„Nú er maður bara allt í einu orðinn heimsmeistari“ Atli Ísleifsson skrifar 7. maí 2023 23:03 Katrín Pálsdóttir starfar sem fjármálastjóri Bolungarvíkur. Hún vann heimsmeistaratitil í tvíþraut á Ibiza fyrr í dag. Facebook Katrín Pálsdóttir, hjólreiðakona og fjármálastjóri Bolungarvíkur, varð heimsmeistari í tvíþraut, sund- og hjólreiðakeppni (long distance aquabike), á móti á vegum World Triathlon á spænsku eyjunni Ibiza fyrr í dag. Fréttastofa náði tali af Katrínu fyrr í kvöld og var hún skiljanlega mjög ánægð með árangurinn. „Þarna var allt besta fólkið í heiminum í þessari grein og nú er maður bara allt í einu orðinn heimsmeistari. Ég er bara ekkert smá hissa.“ Keppendur byrjuðu á því að synda þrjá kílómetra og þurftu svo að hjóla 116 kílómetra leið. Katrín var tæpar 50 mínútur að klára sundið og svo tæpa þrjá tíma og 24 mínútur á klára hjólreiðarnar. Heildartíminn var því rúmlega fjórir tímar og átján mínútur. Konan sem hafnaði í öðru sæti í keppninni, hin bandaríska Amber Smolik, var um 45 sekúndum á eftir Katrínu. „Ég hef alltaf keppt í þríþraut, verið að keppa í Ironman, hálfum og heilum. Þetta var í fyrsta skipti sem ég prófa svona tvíþraut og þetta kom því skemmtilega á óvart,“ segir Katrín. Hún lýsir framvindu keppninnar þannig að það hafi verið mikil þvaga í sundinu þar sem bæði karlar og konur syntu saman. „Eftir sundið fór ég svo á hjólið og ég tók eftir því að ég tók aldrei fram úr neinni konu í keppninni. Nema eftir sjötíu kílómetra, þá tók ég fram úr þessari bandarísku og þá fór ég að spá hvort það gæti staðist að ég væri fremst. Ég ákvað því að gefa enn meira í. Og svo fór það bara þannig að ég vann keppnina. Þvílíkt geggjaður dagur,“ segir Katrín glöð í bragði. Keppnin byrjaði um níuleytið í morgun að staðartíma og lauk því um 13:30 hjá Katrínu. „Þetta var bara frábært. Eftir keppnina fór ég að pakka hjólinu. Ég fékk mér svo pítsu og mætti svo á verðlaunaafhendinguna. Núna er ég svo að pakka saman og á bókað flug heim á morgun,“ segir Katrín. Íslendingar erlendis Sund Hjólreiðar Bolungarvík Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Fleiri fréttir Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Breiðablik - Víkingur | Nýju meistararnir mæta erkifjendum Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Sjá meira
Fréttastofa náði tali af Katrínu fyrr í kvöld og var hún skiljanlega mjög ánægð með árangurinn. „Þarna var allt besta fólkið í heiminum í þessari grein og nú er maður bara allt í einu orðinn heimsmeistari. Ég er bara ekkert smá hissa.“ Keppendur byrjuðu á því að synda þrjá kílómetra og þurftu svo að hjóla 116 kílómetra leið. Katrín var tæpar 50 mínútur að klára sundið og svo tæpa þrjá tíma og 24 mínútur á klára hjólreiðarnar. Heildartíminn var því rúmlega fjórir tímar og átján mínútur. Konan sem hafnaði í öðru sæti í keppninni, hin bandaríska Amber Smolik, var um 45 sekúndum á eftir Katrínu. „Ég hef alltaf keppt í þríþraut, verið að keppa í Ironman, hálfum og heilum. Þetta var í fyrsta skipti sem ég prófa svona tvíþraut og þetta kom því skemmtilega á óvart,“ segir Katrín. Hún lýsir framvindu keppninnar þannig að það hafi verið mikil þvaga í sundinu þar sem bæði karlar og konur syntu saman. „Eftir sundið fór ég svo á hjólið og ég tók eftir því að ég tók aldrei fram úr neinni konu í keppninni. Nema eftir sjötíu kílómetra, þá tók ég fram úr þessari bandarísku og þá fór ég að spá hvort það gæti staðist að ég væri fremst. Ég ákvað því að gefa enn meira í. Og svo fór það bara þannig að ég vann keppnina. Þvílíkt geggjaður dagur,“ segir Katrín glöð í bragði. Keppnin byrjaði um níuleytið í morgun að staðartíma og lauk því um 13:30 hjá Katrínu. „Þetta var bara frábært. Eftir keppnina fór ég að pakka hjólinu. Ég fékk mér svo pítsu og mætti svo á verðlaunaafhendinguna. Núna er ég svo að pakka saman og á bókað flug heim á morgun,“ segir Katrín.
Íslendingar erlendis Sund Hjólreiðar Bolungarvík Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Fleiri fréttir Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Breiðablik - Víkingur | Nýju meistararnir mæta erkifjendum Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Sjá meira