„Það er mikill smánarblettur fyrir sveitarfélagið“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 8. maí 2023 13:31 Helga Jónsdóttir, oddviti Vina Kópavogs og bæjarfulltrúi, segir óskiljanlegt að meirihlutanum í Kópavogi hafi ekki tekist að gera samning við ríkið um að liðsinna flóttafólki líkt og önnur sveitarfélög hafa gert. Stöð 2 Félagið Vinir Kópavogs segja með öllu óskiljanlegt að meirihlutanum í Kópavogi hafi ekki enn tekist að ganga frá samningi við ríkið um samræmda móttöku flóttafólks, um tíu mánuðum eftir að þeir voru tilbúnir af hálfu ríkisins. Þau vísa allri ábyrgð til bæjarstjóra og meirihluta bæjarstjórnar í Kópavogi. Vinir Kópavogs ályktuðu um málið á aðalfundi félagsins sem fór fram í lok apríl síðastliðnum og segir Helga Jónsdóttir, bæjarfulltrúi í Kópavogi, mikinn einhug í félagsfólki. Þeim finnist málið vera skammarblett fyrir næst stærsta sveitarfélag landsins. „Samningurinn var tilbúinn af hálfu ríkisins í ágúst í fyrra og við höfum verið að ýta á um það að við tækjum þátt í þessu sameiginlega verkefni sem íslenska ríkið bauð fram til að taka á móti fólki sem er að flýja ömurlegar aðstæður í sínu heimalandi og þarf útbreiddan faðm og aðstoð,“ segir Helga og bendir á að frá því í ágúst hafi öll sveitarfélög í kringum Kópavog samþykkt móttöku sem og stærstu sveitarfélög landsins. „Þannig það er okkur óskiljanlegt að meirihlutanum í Kópavogi hafi ekki enn tekist að gera samninga um að liðsinna flóttafólki. Það er mikill smánarblettur fyrir sveitarfélagið,“ segir Helga. Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, hafi ekki gefið neinar skýringar sem Vinir Kópavogs telji fullnægjandi. „Það er talað um húsnæðisskort og aðstöðuskort en það er ekkert, held ég, sem er öðruvísi hvað það snertir í Kópavogi heldur en í öðrum sveitarfélögum sem hafa tekið þátt í þessu samfélagslega verkefni, að liðsinna fólki í neyð.“ Helga segir málið ítrekað hafa verið rætt á vettvangi bæjarráðs og í bæjarstjórn en að engar haldbærar skýringar hafi verið gefnar. „Við upplifum þetta bara hreinlega sem skammarblett að taka ekki þátt í verkefni af þessum toga. Það er eins og við höfum ekki þá samkennd með fólki í neyð sem er mikilvægt að hafa.“ Kópavogur Flóttafólk á Íslandi Samfélagsleg ábyrgð Tengdar fréttir Mosfellsbær tekur á móti áttatíu flóttamönnum Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, og Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, undirrituðu í morgun samning um samræmda móttöku flóttafólks í Mosfellsbæ. Samningurinn kveður á um að Mosfellsbær taki í samstarfi við stjórnvöld á móti allt að áttatíu flóttamönnum. 16. mars 2023 13:54 Reykjanesbær tekur á móti 350 flóttamönnum Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, og Nichole Leigh Mosty, forstöðukona Fjölmenningarseturs, hafa undirritað samning um samræmda móttöku flóttafólks í Reykjanesbæ. Samningurinn var undirritaður í Ráðhúsi Reykjanesbæjar í gær og kveður á um að Reykjanesbær taki í samstarfi við stjórnvöld á móti allt að 350 flóttamönnum. 10. janúar 2023 16:03 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Vinir Kópavogs ályktuðu um málið á aðalfundi félagsins sem fór fram í lok apríl síðastliðnum og segir Helga Jónsdóttir, bæjarfulltrúi í Kópavogi, mikinn einhug í félagsfólki. Þeim finnist málið vera skammarblett fyrir næst stærsta sveitarfélag landsins. „Samningurinn var tilbúinn af hálfu ríkisins í ágúst í fyrra og við höfum verið að ýta á um það að við tækjum þátt í þessu sameiginlega verkefni sem íslenska ríkið bauð fram til að taka á móti fólki sem er að flýja ömurlegar aðstæður í sínu heimalandi og þarf útbreiddan faðm og aðstoð,“ segir Helga og bendir á að frá því í ágúst hafi öll sveitarfélög í kringum Kópavog samþykkt móttöku sem og stærstu sveitarfélög landsins. „Þannig það er okkur óskiljanlegt að meirihlutanum í Kópavogi hafi ekki enn tekist að gera samninga um að liðsinna flóttafólki. Það er mikill smánarblettur fyrir sveitarfélagið,“ segir Helga. Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, hafi ekki gefið neinar skýringar sem Vinir Kópavogs telji fullnægjandi. „Það er talað um húsnæðisskort og aðstöðuskort en það er ekkert, held ég, sem er öðruvísi hvað það snertir í Kópavogi heldur en í öðrum sveitarfélögum sem hafa tekið þátt í þessu samfélagslega verkefni, að liðsinna fólki í neyð.“ Helga segir málið ítrekað hafa verið rætt á vettvangi bæjarráðs og í bæjarstjórn en að engar haldbærar skýringar hafi verið gefnar. „Við upplifum þetta bara hreinlega sem skammarblett að taka ekki þátt í verkefni af þessum toga. Það er eins og við höfum ekki þá samkennd með fólki í neyð sem er mikilvægt að hafa.“
Kópavogur Flóttafólk á Íslandi Samfélagsleg ábyrgð Tengdar fréttir Mosfellsbær tekur á móti áttatíu flóttamönnum Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, og Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, undirrituðu í morgun samning um samræmda móttöku flóttafólks í Mosfellsbæ. Samningurinn kveður á um að Mosfellsbær taki í samstarfi við stjórnvöld á móti allt að áttatíu flóttamönnum. 16. mars 2023 13:54 Reykjanesbær tekur á móti 350 flóttamönnum Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, og Nichole Leigh Mosty, forstöðukona Fjölmenningarseturs, hafa undirritað samning um samræmda móttöku flóttafólks í Reykjanesbæ. Samningurinn var undirritaður í Ráðhúsi Reykjanesbæjar í gær og kveður á um að Reykjanesbær taki í samstarfi við stjórnvöld á móti allt að 350 flóttamönnum. 10. janúar 2023 16:03 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Mosfellsbær tekur á móti áttatíu flóttamönnum Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, og Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, undirrituðu í morgun samning um samræmda móttöku flóttafólks í Mosfellsbæ. Samningurinn kveður á um að Mosfellsbær taki í samstarfi við stjórnvöld á móti allt að áttatíu flóttamönnum. 16. mars 2023 13:54
Reykjanesbær tekur á móti 350 flóttamönnum Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, og Nichole Leigh Mosty, forstöðukona Fjölmenningarseturs, hafa undirritað samning um samræmda móttöku flóttafólks í Reykjanesbæ. Samningurinn var undirritaður í Ráðhúsi Reykjanesbæjar í gær og kveður á um að Reykjanesbær taki í samstarfi við stjórnvöld á móti allt að 350 flóttamönnum. 10. janúar 2023 16:03