Sex lið tryggðu sér sæti í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins Smári Jökull Jónsson skrifar 7. maí 2023 22:30 KR tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins með 3-1 sigri á Álftanesi. Vísir/Hulda Margrét Sex leikir fóru fram í annarri umferð Mjólkurbikars kvenna í knattspyrnu í dag. Grótta, FHL, KR, Grindavík, Fram og Víkingur eru öll komin áfram í 16-liða úrslit eftir sigra í dag. Önnur umferð Mjólkurbikarsins kvenna fór fram í dag þegar sex leikir voru spilaðir. Bestu deildar liðin tíu koma inn í næstu umferð en sex lið tryggðu sér sæti í 16-liða úrslitum í dag. Á Fylkisvelli tóku heimakonur á móti Gróttu. Helga Guðrún Kristinsdóttir kom Fylki yfir strax á 3. mínútu en í upphafi síðari hálfleiks jafnaði Ariela Lewis fyrir gestina. Þegar ein mínúta var eftir af leiknum skoraði svo Birgitta Hallgrímsdóttir sigurmarkið fyrir Gróttu sem vann 2-1 sigur og fer því áfram. Í Fjarðabyggðahöllinni tók sameiginlegt liðs Fjarðabyggðar, Hugins og Leiknis (FHL) á móti Völsungi. Heimakonur tryggðu sér sigurinn með tveimur mörkum í fyrir hálfleik en Sofia Lewis og Natalie Cooke skoruðu þá með sjö mínútna millibili. Lokatölur fyrir austan 2-0. KR, sem féll úr Bestu deildinni á síðustu leiktíð, tók á móti Álftanesi í Vesturbænum. Íris Grétarsdóttir kom KR yfir á 16. mínútu og Jewel Boland skoraði svo tvö mörk með tveggja mínútna millibili skömmu fyrir hálfleik og KR leiddi 3-0 eftir fyrri hálfleikinn. Álftanes náði að klóra í bakkann undir lokin þegar Anna Björk Ármann skoraði. Lokatölur 3-1 og KR komið í 16-liða úrslitin. Grindavík fór einnig áfram með stórsigri gegn Haukum á Ásvöllum. Viktoría Sól Sævarsdóttir og Jasmine Colbert skoruðu tvö mörk fyrir gestina á fyrstu fimm mínútunum en Elísabet Ósk Ólafíudóttir minnkaði muninn snemma í síðari hálfleik. Sjálfsmark Hauka, tvö mörk frá Arianna Veland og eitt frá Emmu Jónsdóttur tryggðu Grindavík hins vegar öruggan 6-1 sigur og þær verða í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslit. Það þurfti að framlengja leik nágrannaliðanna Aftureldingar og Fram sem fram fór í Mosfellsbænum. Að loknum venjulegum leiktíma var staðan 0-0 en Breukelen Woodard skoraði fyrir Fram á 103. mínútu og tryggði þeim 1-0 sigur. Í síðasta leik kvöldsins vann Víkingur svo 2-0 sigur á Augnablik á heimavelli sínum í Víkinni. Upplýsingar um markaskorara er ekki að finna á heimasíðu KSÍ en fréttin verður uppfærð um leið og þær upplýsingar berast. Mjólkurbikar kvenna Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Sjá meira
Önnur umferð Mjólkurbikarsins kvenna fór fram í dag þegar sex leikir voru spilaðir. Bestu deildar liðin tíu koma inn í næstu umferð en sex lið tryggðu sér sæti í 16-liða úrslitum í dag. Á Fylkisvelli tóku heimakonur á móti Gróttu. Helga Guðrún Kristinsdóttir kom Fylki yfir strax á 3. mínútu en í upphafi síðari hálfleiks jafnaði Ariela Lewis fyrir gestina. Þegar ein mínúta var eftir af leiknum skoraði svo Birgitta Hallgrímsdóttir sigurmarkið fyrir Gróttu sem vann 2-1 sigur og fer því áfram. Í Fjarðabyggðahöllinni tók sameiginlegt liðs Fjarðabyggðar, Hugins og Leiknis (FHL) á móti Völsungi. Heimakonur tryggðu sér sigurinn með tveimur mörkum í fyrir hálfleik en Sofia Lewis og Natalie Cooke skoruðu þá með sjö mínútna millibili. Lokatölur fyrir austan 2-0. KR, sem féll úr Bestu deildinni á síðustu leiktíð, tók á móti Álftanesi í Vesturbænum. Íris Grétarsdóttir kom KR yfir á 16. mínútu og Jewel Boland skoraði svo tvö mörk með tveggja mínútna millibili skömmu fyrir hálfleik og KR leiddi 3-0 eftir fyrri hálfleikinn. Álftanes náði að klóra í bakkann undir lokin þegar Anna Björk Ármann skoraði. Lokatölur 3-1 og KR komið í 16-liða úrslitin. Grindavík fór einnig áfram með stórsigri gegn Haukum á Ásvöllum. Viktoría Sól Sævarsdóttir og Jasmine Colbert skoruðu tvö mörk fyrir gestina á fyrstu fimm mínútunum en Elísabet Ósk Ólafíudóttir minnkaði muninn snemma í síðari hálfleik. Sjálfsmark Hauka, tvö mörk frá Arianna Veland og eitt frá Emmu Jónsdóttur tryggðu Grindavík hins vegar öruggan 6-1 sigur og þær verða í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslit. Það þurfti að framlengja leik nágrannaliðanna Aftureldingar og Fram sem fram fór í Mosfellsbænum. Að loknum venjulegum leiktíma var staðan 0-0 en Breukelen Woodard skoraði fyrir Fram á 103. mínútu og tryggði þeim 1-0 sigur. Í síðasta leik kvöldsins vann Víkingur svo 2-0 sigur á Augnablik á heimavelli sínum í Víkinni. Upplýsingar um markaskorara er ekki að finna á heimasíðu KSÍ en fréttin verður uppfærð um leið og þær upplýsingar berast.
Mjólkurbikar kvenna Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Sjá meira