þegar ein mínúta var eftir af leiknum skoraði svo Birgitta Hallgrímsdóttir sigurmarkið fyrir Gróttu sem vann 2-1 sigur og fer því áfram. Í Fjarðabyggðahöllinni tók sameiginlegt liðs Fjarðabyggðar, Hugins og Leiknis (FHL) á móti Völsungi. Heimakonur tryggðu sér sigurinn með tveimur mörkum í fyrir hálfleik en Sofia Lewis og Natalie Cooke skoruðu þá með sjö mínútna millibili. Lokatölur fyrir austan 2-0. KR, sem féll úr Bestu deildinni á síðustu leiktíð, tók á móti Álftanesi í Vesturbænum. Íris Grétarsdóttir kom KR yfir á 16. mínútu og Jewel Boland skoraði svo tvö mörk með tveggja mínútna millibili skömmu fyrir hálfleik og KR leiddi 3-0 eftir fyrri hálfleikinn. Álftanes náði að klóra í bakkann undir lokin þegar Anna Björk Ármann skoraði. Lokatölur 3-1 og KR komið í 16-liða úrslitin. Grindavík fór einnig áfram með stórsigri gegn Haukum á Ásvöllum. Viktoría Sól Sævarsdóttir og Jasmine Colbert skoruðu tvö mörk fyrir gestina á fyrstu fimm mínútunum en Elísabet Ósk Ólafíudóttir minnkaði muninn snemma í síðari hálfleik. Sjálfsmark Hauka, tvö mörk frá Arianna Veland og eitt frá Emmu Jónsdóttur tryggðu Grindavík hins vegar öruggan 6-1 sigur og þær verða í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslit. Það þurfti að framlengja leik nágrannaliðanna Aftureldingar og Fram sem fram fór í Mosfellsbænum. Að loknum venjulegum leiktíma var staðan 0-0 en Breukelen Woodard skoraði fyrir Fram á 103. mínútu og tryggði þeim 1-0 sigur. Í síðasta leik kvöldsins vann Víkingur svo 2-0 sigur á Augnablik á heimavelli sínum í Víkinni. Upplýsingar um markaskorara er ekki að finna á heimasíðu KSÍ en fréttin verður uppfærð um leið og þær upplýsingar berast. Mjólkurbikar kvenna Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Sjá meira
Önnur umferð Mjólkurbikarsins kvenna fór fram í dag þegar sex leikir voru spilaðir. Bestu deildar liðin tíu koma inn í næstu umferð en sex lið tryggðu sér sæti í 16-liða úrslitum í dag. Á Fylkisvelli tóku heimakonur á móti Gróttu. Helga Guðrún Kristinsdóttir kom Fylki yfir strax á 3. mínútu en í upphafi síðari hálfleiks jafnaði Ariela Lewis fyrir gestina. Þegar ein mínúta var eftir af leiknum skoraði svo Birgitta Hallgrímsdóttir sigurmarkið fyrir Gróttu sem vann 2-1 sigur og fer því áfram. Í Fjarðabyggðahöllinni tók sameiginlegt liðs Fjarðabyggðar, Hugins og Leiknis (FHL) á móti Völsungi. Heimakonur tryggðu sér sigurinn með tveimur mörkum í fyrir hálfleik en Sofia Lewis og Natalie Cooke skoruðu þá með sjö mínútna millibili. Lokatölur fyrir austan 2-0. KR, sem féll úr Bestu deildinni á síðustu leiktíð, tók á móti Álftanesi í Vesturbænum. Íris Grétarsdóttir kom KR yfir á 16. mínútu og Jewel Boland skoraði svo tvö mörk með tveggja mínútna millibili skömmu fyrir hálfleik og KR leiddi 3-0 eftir fyrri hálfleikinn. Álftanes náði að klóra í bakkann undir lokin þegar Anna Björk Ármann skoraði. Lokatölur 3-1 og KR komið í 16-liða úrslitin. Grindavík fór einnig áfram með stórsigri gegn Haukum á Ásvöllum. Viktoría Sól Sævarsdóttir og Jasmine Colbert skoruðu tvö mörk fyrir gestina á fyrstu fimm mínútunum en Elísabet Ósk Ólafíudóttir minnkaði muninn snemma í síðari hálfleik. Sjálfsmark Hauka, tvö mörk frá Arianna Veland og eitt frá Emmu Jónsdóttur tryggðu Grindavík hins vegar öruggan 6-1 sigur og þær verða í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslit. Það þurfti að framlengja leik nágrannaliðanna Aftureldingar og Fram sem fram fór í Mosfellsbænum. Að loknum venjulegum leiktíma var staðan 0-0 en Breukelen Woodard skoraði fyrir Fram á 103. mínútu og tryggði þeim 1-0 sigur. Í síðasta leik kvöldsins vann Víkingur svo 2-0 sigur á Augnablik á heimavelli sínum í Víkinni. Upplýsingar um markaskorara er ekki að finna á heimasíðu KSÍ en fréttin verður uppfærð um leið og þær upplýsingar berast.
Mjólkurbikar kvenna Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Sjá meira